Aron spilar með Joselu og Rodrigo Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 13:28 Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í katarska boltann. Getty/Simon Holmes Liðið sem Aron Einar Gunnarsson mun spila með í Katar heitir Al-Gharafa og endaði í 3. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Aron staðfestir þetta við Fótbolta.net í dag og segir að hann hafi fengið samningi sínum við Þór rift fyrr í þessum mánuði, fyrir lokaumferðina í Lengjudeildinni, til þess að eiga þess kost að komast að í Katar. Hömlur eru á fjölda erlendra leikmanna í katörsku deildinni en Aron stefnir á að spila með Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu, að minnsta kosti sjö leiki. „Þetta var spennandi möguleiki fyrir mig til að koma mér inn í hlutina aftur, spila áfram úti. Ef að vel gengur þá gæti verið möguleiki á því að ég verði skráður í deildarhópinn líka hjá félaginu. Þetta opnar fleiri dyr fyrir mig að vera hérna úti,“ segir Aron við Fótbolta.net. Á meðal erlendra leikmanna Al-Gharafa eru Spánverjarnir Joselu og Rodrigo. Joselu var framherji Real Madrid á síðustu leiktíð og reyndist til að mynda hetja liðsins þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Bayern München, á leið Real að Evrópumeistaratitlinum. Rodrigo lék í þrjú ár með Leeds á Englandi og var áður hjá Valencia og Benfica. Joselu lék með spænska landsliðinu í síðasta mánuði. Aron Einar stefnir á endurkomu í íslenska landsliðið.Getty/Daniela Porcelli Al-Gharafa er í 4. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir, með átta stig. Gamla liðið hans Arons í Katar, Al-Arabi, er í 9. sæti með fjögur stig. Öllum hnútum kunnugur í Katar Aron, sem er 35 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur í Katar eftir að hafa spilað þar með Al-Arabi á árunum 2019-2024, við góðan orðstír. Í apríl tók hann þátt í því að vinna Ofurbikar Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og var það þriðji titill hans með Al-Arabi, áður en hann kvaddi og samdi svo við Þór. Aron kom við sögu í sex leikjum með Þór í sumar, átján árum eftir að hafa haldið á brott í atvinnumennsku, og hann skoraði eitt mark í Lengjudeildinni. Þórsarar höfnuðu þar í tíunda sæti en þó langt frá fallsæti. Aron er einn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 103 A-landsleiki, og alls 137 leiki í íslenska landsliðsbúningnum, en hann spilaði síðast landsleik í nóvember 2023, þegar Ísland mætti Slóvakíu ytra. Åge Hareide landsliðsþjálfari sagði fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni í haust, fyrir mánuði síðan, að Aron kæmist ekki í landsliðið á meðan að hann væri leikmaður Þórs. Hann yrði að spila í sterkari deild. Katarski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Aron staðfestir þetta við Fótbolta.net í dag og segir að hann hafi fengið samningi sínum við Þór rift fyrr í þessum mánuði, fyrir lokaumferðina í Lengjudeildinni, til þess að eiga þess kost að komast að í Katar. Hömlur eru á fjölda erlendra leikmanna í katörsku deildinni en Aron stefnir á að spila með Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu, að minnsta kosti sjö leiki. „Þetta var spennandi möguleiki fyrir mig til að koma mér inn í hlutina aftur, spila áfram úti. Ef að vel gengur þá gæti verið möguleiki á því að ég verði skráður í deildarhópinn líka hjá félaginu. Þetta opnar fleiri dyr fyrir mig að vera hérna úti,“ segir Aron við Fótbolta.net. Á meðal erlendra leikmanna Al-Gharafa eru Spánverjarnir Joselu og Rodrigo. Joselu var framherji Real Madrid á síðustu leiktíð og reyndist til að mynda hetja liðsins þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Bayern München, á leið Real að Evrópumeistaratitlinum. Rodrigo lék í þrjú ár með Leeds á Englandi og var áður hjá Valencia og Benfica. Joselu lék með spænska landsliðinu í síðasta mánuði. Aron Einar stefnir á endurkomu í íslenska landsliðið.Getty/Daniela Porcelli Al-Gharafa er í 4. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir, með átta stig. Gamla liðið hans Arons í Katar, Al-Arabi, er í 9. sæti með fjögur stig. Öllum hnútum kunnugur í Katar Aron, sem er 35 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur í Katar eftir að hafa spilað þar með Al-Arabi á árunum 2019-2024, við góðan orðstír. Í apríl tók hann þátt í því að vinna Ofurbikar Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og var það þriðji titill hans með Al-Arabi, áður en hann kvaddi og samdi svo við Þór. Aron kom við sögu í sex leikjum með Þór í sumar, átján árum eftir að hafa haldið á brott í atvinnumennsku, og hann skoraði eitt mark í Lengjudeildinni. Þórsarar höfnuðu þar í tíunda sæti en þó langt frá fallsæti. Aron er einn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 103 A-landsleiki, og alls 137 leiki í íslenska landsliðsbúningnum, en hann spilaði síðast landsleik í nóvember 2023, þegar Ísland mætti Slóvakíu ytra. Åge Hareide landsliðsþjálfari sagði fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni í haust, fyrir mánuði síðan, að Aron kæmist ekki í landsliðið á meðan að hann væri leikmaður Þórs. Hann yrði að spila í sterkari deild.
Katarski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira