„Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. september 2024 07:02 Geoffrey Stekelenburg, stofnandi Neurotic, segir fjárfesta bara ósköp venjulegt fólk og það hafi hann fattað á speed-deiti með þeim. Geoffrey elskar Ísland, seldi íbúðina sína í Amsterdam árið 2018, sagði upp vellaunaðri vinnu og flutti til Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég viðurkenni að fyrst var ég mjög óöruggur. Velti fyrir mér hvort ég væri nógu góður. Hvort varan mín væri nógu góð. Fjárfestar virka einhvern veginn á mann eins og þeir hljóti að vera einhverjir svakalegir risar,“ segir Geoffrey Stekelenburg, stofnandi Neurotic sprotafyrirtækis sem starfrækt er í Grósku. „En þegar maður hittir síðan þessa fjárfesta á viðburðum eins og speed-dating, áttar maður sig á því að fjárfestar eru bara venjulegt fólk. Því á þannig viðburðum sest maður fyrir framan þessa aðila og horfir í augun á þeim. Og fattar að fjárfestar eru auðvitað bara fólk eins og við öll hin.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun, fjöllum við um lyfturæðuna svokölluðu og þá áskorun sem frumkvöðlar þurfa að takast á við, að standa andspænis fjárfestum og öðrum til að kynna vörur sínar. Viðmælendur eru þátttakendur í SuperNova, en fjárfestadagur viðskiptahraðalsins Startup SuperNova var haldinn í Grósku síðastliðinn föstudag. Hvað þýðir þetta eiginlega? Til að átta sig á því hvers vegna lyfturæðan er svo mikil áskorun þarf að taka það fram að lyfturæða gengur út á að viðkomandi kynni sig og sína vöru eða þjónustu, á sem skilmerkilegasta hátt og á sem stystum tíma. Nafngiftin lyfturæða, er tilvísun í þann tíma sem það tekur flestar lyftur að fara upp eða niður: 30 til 60 sekúndur. Viðfangsefni nýsköpunarfyrirtækja eru hins vegar oft flókin. Því það sem sprotar eru að vinna að, er að búa til eitthvað sem hvergi er til í heiminum. Um fyrirtæki Geoffrey snýst málið um bakendakerfi, sem auðveldar framendakerfi til muna að fókusera á sín verkefni og sín markmið, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af gögnunum í bakendanum. Í kynningartexta um Neurotic segir: Neurotic gerir gagnastjórnun einfalda og skemmtilega. Notendavæni vettvangurinn okkar sér um erfiðu hlutina, svo þú getir einbeitt þér að vinnunni þinni. Með gervigreindarstuðningi og auðveldri samþættingu verður auðvelt að stjórna göngunum þínum. Burt með gagnakvíða! En hvað þýðir þetta eiginlega á mannamáli? „Það má segja að kerfi Neurotic sé að leysa úr þeim málum sem bakendakerfi eins og Wordpress gerir ekki. Því Wordpress, sem margir þekkja, einblínir fyrst og fremst á að vera kerfi sem auðveldar fólki að reka heimasíður,“ svarar Geoffrey en bætir við: „Okkar kerfi er meira gagnamiðað enda flestir í dag að huga að mörgum gögnum um viðskiptavini sína, greiðslur og alls kyns atriði.“ Geoffrey gefur mörg góð ráð fyrir lyfturæðuna svokölluðu, sem er þrælsnúið verkefni þótt ekki sé hún löng. Geoffrey segir KLAK undirbúa sprota mjög vel og mælir því með því að allir sem eru að fara af stað í nýsköpun, taki þátt í því sem þar er boðið upp á.Vísir/Vilhelm Lyfturæðan og góð ráð Það er svolítið gaman að segja frá því að Geoffrey, sem er frá Hollandi, varð svo ástfangin af landi og þjóð þegar hann ferðaðist um hálendi Íslands árið 2018, að hann seldi íbúðina sína í Amsterdam, sagði upp vel launaðri forritunarvinnu og flutti til Íslands. Eitt leiddi af öðru og áður en varði hafði Geoffrey leiðst inn í spennandi heim nýsköpunar og frumkvöðla starfsemi á Íslandi. Geoffrey segir mikilvægt fyrir sprota að taka þátt í viðburðum, námskeiðum og fleira sem í boði er. KLAK eigi þar miklar þakkir skildar. „KLAK undirbýr okkur undir allt. Að hitta fjárfesta. Að spyrja réttu spurninganna þannig að okkur gagnist sem best svörin,“ segir Geoffrey og nefnir dæmi: „Ég vissi það til dæmis þegar ég var að hitta fjárfesta á speed-date að best væri fyrir mig að spyrja: Getur þú nefnt þrjú atriði sem þér finnst standa upp úr í kynningunni sem ég hélt áðan, sem væri gott að ég bætti úr?“ Geoffrey segir kvíðann yfir því að halda lyfturæðu fyrir framan fjárfesta hafa nánast horfið með því að taka þátt í því sem er í boði KLAK. Enda þar sem hann áttaði sig á því að fjárfestar eru eftir allt saman ósköp venjulegt fólk. „Í gegnum KLAK hafa líka aðilar eins og Sirrý Arnardóttir, leikarar og fleiri gefið okkur góð ráð,“ segir Geoffrey og tiltekur aftur einfalt dæmi: „Sirrý sagði við okkur að ef við gleymum orði eða því sem við ætlum að segja þegar við erum í miðri kynningu, sé mikilvægt að panikka ekki. Heldur gefa okkur einfaldlega tíma til að hugsa. Ég lenti í þessu einu sinni. Enda væri ekkert nema eðlilegt að fólk sem stæði fyrir kynningu, lentu í augnabliki sem þessu.“ Ráðið nýttist Geoffrey vel. Því ég lenti síðan í þessu. Mundi ekkert hvað ég ætlaði að segja en bjó mér tíma til að hugsa og rifja það upp, með því að slá á létta strengi í nokkrar sekúndur. Og enginn tók eftir neinu.“ En hvernig æfir þú þig? „Það sem hefur nýst mér best er að skrifa niður lykilorð og einblína á það að muna hvað ég vill segja eða tala um, frekar en að skrifa niður orð frá orði og læra eitthvað utan að. Með því að vera með lykilorðin á hreinu, festist það betur í huganum hvað maður ætlar að segja og það sem meira að segja nýtist mér best er að hlusta á til dæmis klassíska tónlist þegar ég er að fara yfir þessa punkta í huganum, aftur og aftur.“ Þegar Geoffrey horfir til framtíðar sér hann fyrir sér að Neurotic verði sérstaklega stórt í Hollandi, lausnin henti Hollendingum vel, hann þekkir umhverfið þar og meðstofnandinn hans býr þar. Sjálfur sér hann ekki fyrir sér annað en að búa áfram á Íslandi.Vísir/Vilhelm Ísland er heima Geoffrey segir tungumálið einstaka sinnum geta verið þröskuld. Að tala ensku og vera vanur því að halda sína lyfturæðu og kynningar á ensku, upplifi hann þó frekar sem jákvætt en hitt. „Það hefur til dæmis gert það að verkum að ég þarf að einfalda orðaforðann og hvernig ég kynni hlutina því ég er enn meira meðvitaður um að allir þurfi að skilja sem best, það sem ég er að segja.“ Hvar sérðu ykkur fyrir þér eftir fimm ár? „Ég sé fyrir mér að Neurotic verði búið að hasla sér völl í Hollandi því það er sá markaður sem ég er sannfærður um að Neurotic muni ná að dekka nokkuð vel. Meðstofnandi minn, Stijn Huiskes, býr í Amsterdam og eðlilegt að við horfum svolítið þangað því þann markað þekki ég.“ Hefur þér aldrei dottið í hug að flytja aftur til Amsterdam? Jú auðvitað! Sérstaklega þegar ég fer þangað í frí. Þá finnur maður hvað er gott að hitta sitt fólk; foreldra, fjölskyldu og vini. En síðan kem ég aftur til Íslands og þá er tilfinningin einfaldlega svo sterk. Það er eins og ég hafi tengst Íslandi það sterkum böndum að hér finnst mér ég algjörlega eiga heima.“ Samhliða sprotastarfinu, vinnur Geoffrey að hinum og þessum verkefnum sem forritari. „Að grípa aukaverkefni eða taka að sér aukavinnu er hluti af veruleika frumkvöðla. Pabbi er líka minn sterkasti stuðningsmaður og hefur hjálpað mér mikið, en hann er forritari sjálfur. Að bjarga sér einhvern veginn er hluti af lífi sprota. En aðalmálið er að hér er ég enn!“ segir Geoffrey og hlær. Þótt framtíðaráformin felist í útrás og að hasla sér völl í Evrópu á næstu árum, sér Geoffrey ekki fram á annað en að reyna að búa áfram á Ísland. „Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. En mig langar að búa áfram á Íslandi. Hér er heimatilfinningin mín sterk og ef allt gengur upp að óskum, vona ég svo sannarlega að það feli það líka í sér að ég geti áfram starfað og búið á Íslandi.“ Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01 Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00 „Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
„En þegar maður hittir síðan þessa fjárfesta á viðburðum eins og speed-dating, áttar maður sig á því að fjárfestar eru bara venjulegt fólk. Því á þannig viðburðum sest maður fyrir framan þessa aðila og horfir í augun á þeim. Og fattar að fjárfestar eru auðvitað bara fólk eins og við öll hin.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun, fjöllum við um lyfturæðuna svokölluðu og þá áskorun sem frumkvöðlar þurfa að takast á við, að standa andspænis fjárfestum og öðrum til að kynna vörur sínar. Viðmælendur eru þátttakendur í SuperNova, en fjárfestadagur viðskiptahraðalsins Startup SuperNova var haldinn í Grósku síðastliðinn föstudag. Hvað þýðir þetta eiginlega? Til að átta sig á því hvers vegna lyfturæðan er svo mikil áskorun þarf að taka það fram að lyfturæða gengur út á að viðkomandi kynni sig og sína vöru eða þjónustu, á sem skilmerkilegasta hátt og á sem stystum tíma. Nafngiftin lyfturæða, er tilvísun í þann tíma sem það tekur flestar lyftur að fara upp eða niður: 30 til 60 sekúndur. Viðfangsefni nýsköpunarfyrirtækja eru hins vegar oft flókin. Því það sem sprotar eru að vinna að, er að búa til eitthvað sem hvergi er til í heiminum. Um fyrirtæki Geoffrey snýst málið um bakendakerfi, sem auðveldar framendakerfi til muna að fókusera á sín verkefni og sín markmið, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af gögnunum í bakendanum. Í kynningartexta um Neurotic segir: Neurotic gerir gagnastjórnun einfalda og skemmtilega. Notendavæni vettvangurinn okkar sér um erfiðu hlutina, svo þú getir einbeitt þér að vinnunni þinni. Með gervigreindarstuðningi og auðveldri samþættingu verður auðvelt að stjórna göngunum þínum. Burt með gagnakvíða! En hvað þýðir þetta eiginlega á mannamáli? „Það má segja að kerfi Neurotic sé að leysa úr þeim málum sem bakendakerfi eins og Wordpress gerir ekki. Því Wordpress, sem margir þekkja, einblínir fyrst og fremst á að vera kerfi sem auðveldar fólki að reka heimasíður,“ svarar Geoffrey en bætir við: „Okkar kerfi er meira gagnamiðað enda flestir í dag að huga að mörgum gögnum um viðskiptavini sína, greiðslur og alls kyns atriði.“ Geoffrey gefur mörg góð ráð fyrir lyfturæðuna svokölluðu, sem er þrælsnúið verkefni þótt ekki sé hún löng. Geoffrey segir KLAK undirbúa sprota mjög vel og mælir því með því að allir sem eru að fara af stað í nýsköpun, taki þátt í því sem þar er boðið upp á.Vísir/Vilhelm Lyfturæðan og góð ráð Það er svolítið gaman að segja frá því að Geoffrey, sem er frá Hollandi, varð svo ástfangin af landi og þjóð þegar hann ferðaðist um hálendi Íslands árið 2018, að hann seldi íbúðina sína í Amsterdam, sagði upp vel launaðri forritunarvinnu og flutti til Íslands. Eitt leiddi af öðru og áður en varði hafði Geoffrey leiðst inn í spennandi heim nýsköpunar og frumkvöðla starfsemi á Íslandi. Geoffrey segir mikilvægt fyrir sprota að taka þátt í viðburðum, námskeiðum og fleira sem í boði er. KLAK eigi þar miklar þakkir skildar. „KLAK undirbýr okkur undir allt. Að hitta fjárfesta. Að spyrja réttu spurninganna þannig að okkur gagnist sem best svörin,“ segir Geoffrey og nefnir dæmi: „Ég vissi það til dæmis þegar ég var að hitta fjárfesta á speed-date að best væri fyrir mig að spyrja: Getur þú nefnt þrjú atriði sem þér finnst standa upp úr í kynningunni sem ég hélt áðan, sem væri gott að ég bætti úr?“ Geoffrey segir kvíðann yfir því að halda lyfturæðu fyrir framan fjárfesta hafa nánast horfið með því að taka þátt í því sem er í boði KLAK. Enda þar sem hann áttaði sig á því að fjárfestar eru eftir allt saman ósköp venjulegt fólk. „Í gegnum KLAK hafa líka aðilar eins og Sirrý Arnardóttir, leikarar og fleiri gefið okkur góð ráð,“ segir Geoffrey og tiltekur aftur einfalt dæmi: „Sirrý sagði við okkur að ef við gleymum orði eða því sem við ætlum að segja þegar við erum í miðri kynningu, sé mikilvægt að panikka ekki. Heldur gefa okkur einfaldlega tíma til að hugsa. Ég lenti í þessu einu sinni. Enda væri ekkert nema eðlilegt að fólk sem stæði fyrir kynningu, lentu í augnabliki sem þessu.“ Ráðið nýttist Geoffrey vel. Því ég lenti síðan í þessu. Mundi ekkert hvað ég ætlaði að segja en bjó mér tíma til að hugsa og rifja það upp, með því að slá á létta strengi í nokkrar sekúndur. Og enginn tók eftir neinu.“ En hvernig æfir þú þig? „Það sem hefur nýst mér best er að skrifa niður lykilorð og einblína á það að muna hvað ég vill segja eða tala um, frekar en að skrifa niður orð frá orði og læra eitthvað utan að. Með því að vera með lykilorðin á hreinu, festist það betur í huganum hvað maður ætlar að segja og það sem meira að segja nýtist mér best er að hlusta á til dæmis klassíska tónlist þegar ég er að fara yfir þessa punkta í huganum, aftur og aftur.“ Þegar Geoffrey horfir til framtíðar sér hann fyrir sér að Neurotic verði sérstaklega stórt í Hollandi, lausnin henti Hollendingum vel, hann þekkir umhverfið þar og meðstofnandinn hans býr þar. Sjálfur sér hann ekki fyrir sér annað en að búa áfram á Íslandi.Vísir/Vilhelm Ísland er heima Geoffrey segir tungumálið einstaka sinnum geta verið þröskuld. Að tala ensku og vera vanur því að halda sína lyfturæðu og kynningar á ensku, upplifi hann þó frekar sem jákvætt en hitt. „Það hefur til dæmis gert það að verkum að ég þarf að einfalda orðaforðann og hvernig ég kynni hlutina því ég er enn meira meðvitaður um að allir þurfi að skilja sem best, það sem ég er að segja.“ Hvar sérðu ykkur fyrir þér eftir fimm ár? „Ég sé fyrir mér að Neurotic verði búið að hasla sér völl í Hollandi því það er sá markaður sem ég er sannfærður um að Neurotic muni ná að dekka nokkuð vel. Meðstofnandi minn, Stijn Huiskes, býr í Amsterdam og eðlilegt að við horfum svolítið þangað því þann markað þekki ég.“ Hefur þér aldrei dottið í hug að flytja aftur til Amsterdam? Jú auðvitað! Sérstaklega þegar ég fer þangað í frí. Þá finnur maður hvað er gott að hitta sitt fólk; foreldra, fjölskyldu og vini. En síðan kem ég aftur til Íslands og þá er tilfinningin einfaldlega svo sterk. Það er eins og ég hafi tengst Íslandi það sterkum böndum að hér finnst mér ég algjörlega eiga heima.“ Samhliða sprotastarfinu, vinnur Geoffrey að hinum og þessum verkefnum sem forritari. „Að grípa aukaverkefni eða taka að sér aukavinnu er hluti af veruleika frumkvöðla. Pabbi er líka minn sterkasti stuðningsmaður og hefur hjálpað mér mikið, en hann er forritari sjálfur. Að bjarga sér einhvern veginn er hluti af lífi sprota. En aðalmálið er að hér er ég enn!“ segir Geoffrey og hlær. Þótt framtíðaráformin felist í útrás og að hasla sér völl í Evrópu á næstu árum, sér Geoffrey ekki fram á annað en að reyna að búa áfram á Ísland. „Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. En mig langar að búa áfram á Íslandi. Hér er heimatilfinningin mín sterk og ef allt gengur upp að óskum, vona ég svo sannarlega að það feli það líka í sér að ég geti áfram starfað og búið á Íslandi.“
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01 Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00 „Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01
Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01
Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00
„Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01