Haaland fær frí vegna jarðarfarar Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 10:00 Erling Haaland skoraði gegn Arsenal um helgina og ætti að geta mætt Newcastle næsta laugardag. Getty Erling Haaland er farinn til Noregs vegna jarðarfarar og verður ekki með Manchester City í kvöld þegar liðið mætir Watford í enska deildabikarnum í fótbolta. Haaland er mættur til Noregs til að syrgja náinn fjölskylduvin, Ívar Eggja, sem til að mynda var svaramaður í brúðkaupi Alfie Haaland, pabba Erlings. Markahróknum var boðið að taka sér leyfi eftir að Eggja lést en afþakkaði það og spilaði leikina gegn Brentford, Inter og Arsenal, og skoraði í þeim þrjú mörk. Áður hafði hann opnað sig um það á samfélagsmiðlum hve mikið hann saknaði Ívars, sem var 59 ára þegar hann lést. Haaland flaug til Noregs í gær vegna jarðarfararinnar, samkvæmt Manchester Evening News, en talið er að hann verði mættur og klár í slaginn í næsta deildarleik City sem er við Newcastle á útivelli á laugardaginn. Liðsfélagar Haalands hafa, samkvæmt frétt MEN, verið duglegir við að styðja við hann á erfiðum tímum og þeir sendu til að mynda blóm í einkaboxið hans á Etihad-leikvanginum, þar sem hans fólk fylgdist með leik City við Brentford. „Til þess eru lið. Við styðjum hver annan og reynum að hjálpa. Að þessu sinni var það Erling en við reynum allir að hjálpa hver öðrum. Ekki bara við liðsfélagarnir heldur allir í félaginu,“ sagði Manuel Akanji, miðvörður City. Haaland setti met gegn Brentford með því að hafa skorað níu mörk í fyrstu fjórum leikjum úrvalsdeildarinnar, og með markinu gegn Arsenal á sunnudag hefur hann einnig sett met yfir flest mörk í fyrstu fimm leikjum tímabils. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland ekki refsað Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23. september 2024 12:31 Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Haaland er mættur til Noregs til að syrgja náinn fjölskylduvin, Ívar Eggja, sem til að mynda var svaramaður í brúðkaupi Alfie Haaland, pabba Erlings. Markahróknum var boðið að taka sér leyfi eftir að Eggja lést en afþakkaði það og spilaði leikina gegn Brentford, Inter og Arsenal, og skoraði í þeim þrjú mörk. Áður hafði hann opnað sig um það á samfélagsmiðlum hve mikið hann saknaði Ívars, sem var 59 ára þegar hann lést. Haaland flaug til Noregs í gær vegna jarðarfararinnar, samkvæmt Manchester Evening News, en talið er að hann verði mættur og klár í slaginn í næsta deildarleik City sem er við Newcastle á útivelli á laugardaginn. Liðsfélagar Haalands hafa, samkvæmt frétt MEN, verið duglegir við að styðja við hann á erfiðum tímum og þeir sendu til að mynda blóm í einkaboxið hans á Etihad-leikvanginum, þar sem hans fólk fylgdist með leik City við Brentford. „Til þess eru lið. Við styðjum hver annan og reynum að hjálpa. Að þessu sinni var það Erling en við reynum allir að hjálpa hver öðrum. Ekki bara við liðsfélagarnir heldur allir í félaginu,“ sagði Manuel Akanji, miðvörður City. Haaland setti met gegn Brentford með því að hafa skorað níu mörk í fyrstu fjórum leikjum úrvalsdeildarinnar, og með markinu gegn Arsenal á sunnudag hefur hann einnig sett met yfir flest mörk í fyrstu fimm leikjum tímabils.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland ekki refsað Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23. september 2024 12:31 Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Haaland ekki refsað Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23. september 2024 12:31
Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02