Sviku út tugi milljóna með því að þykjast vera Brad Pitt Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2024 21:55 Konurnar héldu að þær ættu í ástarsambandi við leikarann Brad Pitt og millifærðu milljónir. Vísir/EPA Fimm hafa verið handteknir á Spáni fyrir að svíkja út úr tveimur konum 325 þúsund evrur með því að þykjast vera leikarinn Brad Pitt. Það samsvarar tæpum 50 milljónum íslenskra króna. Konurnar héldu báðar að þær ættu í ástarsambandi við Brad Pitt. Lögreglan á Spáni er búin að vera með málið í rannsókn frá því í fyrra og hefur kallað aðgerðina Bralina. Rannsóknin náði til fjölmargra héraða á Spáni. Eftir síðustu handtökur segir í frétt El Mundo að lögreglan sé nú búin að uppræta glæpahringinn sem skipulagði þjófnaðinn. Meðlimir glæpahópsins eiga yfir höfði sér ákæru fyrir fjársvik, peningaþvætti, skjalafals og aðild að skipulagðri glæpastarfsemi. Notuðu ákveðna frasa Á vef spænska miðilsins El Mundo kom fram í dag að auk þeirra fimm sem voru handtekin hafi tíu aðrir verið til rannsóknar vegna þjófnaðarins. Í tengslum við rannsóknina fór fram húsleit í fimm húsum auk þess sem lögregla lagði hald á farsíma, bankakort, tölvur og ýmis skjöl. Meðal skjalanna sem voru haldlögð voru dagbækur þar sem mátti finna ýmsa frasa sem svikahrapparnir notuðu á konurnar til að blekkja þær. „Ást mín til þín er sönn. Tilfinningarnar koma frá hjarta mínu,“ segir í dagbókinni auk ýmissa annarra ástarjátninga og yfirlýsinga. Í frétt El Mundo segir að lögreglan hafi hafið rannsókn sína eftir að kona í Granada á Spáni tilkynnti til lögreglu að hún hefði verið svikin um 175 þúsund evrur. Sú rannsókn leiddi svo til annars fórnarlambs i Vizcaya héraði. Þar kemur einnig fram að glæpamennirnir hafi haft samband við fórnarlömbin í gegnum aðdáendasíðu sem tileinkuð var Brad Pitt. Konurnar voru látnar halda að þær hafi verið í sambandi með leikaranum. Konur í viðkvæmri stöðu Eftir að svikarinn hafi stofnað til sambands með konunum, í nafni Brad Pitt, lagði hann svo til að þær myndu styrkja ýmis verkefni sem hann væri með í gangi. Þannig tókst honum að svíkja 175 þúsund af konunni í Granada, sem samsvarar um 26 milljónum íslenskra króna, og 150 þúsund evrur af konunni í Biscay. Það samsvarar um 22 milljónum íslenskra króna. Svikahrapparnir lögðu áherslu á að finna konur sem væru í viðkvæmri stöðu annað hvort tilfinningalega eða konur sem ættu við andleg vandamál að stríða. Eftir að svikahrapparnir höfðu skipst á skilaboðum við konurnar, og talið þeim trú um að þær ættu nú í sambandi við Brad Pitt, voru þær fengnar til að millifæra. Þá kemur einnig fram að lögreglan hafi komist að því að glæpahópurinn hafi þvegið peningana með því að stofna bankareikninga á nafni afrískra ríkisborgara. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Lögreglan á Spáni er búin að vera með málið í rannsókn frá því í fyrra og hefur kallað aðgerðina Bralina. Rannsóknin náði til fjölmargra héraða á Spáni. Eftir síðustu handtökur segir í frétt El Mundo að lögreglan sé nú búin að uppræta glæpahringinn sem skipulagði þjófnaðinn. Meðlimir glæpahópsins eiga yfir höfði sér ákæru fyrir fjársvik, peningaþvætti, skjalafals og aðild að skipulagðri glæpastarfsemi. Notuðu ákveðna frasa Á vef spænska miðilsins El Mundo kom fram í dag að auk þeirra fimm sem voru handtekin hafi tíu aðrir verið til rannsóknar vegna þjófnaðarins. Í tengslum við rannsóknina fór fram húsleit í fimm húsum auk þess sem lögregla lagði hald á farsíma, bankakort, tölvur og ýmis skjöl. Meðal skjalanna sem voru haldlögð voru dagbækur þar sem mátti finna ýmsa frasa sem svikahrapparnir notuðu á konurnar til að blekkja þær. „Ást mín til þín er sönn. Tilfinningarnar koma frá hjarta mínu,“ segir í dagbókinni auk ýmissa annarra ástarjátninga og yfirlýsinga. Í frétt El Mundo segir að lögreglan hafi hafið rannsókn sína eftir að kona í Granada á Spáni tilkynnti til lögreglu að hún hefði verið svikin um 175 þúsund evrur. Sú rannsókn leiddi svo til annars fórnarlambs i Vizcaya héraði. Þar kemur einnig fram að glæpamennirnir hafi haft samband við fórnarlömbin í gegnum aðdáendasíðu sem tileinkuð var Brad Pitt. Konurnar voru látnar halda að þær hafi verið í sambandi með leikaranum. Konur í viðkvæmri stöðu Eftir að svikarinn hafi stofnað til sambands með konunum, í nafni Brad Pitt, lagði hann svo til að þær myndu styrkja ýmis verkefni sem hann væri með í gangi. Þannig tókst honum að svíkja 175 þúsund af konunni í Granada, sem samsvarar um 26 milljónum íslenskra króna, og 150 þúsund evrur af konunni í Biscay. Það samsvarar um 22 milljónum íslenskra króna. Svikahrapparnir lögðu áherslu á að finna konur sem væru í viðkvæmri stöðu annað hvort tilfinningalega eða konur sem ættu við andleg vandamál að stríða. Eftir að svikahrapparnir höfðu skipst á skilaboðum við konurnar, og talið þeim trú um að þær ættu nú í sambandi við Brad Pitt, voru þær fengnar til að millifæra. Þá kemur einnig fram að lögreglan hafi komist að því að glæpahópurinn hafi þvegið peningana með því að stofna bankareikninga á nafni afrískra ríkisborgara.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent