GOGG, GOGG, GOGG og aftur GOGG Guðrún Njálsdóttir skrifar 23. september 2024 17:33 Sveitarfélagið mitt Grímsnes- og Grafningshreppur (GOGG) heldur áfram að halda því fram opinberlega að ég búi ólöglega í GOGG. Þessari fullyrðingu er ég ALLS ekki sammála þar sem lög gera ráð fyrir „að skrásetja skuli alla landsbyggðina“. Þjóðskrá Íslands skráði mig „805 Ótilgreint“ þar sem ég var að flytja í frístundahúsið mitt og minntist ekkert á það að ég yrði með ólöglega búsetu í húsi mínu eftir skráninguna. Svo það sé á hreinu þá er þessi stofnun á vegum íslenska ríkisins en samt fullyrðir sveitarstjóri GOGG að þetta sé ólöglegt. Neðangreindur texti sem vitnað er í birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. í grein sem sveitarstjóri GOGG skrifaði og textinn er tilvitnun í sameiginlega ályktun aukaaðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SSS) og hljóðar svo: „Nú hafa sveitarfélög lagst gegn því að leyfa lögheimilsrétt í orlofsbyggð. Hvers vegna? „Sveitarfélögin leggja til að farið verði i breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur sem feli i sér að einstaklingar, sem ekki eru með lögheimili i skráðu íbúðarhúsnæði, verði skráðir með „ótilgreint heimilisfang“ í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi var með tilgreint heimilisfang síðast, en ekki í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl." Fróðlegt væri að vita hversu mörg sveitarfélög í SSS voru með og hversu mörg voru á móti tillögunni þegar hún var borin upp til samþykktar. Með framsetningu þessarar tillögu eru fulltrúar sveitarfélaganna í SSS virkilega að reyna að koma því í gegn að þeir sem ákváðu að flytja úr tilteknu sveitarfélagi í frístundahús að þeir verði skráðir í fyrra sveitarfélag en með annarri skrásetningu „Ótilgreint“? Hver er eiginlega hugsunin bak við þessa tillögu? Það er alls óvíst að ÖLL sveitarfélög landsins (utan SSS) myndu leggjast gegn lögheimilisrétti í frístundabyggð enda mörg reynt og sýnt áhuga á að fá nýja íbúa sem að líkindum leiðir til aukinna tekna sveitarfélagsins. Árið 2005 féll dómur um lögmæti búsetu í frístundahúsabyggð og með þeim úrskurði var viðurkennt að íbúar í frístundabyggð eigi rétt á þjónustu sem útsvars- og skattgreiðendur. En hvað gerðist? Sveitarfélagið uppfyllti ALDREI skyldu sína gagnvart íbúum. Lögheimilislögum var breytt árið 2006 til að koma í veg fyrir að fólk gæti skráð lögheimili sitt í frístundahúsi og þrátt fyrir að greiða þar útsvar og á sama tíma fékk það ekki að nýta þá þjónusta sem sveitarfélagið bauð upp á. Lagabreytingin frá 2006, sem girti fyrir lögheimilisskráningu í frístundabyggð, gengur þvert gegn Hæstaréttardómnum frá 2005 og raunar gegn stjórnarskránni. Einnig er rétt er að geta þess að Ísland hafði þó löngu áður en dómurinn féll undirritað Mannréttindasáttmálann sem kveður á um að heimili þitt er sá staður sem þú sannarlega dvelur á. Nú hefur GOGG verið um langan tíma í broddi fylkingar að vinna að því að útiloka okkur „íbúana“ sína frá hinum sjálfsögðu mannréttindum sem felast í því að geta valið sér sinn eigin næturstað. Við erum skattgreiðendur, því má alls ekki gleyma. Við búum bara ekki í íbúðarhúsi heldur frístundahúsi og greiðum sömu gjöld og aðrir íbúar GOGG en fáum ekki sambærilega þjónustu. Fyrir tveimur árum leitaði GOGG á náðir fyrrverandi innviðaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar (Framsóknarflokki) sem rauk til og skipaði starfshóp til að fjalla um þessi búsetumál. Hver skyldi nú vera formaður hópsins, jú engin önnur en varaþingmaður Framsóknarflokksins sem svo skemmtilega vill til, að er sveitarstjóri GOGG. Í tæp tvö ár hefur starfshópurinn fjallað um þessi mál en EKKERT heyrst frá hópnum. Við eftirgrennslan um niðurstöðu starfshópsins þá er alltaf sama svarið ”Niðurstöðu að vænta á næstu vikum”. Hvað er það sem GOGG vill ekki? GOGG vill ekki einstaklinga sem búa í frístundahúsi sínu og velja að vera með lögheimili í sveitarfélaginu. GOGG vill ekki veita okkur sömu þjónustu og öðrum útsvarsgreiðendum. GOGG vill ekki fá upplýsingar um raunverulega búsetu 14% íbúa sinna ef upp koma náttúruhamfarir eða önnur vá þar sem bregðast þarf skjótt við. Sveitarstjórn var þó boðið að fá upplýsingar um hvar þeir búi og þess má geta að hér er aðeins verið að nefna þá sem eru með lögheimili en ekki alla þá sem dvelja hér allt árið en eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum GOGG vill ekki leggja í kostnað við að þjónusta íbúa frístundabyggða en samt þiggja þeir útsvar og full fasteignagjöld. Frístundahúsaeigendur standa undir stórum hluta tekna sveitarfélagsins. Gæti verið að GOGG vilji EKKI að við nýtum kosningaréttinn sem við fengum við „805 ótilgreint“. GOGG er fámennt sveitarfélag og mörgum virðist sem í sveitarstjórn sitji fólk sem hræðist okkur „íbúana“ í kosningum. Að lokum vil ég biðja íbúa GOGG að setja sig í okkar spor og velta því fyrir sér hvort við séum einhver ógn við okkar fallega GOGG. Við viljum njóta mannréttinda eins og aðrir íbúar GOGG, vera viðurkennd þar sem við sannarlega búum og standa ykkur löglegu íbúunum jafnfætis sem manneskjur í þessu samhengi. Guðrún Njálsdóttir, óstaðsett í hús í Grímsnes- og Grafningshreppi og stjórnarkona í Búsetafrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið mitt Grímsnes- og Grafningshreppur (GOGG) heldur áfram að halda því fram opinberlega að ég búi ólöglega í GOGG. Þessari fullyrðingu er ég ALLS ekki sammála þar sem lög gera ráð fyrir „að skrásetja skuli alla landsbyggðina“. Þjóðskrá Íslands skráði mig „805 Ótilgreint“ þar sem ég var að flytja í frístundahúsið mitt og minntist ekkert á það að ég yrði með ólöglega búsetu í húsi mínu eftir skráninguna. Svo það sé á hreinu þá er þessi stofnun á vegum íslenska ríkisins en samt fullyrðir sveitarstjóri GOGG að þetta sé ólöglegt. Neðangreindur texti sem vitnað er í birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. í grein sem sveitarstjóri GOGG skrifaði og textinn er tilvitnun í sameiginlega ályktun aukaaðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SSS) og hljóðar svo: „Nú hafa sveitarfélög lagst gegn því að leyfa lögheimilsrétt í orlofsbyggð. Hvers vegna? „Sveitarfélögin leggja til að farið verði i breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur sem feli i sér að einstaklingar, sem ekki eru með lögheimili i skráðu íbúðarhúsnæði, verði skráðir með „ótilgreint heimilisfang“ í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi var með tilgreint heimilisfang síðast, en ekki í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl." Fróðlegt væri að vita hversu mörg sveitarfélög í SSS voru með og hversu mörg voru á móti tillögunni þegar hún var borin upp til samþykktar. Með framsetningu þessarar tillögu eru fulltrúar sveitarfélaganna í SSS virkilega að reyna að koma því í gegn að þeir sem ákváðu að flytja úr tilteknu sveitarfélagi í frístundahús að þeir verði skráðir í fyrra sveitarfélag en með annarri skrásetningu „Ótilgreint“? Hver er eiginlega hugsunin bak við þessa tillögu? Það er alls óvíst að ÖLL sveitarfélög landsins (utan SSS) myndu leggjast gegn lögheimilisrétti í frístundabyggð enda mörg reynt og sýnt áhuga á að fá nýja íbúa sem að líkindum leiðir til aukinna tekna sveitarfélagsins. Árið 2005 féll dómur um lögmæti búsetu í frístundahúsabyggð og með þeim úrskurði var viðurkennt að íbúar í frístundabyggð eigi rétt á þjónustu sem útsvars- og skattgreiðendur. En hvað gerðist? Sveitarfélagið uppfyllti ALDREI skyldu sína gagnvart íbúum. Lögheimilislögum var breytt árið 2006 til að koma í veg fyrir að fólk gæti skráð lögheimili sitt í frístundahúsi og þrátt fyrir að greiða þar útsvar og á sama tíma fékk það ekki að nýta þá þjónusta sem sveitarfélagið bauð upp á. Lagabreytingin frá 2006, sem girti fyrir lögheimilisskráningu í frístundabyggð, gengur þvert gegn Hæstaréttardómnum frá 2005 og raunar gegn stjórnarskránni. Einnig er rétt er að geta þess að Ísland hafði þó löngu áður en dómurinn féll undirritað Mannréttindasáttmálann sem kveður á um að heimili þitt er sá staður sem þú sannarlega dvelur á. Nú hefur GOGG verið um langan tíma í broddi fylkingar að vinna að því að útiloka okkur „íbúana“ sína frá hinum sjálfsögðu mannréttindum sem felast í því að geta valið sér sinn eigin næturstað. Við erum skattgreiðendur, því má alls ekki gleyma. Við búum bara ekki í íbúðarhúsi heldur frístundahúsi og greiðum sömu gjöld og aðrir íbúar GOGG en fáum ekki sambærilega þjónustu. Fyrir tveimur árum leitaði GOGG á náðir fyrrverandi innviðaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar (Framsóknarflokki) sem rauk til og skipaði starfshóp til að fjalla um þessi búsetumál. Hver skyldi nú vera formaður hópsins, jú engin önnur en varaþingmaður Framsóknarflokksins sem svo skemmtilega vill til, að er sveitarstjóri GOGG. Í tæp tvö ár hefur starfshópurinn fjallað um þessi mál en EKKERT heyrst frá hópnum. Við eftirgrennslan um niðurstöðu starfshópsins þá er alltaf sama svarið ”Niðurstöðu að vænta á næstu vikum”. Hvað er það sem GOGG vill ekki? GOGG vill ekki einstaklinga sem búa í frístundahúsi sínu og velja að vera með lögheimili í sveitarfélaginu. GOGG vill ekki veita okkur sömu þjónustu og öðrum útsvarsgreiðendum. GOGG vill ekki fá upplýsingar um raunverulega búsetu 14% íbúa sinna ef upp koma náttúruhamfarir eða önnur vá þar sem bregðast þarf skjótt við. Sveitarstjórn var þó boðið að fá upplýsingar um hvar þeir búi og þess má geta að hér er aðeins verið að nefna þá sem eru með lögheimili en ekki alla þá sem dvelja hér allt árið en eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum GOGG vill ekki leggja í kostnað við að þjónusta íbúa frístundabyggða en samt þiggja þeir útsvar og full fasteignagjöld. Frístundahúsaeigendur standa undir stórum hluta tekna sveitarfélagsins. Gæti verið að GOGG vilji EKKI að við nýtum kosningaréttinn sem við fengum við „805 ótilgreint“. GOGG er fámennt sveitarfélag og mörgum virðist sem í sveitarstjórn sitji fólk sem hræðist okkur „íbúana“ í kosningum. Að lokum vil ég biðja íbúa GOGG að setja sig í okkar spor og velta því fyrir sér hvort við séum einhver ógn við okkar fallega GOGG. Við viljum njóta mannréttinda eins og aðrir íbúar GOGG, vera viðurkennd þar sem við sannarlega búum og standa ykkur löglegu íbúunum jafnfætis sem manneskjur í þessu samhengi. Guðrún Njálsdóttir, óstaðsett í hús í Grímsnes- og Grafningshreppi og stjórnarkona í Búsetafrelsi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun