Lífið

Magnaðar myndir af lengstu á landsins

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og Rangárvallasýslna og er hún blanda af dragá, lindá og jökulá.
Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og Rangárvallasýslna og er hún blanda af dragá, lindá og jökulá. Vísir/Vilhelm

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis myndaði Þjórsá með dróna í gær. Myndirnar eru hluti af langtímaverkefni í vinnslu Vilhelms sem hann kallar „Lengsta áin á Íslandi“. Vilhelm hefur síðustu ár ferðast um landið til að mynda ánna og lífið við hana.

„Fyrir nokkrum árum fékk ég hugmynd að skrásetja með myndum Þjórsá sem er lengsta á Íslands um 230 km að lengd og einnig lífið við ána. Ég hef bara rétt byrjað að að mynda en þetta er langtímaverkefni og mun vonandi duga mér í mörg ár,“ segir Vilhelm um verkefnið.

Myndirnar hér að neðan voru teknar ósa Þjórsár á Suðurlandi með dróna í gær.

Selur gengur í ósa Þjórsár og hefur löngum verið veiddur þar. Lax og silungur ganga upp ána til drag- og bergvatnsþveránna.Vísir/Vilhelm
Þjórsá er 230 km löng og kemur næst Ölfusá að vatnsmagniVísir/Vilhelm
Helstu fossar í Þjórsá eru Kjálkaversfoss (Hvanngiljafoss), Dynkur (Búðarhálsfoss), Gljúfurleitarfoss, Tröllkonuhlaup, Þjófafoss, Búði og Urriðafoss.Vísir/Vilhelm
Þjórsá er lengsta áin á Íslandi.Vísir/Vilhelm
Eins og málverk.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Ótrúleg litadýrð.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Þjórsá mynduð með dróna sunnudaginn 22.september 2024.Vísir/Vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.