BBC gefur í skyn að draumur Freys gæti ræst Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 10:31 Freyr Alexandersson gerði frábæra hluti með Kortrijk í Belgíu á síðustu leiktíð. Liðið er þó áfram í fallbaráttu á þessari leiktíð. Getty/Filip Lanszweert Freyr Alexandersson gæti orðið næsti knattspyrnustjóri velska félagsins Cardiff, sem leikur í næstefstu deild Englands. Freyr er einn af þeim sem BBC nefnir til sögunnar í grein um Cardiff en félagið er í leit að nýjum stjóra eftir að Tyrkinn Erol Bulut var rekinn. Freyr hefur áður sagst hafa mikinn áhuga á að taka við liðinu. Bulut var látinn fara eftir tap gegn Leeds á laugardaginn, aðeins átta leikjum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til tveggja ára, en hann skildi við Cardiff á botni ensku B-deildarinnar með aðeins eitt stig og eitt mark. Freyr þekkir það að taka við liði í tómu tjóni og hefur náð frábærum árangri hingað til á sínum ferli, eins og BBC nefnir. Eftir að hafa til að mynda stýrt íslenska kvennalandsliðinu og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þá kom hann Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, og hélt því þar, áður en hann framkallaði hálfgert kraftaverk með Kortrijk í Belgíu þegar hann forðaði því frá falli á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk þegar liðið hafði aðeins fengið tíu stig úr fyrstu tuttugu leikjum sínum. BBC fer hins vegar ekkert út í það að meta hverjar líkurnar eru á að Freyr verði næsti stjóri Cardiff, heldur segir aðeins að litið hafi verið aðdáunaraugum í átt til hans. Þannig vill líka til að Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. BBC segir að Cardiff sé hrifið af James Rowberry, fyrrverandi stjóra Newport County og núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara Wales. Enski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Freyr er einn af þeim sem BBC nefnir til sögunnar í grein um Cardiff en félagið er í leit að nýjum stjóra eftir að Tyrkinn Erol Bulut var rekinn. Freyr hefur áður sagst hafa mikinn áhuga á að taka við liðinu. Bulut var látinn fara eftir tap gegn Leeds á laugardaginn, aðeins átta leikjum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til tveggja ára, en hann skildi við Cardiff á botni ensku B-deildarinnar með aðeins eitt stig og eitt mark. Freyr þekkir það að taka við liði í tómu tjóni og hefur náð frábærum árangri hingað til á sínum ferli, eins og BBC nefnir. Eftir að hafa til að mynda stýrt íslenska kvennalandsliðinu og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þá kom hann Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, og hélt því þar, áður en hann framkallaði hálfgert kraftaverk með Kortrijk í Belgíu þegar hann forðaði því frá falli á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk þegar liðið hafði aðeins fengið tíu stig úr fyrstu tuttugu leikjum sínum. BBC fer hins vegar ekkert út í það að meta hverjar líkurnar eru á að Freyr verði næsti stjóri Cardiff, heldur segir aðeins að litið hafi verið aðdáunaraugum í átt til hans. Þannig vill líka til að Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. BBC segir að Cardiff sé hrifið af James Rowberry, fyrrverandi stjóra Newport County og núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara Wales.
Enski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira