„Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. september 2024 15:00 Ragnhildur fór fimmtán hringi, rúmlega 100,5 kílómetra, í ár alveg eins og í fyrra. Það hlýtur að teljast bæting í ljósi þess að hún var með blöðrubólgu síðustu 80 kílómetrana. Ragnhildur Sóphusdóttir fór 100,5 kílómetra í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk í gær og ekki nóg með það heldur glímdi hún við blöðrubólgu síðustu 80 kílómetrana. Ragnhildur hafði tvisvar áður tekið þátt í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa fyrir hlaupið í gær og farið átta og fimmtán hringi. Í fyrra hafi hún verið svekkt að komast ekki lengra en fimmtán hringi af því það hætta svo margir eftir hundrað kílómetra. „Eftir bara tvo til þrjá hringi í viðbót er maður kominn miklu ofar. Strax eftir hlaupið í fyrra ákvað ég að fara næst sextán til átján hringi og jafnvel lengra,“ sagði Ragnhildur í samtali við fréttastofu. Stöðugur sprengur og miklir verkir Allt leit vel út í upphafi dags í gær, hún var ekki með neina verki og gekk vel að næra sig. „Svo byrjaði þetta vesen um hádegið og var alveg svakalega vont,“ segir hún. Þú vissir strax að þetta væri blöðrubólga? „Ég vissi það alveg strax.“ Ragnhildur hljóp með vinkonu sinni Ásdísi Björgu Pálmadóttur og sagði henni strax að hún væri að drepast. Í kjölfarið hafi verið farið í að redda henni bæði sýklalyfjum og íbúfen. „Svo leið þetta og versnaði bara og versnaði,“ segir hún. En það eru ekki bara verkir heldur er maður í stöðugum spreng er það ekki? „Það er alltaf eins og þú hafir ekki pissað í fimm tíma,“ segir Ragnhildur og bætir við „Eftir klukkan 19 fóru allar pásurnar í að díla við þetta og ég hafði ekki tíma til að borða eða drekka.“ „Ég bara geri þetta næst“ „Ég ætlaði lengra en 100 og líkamlega hefði ég getað það, ef ekki hefði verið fyrir blöðrubólguna. Ég var orðin það verkjuð að ég þurfti að anda inn og út í hverju skrefi og sýklalyfin virkuðu ekki, örugglega af því ég var ekki í hvíld.“ „Ég hringdi í manninn minn og sagði: ,Þú mátt ganga frá‘. Hann sagði: ‚Nei nei, ætlarðu ekki að halda áfram, þú varst búin að ákveða að fara lengra‘. Þá sagði ég: ‚Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt. Ég bara geri þetta næst‘,“ segir Ragnhildur og bætir við „Svo er ég voðalega svekkt í dag.“ Eftir hlaupið kom maður að máli við Ragnhildi og hvatt hana til að taka átján hringi næst. Hún hafi samþykkt það boð þó móðir hennar hafi bannað henni að fara aftur. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25. 22. september 2024 09:23 Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan. 21. september 2024 07:33 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Sjá meira
Ragnhildur hafði tvisvar áður tekið þátt í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa fyrir hlaupið í gær og farið átta og fimmtán hringi. Í fyrra hafi hún verið svekkt að komast ekki lengra en fimmtán hringi af því það hætta svo margir eftir hundrað kílómetra. „Eftir bara tvo til þrjá hringi í viðbót er maður kominn miklu ofar. Strax eftir hlaupið í fyrra ákvað ég að fara næst sextán til átján hringi og jafnvel lengra,“ sagði Ragnhildur í samtali við fréttastofu. Stöðugur sprengur og miklir verkir Allt leit vel út í upphafi dags í gær, hún var ekki með neina verki og gekk vel að næra sig. „Svo byrjaði þetta vesen um hádegið og var alveg svakalega vont,“ segir hún. Þú vissir strax að þetta væri blöðrubólga? „Ég vissi það alveg strax.“ Ragnhildur hljóp með vinkonu sinni Ásdísi Björgu Pálmadóttur og sagði henni strax að hún væri að drepast. Í kjölfarið hafi verið farið í að redda henni bæði sýklalyfjum og íbúfen. „Svo leið þetta og versnaði bara og versnaði,“ segir hún. En það eru ekki bara verkir heldur er maður í stöðugum spreng er það ekki? „Það er alltaf eins og þú hafir ekki pissað í fimm tíma,“ segir Ragnhildur og bætir við „Eftir klukkan 19 fóru allar pásurnar í að díla við þetta og ég hafði ekki tíma til að borða eða drekka.“ „Ég bara geri þetta næst“ „Ég ætlaði lengra en 100 og líkamlega hefði ég getað það, ef ekki hefði verið fyrir blöðrubólguna. Ég var orðin það verkjuð að ég þurfti að anda inn og út í hverju skrefi og sýklalyfin virkuðu ekki, örugglega af því ég var ekki í hvíld.“ „Ég hringdi í manninn minn og sagði: ,Þú mátt ganga frá‘. Hann sagði: ‚Nei nei, ætlarðu ekki að halda áfram, þú varst búin að ákveða að fara lengra‘. Þá sagði ég: ‚Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt. Ég bara geri þetta næst‘,“ segir Ragnhildur og bætir við „Svo er ég voðalega svekkt í dag.“ Eftir hlaupið kom maður að máli við Ragnhildi og hvatt hana til að taka átján hringi næst. Hún hafi samþykkt það boð þó móðir hennar hafi bannað henni að fara aftur.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25. 22. september 2024 09:23 Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan. 21. september 2024 07:33 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Sjá meira
Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25. 22. september 2024 09:23
Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan. 21. september 2024 07:33