Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2024 14:32 Þessir tvíburar gætu nú borið nöfnin Ekkó og Melía. Getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa. Nefndin ákvað þó að hafna beiðnum um eigin- og millinafnið Gonzales og sömuleiðis karlkynseiginnafnið Baldr. Varðandi nafnið Gonzales mat nefndin það sem svo að það reyndi á skilyrði í lögum um mannanöfn um að þau skulu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Gonzales væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn z væri ekki í íslenska stafrófinu. Þannig hefði einungis verið hægt að samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir rithætti nafnsins. Svo sé ekki og því var ákveðið að nafna beiðnunum. Varðandi beiðni um eiginnafnið Baldr reyndi á sama skilyrði lagana þar sem nafnið Baldr væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Segir í úrskurðinum að sá ritháttur að sleppa bókstafnum u i endingum orða, til dæmis maðr í stað maður, hefr í stað hefur og góðr í stað góður, fari gegn almennum ritreglum íslensks máls og sé andstæður íslenskri hljóðþróun. Áður hafði nefndin einnig hafnað beiðnum um að samþykkja nöfnun Víkingr og Óðr. „Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá ber enginn einstaklingur, sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglnanna, eiginnafnið Baldr. Nafnið kemur heldur ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920. Telst því ekki hefð fyrir rithætti nafnsins og beiðninni hafnað.“ segir í úrskurði mannanafnanefndar. Mannanöfn Tengdar fréttir Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama. 11. september 2024 12:40 Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01 Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50 Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Nefndin ákvað þó að hafna beiðnum um eigin- og millinafnið Gonzales og sömuleiðis karlkynseiginnafnið Baldr. Varðandi nafnið Gonzales mat nefndin það sem svo að það reyndi á skilyrði í lögum um mannanöfn um að þau skulu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Gonzales væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn z væri ekki í íslenska stafrófinu. Þannig hefði einungis verið hægt að samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir rithætti nafnsins. Svo sé ekki og því var ákveðið að nafna beiðnunum. Varðandi beiðni um eiginnafnið Baldr reyndi á sama skilyrði lagana þar sem nafnið Baldr væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Segir í úrskurðinum að sá ritháttur að sleppa bókstafnum u i endingum orða, til dæmis maðr í stað maður, hefr í stað hefur og góðr í stað góður, fari gegn almennum ritreglum íslensks máls og sé andstæður íslenskri hljóðþróun. Áður hafði nefndin einnig hafnað beiðnum um að samþykkja nöfnun Víkingr og Óðr. „Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá ber enginn einstaklingur, sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglnanna, eiginnafnið Baldr. Nafnið kemur heldur ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920. Telst því ekki hefð fyrir rithætti nafnsins og beiðninni hafnað.“ segir í úrskurði mannanafnanefndar.
Mannanöfn Tengdar fréttir Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama. 11. september 2024 12:40 Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01 Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50 Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama. 11. september 2024 12:40
Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01
Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50
Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39