Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2024 21:11 Harry Kane skoraði fernu fyrir Bæjara. Þrjú mörk komu af vítapunktinum. S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Bayern München - Dinamo Zagreb 9-2 Bayern München tók forystuna á furðulegan hátt. Brotið var á Aleksander Pavlovic í teignum – en ekkert dæmt, Serge Gnabry skoraði svo skömmu síðar úr sömu sókn. Þá var sóknin öll skoðuð aftur, markið dæmt af og vítaspyrna dæmd. Það kom þó ekki að sök, Harry Kane steig á punktinn og skoraði. Heimamenn áttu svo eftir að bæta við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur, Raphael Guerreiro og Michael Olise voru þar á ferð. Gestirnir komu af krafti út úr búningsherbergjunum og skoruðu tvö mörk áður en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var alls ekki við hann að sakast en markmaðurinn Sven Ulreich var þá nýkominn inn fyrir Manuel Neuer, sem fór meiddur af velli í hálfleik. Bæjarar örvæntu hins vegar ekki og héldu áfram að raða inn mörkum sjálfir. Harry Kane setti met með þremur mörkum úr víti. Aldrei hefur einn leikmaður tekið jafn mörg víti í einum leik í Meistaradeildinni.Sebastian Widmann/Getty Images Harry Kane bætti við þremur mörkum, Michael Olise einu og Leroy Sané og Leon Goretzka komust báðir á blað. Þegar allt var talið saman urðu mörkin alls ellefu, 9-2 sigur Bayern niðurstaðan eftir í meira lagi fjörugan leik. Sporting CP - Lille 2-0 Frá upphafsflauti hafði Sporting alla yfirburði og fékk urmul færa. Viktor Gyökeres kom heimamönnum svo yfir á 38. mínútu þegar Lille mistókst að hreinsa boltann úr vítateignum. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Lille svo manni færri þegar Angel Gomes fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Viktor Gyökeres skoraði opnunarmarkið.Pedro Loureiro/Eurasia Sport Images/Getty Images Manni færri héldu gestirnir út í seinni hálfleik og ljóst að erfitt verkefni væri framundan. Zeno Debast tvöfaldaði forystuna fyrir Sporting með þrumuskoti fyrir utan teig á 65. mínútu. Lille lagði mikið á sig til að minnka muninn og komst mjög nálægt því undir lokin, en Sporting hélt út 2-0 sigur. Mörkin úr leik Sporting og Lille má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Bayern München - Dinamo Zagreb 9-2 Bayern München tók forystuna á furðulegan hátt. Brotið var á Aleksander Pavlovic í teignum – en ekkert dæmt, Serge Gnabry skoraði svo skömmu síðar úr sömu sókn. Þá var sóknin öll skoðuð aftur, markið dæmt af og vítaspyrna dæmd. Það kom þó ekki að sök, Harry Kane steig á punktinn og skoraði. Heimamenn áttu svo eftir að bæta við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur, Raphael Guerreiro og Michael Olise voru þar á ferð. Gestirnir komu af krafti út úr búningsherbergjunum og skoruðu tvö mörk áður en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var alls ekki við hann að sakast en markmaðurinn Sven Ulreich var þá nýkominn inn fyrir Manuel Neuer, sem fór meiddur af velli í hálfleik. Bæjarar örvæntu hins vegar ekki og héldu áfram að raða inn mörkum sjálfir. Harry Kane setti met með þremur mörkum úr víti. Aldrei hefur einn leikmaður tekið jafn mörg víti í einum leik í Meistaradeildinni.Sebastian Widmann/Getty Images Harry Kane bætti við þremur mörkum, Michael Olise einu og Leroy Sané og Leon Goretzka komust báðir á blað. Þegar allt var talið saman urðu mörkin alls ellefu, 9-2 sigur Bayern niðurstaðan eftir í meira lagi fjörugan leik. Sporting CP - Lille 2-0 Frá upphafsflauti hafði Sporting alla yfirburði og fékk urmul færa. Viktor Gyökeres kom heimamönnum svo yfir á 38. mínútu þegar Lille mistókst að hreinsa boltann úr vítateignum. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Lille svo manni færri þegar Angel Gomes fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Viktor Gyökeres skoraði opnunarmarkið.Pedro Loureiro/Eurasia Sport Images/Getty Images Manni færri héldu gestirnir út í seinni hálfleik og ljóst að erfitt verkefni væri framundan. Zeno Debast tvöfaldaði forystuna fyrir Sporting með þrumuskoti fyrir utan teig á 65. mínútu. Lille lagði mikið á sig til að minnka muninn og komst mjög nálægt því undir lokin, en Sporting hélt út 2-0 sigur. Mörkin úr leik Sporting og Lille má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira