Fjallað verður um mótmælin sem voru fyrir utan ríkisstjórnarfund á Hverfisgötu í morgun vegna máls Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks fjölfatlaðs drengs.
Málið var rætt í ríkisstjórn að beiðni félagsmálaráðherra og brottvísun Yazans og fjölskyldu hans frestað vegna þessa. Mikil spenna er innan ríkisstjórnarinnar vegna málsins og ráðherrar alls ekki sammála.
Engin stjórnarmál voru á dagskrá Alþingis í dag sem er nokkuð óvenjulegt því meira en 200 slík mál eru á þingmálaskrá. Rætt verður við Ingu Sæland formann Flokks fólksins og Steinunni Þóru Árnadóttur þingkonu VG í beinni útsendingu.
Svo heyrum við í fréttakonu okkar Telmu Tómasson sem er stödd í Portúgal þar sem geisa mannskæðir gróðureldar.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.