Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. september 2024 11:31 Ásgerður Diljá Karlsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, segir persónulegan stíl sinn í stöðugri þróun og hefur gaman að því að klæðast litum. Amma Ásgerðar hefur sömuleiðis haft mótandi áhrif á tískuáhugann hjá henni en Ásgerður er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Ásgerður Diljá er algjör ofurskvísa.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem ég elska við tískuna er hvað hún er fjölbreytt og skemmtilegt tjáningarform. Mér hefur alltaf þótt gaman að fylgjast með tískunni og sjá hvernig hún þróast almennt með tímanum og í „trendum“. Ég reyni samt alltaf að halda mér við minn stíl og detta ekki of mikið í það að fylgja trendum, því mér finnst ég oft lenda í því að nota þær flíkur mun minna. Mér finnst líka gaman að sjá hvað tískan fer mikið í hringi. Ásgerður Diljá fylgir sínum stíl og varast að fylgja öllum trendum.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á tvær uppáhalds flíkur í augnablikinu. Það eru Prada skórnir mínir og pelsinn minn frá Feldi. Þetta eru flíkur sem ég nota ótrúlega mikið og henta bæði vel núna þegar það fer að kólna. Prada skórnir eru í uppáhaldi hjá Ásgerði Diljá.Aðsend Ég er líka mjög hrifin af flíkum sem passa vel við margt og þessar tvær eru einhvern veginn alltaf klæðilegar og flottar fyrir mismunandi tilefni. Jakkinn frá Feldi er í miklu uppáhaldi hjá Ásgerði.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer svolítið eftir tilefnum. Dags daglega myndi ég ekki segja að ég eyði allt of miklum tíma í að velja föt. Ég græja samt oftast fötin mín kvöldið áður til að spara mér tíma á morgnana, það hentar mér mjög vel sérstaklega eftir að ég eignaðist barn og allt tekur lengri tíma en áður. Ásgerður stórglæsileg á meðgöngunni.Aðsend Aftur á móti fyrir viðburði og annað slíkt þá gef ég mér oftast smá tíma í að pæla í hverju ég ætla og finnst mér það mjög skemmtilegt. Ásgerður Diljá gefur sér góðan tíma til að gera sig til fyrir ákveðin tilefni.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að stíllinn minn sé frekar stílhreinn og lifandi. Dags daglega kýs ég frekar mínímalísk föt en finnst gaman að „poppa“ þau upp með skarti og öðrum aukahlutum. Ásgerður Diljá lýsir stílnum sínum sem frekar mínímalískum en hefur gaman að litum og skarti.Aðsend Aftur á móti þegar ég er að fara eitthvað fínt þá finnst mér gaman að vera í litum og þá líka með skemmtilega aukahluti. Litir gleðja Ásgerði!Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Svona já og nei. Ég hugsa að flestir hafi átt móment sem þeir skoða gamlar myndir af sér og myndu ekkert endilega klæðast sömu fötum og á myndinni en ég á samt líka enn þá flíkur sem ég hef notað í mörg ár. Ásgerður hefur alltaf verið samkvæm sjálfri sér í klæðaburði.Aðsend Ég hugsa að með árunum hafi stíllinn minn kannski þróast í þá átt að ég veit hvaða litir og snið mér finnst klæða mig vel og vel því flíkurnar mínar út frá því. Ég hef samt alltaf verið mjög hrifin af því að klæða mig í lit og þá sérstaklega fyrir tilefni. Það tók líka smá tíma fyrir mig að kynnast stílnum mínum aftur eftir að ég eignaðist strákinn minn en mér finnst það vera að koma svona hægt og rólega. Ég myndi segja að á heildina litið sé stíllinn minn alltaf að þróast sem er bara skemmtilegt. Ásgerður hefur verið að finna stílinn sinn aftur eftir að hún eignaðist strákinn sinn.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já ég hef mjög gaman að því og tek mér oft góðan tíma að ákveða föt fyrir fram þegar ég er að fara eitthvert. Ég held að þessi áhugi komi líka mjög mikið frá ömmu minni sem hefur alltaf haft gaman að því að klæða sig upp og gera sig fína. Fyrstu minningarnar mínar af því að klæða mig upp voru einmitt heima hjá henni að máta hælaskónna og slæðurnar hennar. Ásgerður fær tískuáhugann frá ömmu sinni.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblásturinn minn mjög mikið á Pinterest og Instagram. En svo elska ég líka að fylgjast með mannlífinu erlendis og sjá hverju fólk klæðist þegar ég ferðast. Ásgerður sækir tískuinnblástur á ferðalögum.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei ég myndi ekki segja það. En ég lifi svolítið ómeðvitað dagsdaglega eftir „þriggja lita reglunni“ því mér finnst það oftast virka mjög vel fyrir mig. Hún er þannig að ég reyni að klæða mig í ekki fleiri en þrjá liti hverju sinni og mixa þeim litum í fötum, skóm og fylgihlutum. Annars finnst mér ágætt að banna sér ekkert þegar kemur að klæðaburði, bara að hafa gaman að prófa eitthvað nýtt þegar mann langar til. Ásgerður hefur gaman að tískunni og finnst ágætt að vera lítið að vinna með bönn.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég verð eiginlega að segja fermingardressið mitt. Það situr mjög fast í mér því ég var í mjög „óvenjulegum“ fermingarklæðnaði miða við hvað gengur og gerist. Ég var mjög föst í því að vilja vera í sægrænu tjullpilsi og í skyrtu við. Mamma hefur alltaf leyft mér að hafa frjálsar hendur þegar kom að klæðaburði þannig hún leyfði mér bara algjörlega að ráða því og fór í svaka mission að finna þetta pils sem ég var búin að sjá fyrir mér að klæðast. Ég elska þetta pils enn þann dag í dag og er ánægð að ég hafi verið samkvæm sjálfri mér og bara klætt mig nákvæmlega eins og ég vildi. Fermingarpilsið mjög einstakt!Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mitt ráð er bara að klæða sig í það sem manni langar og líður vel í. Vera ekkert að pæla of mikið í því hvað öðrum finnst, ef þér finnst það flott þá er það nóg. Ég hef einnig lært það í gegnum árin að reyna að vanda valið vel því ég oft lent í því að eiga fullt af fötum í fataskápnum sem ég fer síðan aldrei í. Ásgerður reynir að vanda val á flíkum í fataskápnum og nota fötin sín vel.Aðsend Mamma vinkonu minnar sagði einhvern tímann við okkur „ef þið eruð ekki vissar hvort þið eigið að kaupa fötin eða ekki, sofið þá á því og ef þið eruð enn þá að hugsa um flíkina þá á að kaupa hana“. Ég geri þetta mjög oft ef ég er ekki 100% viss með flíkina og síðan oftast ekkert pælt í því meira og verið glöð eftir á að hafa ekki keypt hana í flýti. Tískutal Tíska og hönnun Fermingar Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Ásgerður Diljá er algjör ofurskvísa.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem ég elska við tískuna er hvað hún er fjölbreytt og skemmtilegt tjáningarform. Mér hefur alltaf þótt gaman að fylgjast með tískunni og sjá hvernig hún þróast almennt með tímanum og í „trendum“. Ég reyni samt alltaf að halda mér við minn stíl og detta ekki of mikið í það að fylgja trendum, því mér finnst ég oft lenda í því að nota þær flíkur mun minna. Mér finnst líka gaman að sjá hvað tískan fer mikið í hringi. Ásgerður Diljá fylgir sínum stíl og varast að fylgja öllum trendum.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á tvær uppáhalds flíkur í augnablikinu. Það eru Prada skórnir mínir og pelsinn minn frá Feldi. Þetta eru flíkur sem ég nota ótrúlega mikið og henta bæði vel núna þegar það fer að kólna. Prada skórnir eru í uppáhaldi hjá Ásgerði Diljá.Aðsend Ég er líka mjög hrifin af flíkum sem passa vel við margt og þessar tvær eru einhvern veginn alltaf klæðilegar og flottar fyrir mismunandi tilefni. Jakkinn frá Feldi er í miklu uppáhaldi hjá Ásgerði.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer svolítið eftir tilefnum. Dags daglega myndi ég ekki segja að ég eyði allt of miklum tíma í að velja föt. Ég græja samt oftast fötin mín kvöldið áður til að spara mér tíma á morgnana, það hentar mér mjög vel sérstaklega eftir að ég eignaðist barn og allt tekur lengri tíma en áður. Ásgerður stórglæsileg á meðgöngunni.Aðsend Aftur á móti fyrir viðburði og annað slíkt þá gef ég mér oftast smá tíma í að pæla í hverju ég ætla og finnst mér það mjög skemmtilegt. Ásgerður Diljá gefur sér góðan tíma til að gera sig til fyrir ákveðin tilefni.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að stíllinn minn sé frekar stílhreinn og lifandi. Dags daglega kýs ég frekar mínímalísk föt en finnst gaman að „poppa“ þau upp með skarti og öðrum aukahlutum. Ásgerður Diljá lýsir stílnum sínum sem frekar mínímalískum en hefur gaman að litum og skarti.Aðsend Aftur á móti þegar ég er að fara eitthvað fínt þá finnst mér gaman að vera í litum og þá líka með skemmtilega aukahluti. Litir gleðja Ásgerði!Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Svona já og nei. Ég hugsa að flestir hafi átt móment sem þeir skoða gamlar myndir af sér og myndu ekkert endilega klæðast sömu fötum og á myndinni en ég á samt líka enn þá flíkur sem ég hef notað í mörg ár. Ásgerður hefur alltaf verið samkvæm sjálfri sér í klæðaburði.Aðsend Ég hugsa að með árunum hafi stíllinn minn kannski þróast í þá átt að ég veit hvaða litir og snið mér finnst klæða mig vel og vel því flíkurnar mínar út frá því. Ég hef samt alltaf verið mjög hrifin af því að klæða mig í lit og þá sérstaklega fyrir tilefni. Það tók líka smá tíma fyrir mig að kynnast stílnum mínum aftur eftir að ég eignaðist strákinn minn en mér finnst það vera að koma svona hægt og rólega. Ég myndi segja að á heildina litið sé stíllinn minn alltaf að þróast sem er bara skemmtilegt. Ásgerður hefur verið að finna stílinn sinn aftur eftir að hún eignaðist strákinn sinn.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já ég hef mjög gaman að því og tek mér oft góðan tíma að ákveða föt fyrir fram þegar ég er að fara eitthvert. Ég held að þessi áhugi komi líka mjög mikið frá ömmu minni sem hefur alltaf haft gaman að því að klæða sig upp og gera sig fína. Fyrstu minningarnar mínar af því að klæða mig upp voru einmitt heima hjá henni að máta hælaskónna og slæðurnar hennar. Ásgerður fær tískuáhugann frá ömmu sinni.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblásturinn minn mjög mikið á Pinterest og Instagram. En svo elska ég líka að fylgjast með mannlífinu erlendis og sjá hverju fólk klæðist þegar ég ferðast. Ásgerður sækir tískuinnblástur á ferðalögum.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei ég myndi ekki segja það. En ég lifi svolítið ómeðvitað dagsdaglega eftir „þriggja lita reglunni“ því mér finnst það oftast virka mjög vel fyrir mig. Hún er þannig að ég reyni að klæða mig í ekki fleiri en þrjá liti hverju sinni og mixa þeim litum í fötum, skóm og fylgihlutum. Annars finnst mér ágætt að banna sér ekkert þegar kemur að klæðaburði, bara að hafa gaman að prófa eitthvað nýtt þegar mann langar til. Ásgerður hefur gaman að tískunni og finnst ágætt að vera lítið að vinna með bönn.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég verð eiginlega að segja fermingardressið mitt. Það situr mjög fast í mér því ég var í mjög „óvenjulegum“ fermingarklæðnaði miða við hvað gengur og gerist. Ég var mjög föst í því að vilja vera í sægrænu tjullpilsi og í skyrtu við. Mamma hefur alltaf leyft mér að hafa frjálsar hendur þegar kom að klæðaburði þannig hún leyfði mér bara algjörlega að ráða því og fór í svaka mission að finna þetta pils sem ég var búin að sjá fyrir mér að klæðast. Ég elska þetta pils enn þann dag í dag og er ánægð að ég hafi verið samkvæm sjálfri mér og bara klætt mig nákvæmlega eins og ég vildi. Fermingarpilsið mjög einstakt!Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mitt ráð er bara að klæða sig í það sem manni langar og líður vel í. Vera ekkert að pæla of mikið í því hvað öðrum finnst, ef þér finnst það flott þá er það nóg. Ég hef einnig lært það í gegnum árin að reyna að vanda valið vel því ég oft lent í því að eiga fullt af fötum í fataskápnum sem ég fer síðan aldrei í. Ásgerður reynir að vanda val á flíkum í fataskápnum og nota fötin sín vel.Aðsend Mamma vinkonu minnar sagði einhvern tímann við okkur „ef þið eruð ekki vissar hvort þið eigið að kaupa fötin eða ekki, sofið þá á því og ef þið eruð enn þá að hugsa um flíkina þá á að kaupa hana“. Ég geri þetta mjög oft ef ég er ekki 100% viss með flíkina og síðan oftast ekkert pælt í því meira og verið glöð eftir á að hafa ekki keypt hana í flýti.
Tískutal Tíska og hönnun Fermingar Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira