Sagði fjölmiðlum að hætta að kalla Valgeir „Friðriksson“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 15:30 Valgeir Lunddal í fyrsta leik sínum fyrir Fortuna Düsseldorf. Getty/Andreas Gora Valgeir Lunddal lék sinn fyrsta leik fyrir Fortuna Düsseldorf í gær, í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Fjölmiðlafulltrúi þýska félagsins nýtti tækifærið til að kenna fjölmiðlum rétta notkun á nafni Íslendingsins. Valgeir heitir fullu nafni Valgeir Lunddal Friðriksson. Þess vegna hafa þýskir fjölmiðlar talað um „Friðriksson“ í sínum fréttum um íslenska landsliðsmanninn, sem kom frá Häcken í Svíþjóð fyrir 300.000 evrur (45 milljónir króna) í sumar. Í frétt Bild í gær segir að það hafi þótt eðlilegt rétt eins og liðsfélagi Valgeirs, Ísak Bergmann Jóhannesson, hafi verið kallaður „Jóhannesson“. Hins vegar hafi komið í ljós að ekki bæri að nota Friðriksson-nafnið, eins og Tino Polster fjölmiðlafulltrúi Düsseldorf útskýrði: „Við getum hætt að nota „Friðriksson“ því hann verður bara með „Lunddal“ á treyjunni sinni. Þetta „Lunddal“-nafn er ættarnafnið og hann vill halda því í heiðri. Þess vegna notuðum við „Lunddal“. Hann heitir sem sagt Valgeir Lunddal.“ Valgeir kom inn á sem varamaður í gær, í sínum fyrsta leik í Þýskalandi, og þeir Ísak fögnuðu 2-0 útisigri gegn Herthu Berlín. Félagi þeirra í landsliðinu, Jón Dagur Þorsteinsson, kom inn á sem varamaður hjá Herthu, í sínum öðrum leik fyrir liðið eftir komuna frá OH Leuven í Belgíu. View this post on Instagram A post shared by Valgeir Lunddal (@valgeirlunddal) Düsseldorf, sem afar naumlega missti af sæti í efstu deild Þýskalands síðasta vor, er á toppi þýsku 2. deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. Hertha er í 9. sæti með sjö stig. Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Fleiri fréttir Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira
Valgeir heitir fullu nafni Valgeir Lunddal Friðriksson. Þess vegna hafa þýskir fjölmiðlar talað um „Friðriksson“ í sínum fréttum um íslenska landsliðsmanninn, sem kom frá Häcken í Svíþjóð fyrir 300.000 evrur (45 milljónir króna) í sumar. Í frétt Bild í gær segir að það hafi þótt eðlilegt rétt eins og liðsfélagi Valgeirs, Ísak Bergmann Jóhannesson, hafi verið kallaður „Jóhannesson“. Hins vegar hafi komið í ljós að ekki bæri að nota Friðriksson-nafnið, eins og Tino Polster fjölmiðlafulltrúi Düsseldorf útskýrði: „Við getum hætt að nota „Friðriksson“ því hann verður bara með „Lunddal“ á treyjunni sinni. Þetta „Lunddal“-nafn er ættarnafnið og hann vill halda því í heiðri. Þess vegna notuðum við „Lunddal“. Hann heitir sem sagt Valgeir Lunddal.“ Valgeir kom inn á sem varamaður í gær, í sínum fyrsta leik í Þýskalandi, og þeir Ísak fögnuðu 2-0 útisigri gegn Herthu Berlín. Félagi þeirra í landsliðinu, Jón Dagur Þorsteinsson, kom inn á sem varamaður hjá Herthu, í sínum öðrum leik fyrir liðið eftir komuna frá OH Leuven í Belgíu. View this post on Instagram A post shared by Valgeir Lunddal (@valgeirlunddal) Düsseldorf, sem afar naumlega missti af sæti í efstu deild Þýskalands síðasta vor, er á toppi þýsku 2. deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. Hertha er í 9. sæti með sjö stig.
Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Fleiri fréttir Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira