Sagði fjölmiðlum að hætta að kalla Valgeir „Friðriksson“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 15:30 Valgeir Lunddal í fyrsta leik sínum fyrir Fortuna Düsseldorf. Getty/Andreas Gora Valgeir Lunddal lék sinn fyrsta leik fyrir Fortuna Düsseldorf í gær, í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Fjölmiðlafulltrúi þýska félagsins nýtti tækifærið til að kenna fjölmiðlum rétta notkun á nafni Íslendingsins. Valgeir heitir fullu nafni Valgeir Lunddal Friðriksson. Þess vegna hafa þýskir fjölmiðlar talað um „Friðriksson“ í sínum fréttum um íslenska landsliðsmanninn, sem kom frá Häcken í Svíþjóð fyrir 300.000 evrur (45 milljónir króna) í sumar. Í frétt Bild í gær segir að það hafi þótt eðlilegt rétt eins og liðsfélagi Valgeirs, Ísak Bergmann Jóhannesson, hafi verið kallaður „Jóhannesson“. Hins vegar hafi komið í ljós að ekki bæri að nota Friðriksson-nafnið, eins og Tino Polster fjölmiðlafulltrúi Düsseldorf útskýrði: „Við getum hætt að nota „Friðriksson“ því hann verður bara með „Lunddal“ á treyjunni sinni. Þetta „Lunddal“-nafn er ættarnafnið og hann vill halda því í heiðri. Þess vegna notuðum við „Lunddal“. Hann heitir sem sagt Valgeir Lunddal.“ Valgeir kom inn á sem varamaður í gær, í sínum fyrsta leik í Þýskalandi, og þeir Ísak fögnuðu 2-0 útisigri gegn Herthu Berlín. Félagi þeirra í landsliðinu, Jón Dagur Þorsteinsson, kom inn á sem varamaður hjá Herthu, í sínum öðrum leik fyrir liðið eftir komuna frá OH Leuven í Belgíu. View this post on Instagram A post shared by Valgeir Lunddal (@valgeirlunddal) Düsseldorf, sem afar naumlega missti af sæti í efstu deild Þýskalands síðasta vor, er á toppi þýsku 2. deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. Hertha er í 9. sæti með sjö stig. Þýski boltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Valgeir heitir fullu nafni Valgeir Lunddal Friðriksson. Þess vegna hafa þýskir fjölmiðlar talað um „Friðriksson“ í sínum fréttum um íslenska landsliðsmanninn, sem kom frá Häcken í Svíþjóð fyrir 300.000 evrur (45 milljónir króna) í sumar. Í frétt Bild í gær segir að það hafi þótt eðlilegt rétt eins og liðsfélagi Valgeirs, Ísak Bergmann Jóhannesson, hafi verið kallaður „Jóhannesson“. Hins vegar hafi komið í ljós að ekki bæri að nota Friðriksson-nafnið, eins og Tino Polster fjölmiðlafulltrúi Düsseldorf útskýrði: „Við getum hætt að nota „Friðriksson“ því hann verður bara með „Lunddal“ á treyjunni sinni. Þetta „Lunddal“-nafn er ættarnafnið og hann vill halda því í heiðri. Þess vegna notuðum við „Lunddal“. Hann heitir sem sagt Valgeir Lunddal.“ Valgeir kom inn á sem varamaður í gær, í sínum fyrsta leik í Þýskalandi, og þeir Ísak fögnuðu 2-0 útisigri gegn Herthu Berlín. Félagi þeirra í landsliðinu, Jón Dagur Þorsteinsson, kom inn á sem varamaður hjá Herthu, í sínum öðrum leik fyrir liðið eftir komuna frá OH Leuven í Belgíu. View this post on Instagram A post shared by Valgeir Lunddal (@valgeirlunddal) Düsseldorf, sem afar naumlega missti af sæti í efstu deild Þýskalands síðasta vor, er á toppi þýsku 2. deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. Hertha er í 9. sæti með sjö stig.
Þýski boltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira