Fannst mark Gabriels vera ólöglegt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2024 14:01 Gabriel fagnar marki sínu gegn Tottenham. getty/Rob Newell Að mati sérfræðinga Sky Sports átti að dæma eina markið í Norður-Lundúnaslag Tottenham og Arsenal af. Gabriel, varnarmaður Arsenal, skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Bukayos Saka á 64. mínútu. Paul Merson og Les Ferdinand voru álitsgjafar hjá Sky Sports um leikinn. Að þeirra mati átti mark Gabriels ekki að fá að standa þar sem hann braut á Cristian Romero, varnarmanni Tottenham. „Ég hefði orðið vonsvikinn ef ég hefði ekki fengið aukaspyrnu. Hann er í rangri stöðu, allt við varnarleik hans er rangt. Þú þarft að sjá mann og bolta,“ sagði Merson sem lék með Arsenal á árunum 1985-97 og varð tvívegis Englandsmeistari með liðinu. Ferdinand, sem lék með Tottenham á sínum tíma, var sammála Merson, um að Romero hefði átt að gera betur og fá aukaspyrnu. „Ég held að ef framherji gerir þetta dæmi dómarinn á það. Þeir kíktu ekki einu sinni á þetta. Hann þarf að vera sterkari. Þetta er slakur varnarleikur en honum var hrint,“ sagði Ferdinand. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig, tveimur stigum á eftir Manchester City. Liðin mætast um næstu helgi. Tottenham er með fjögur stig í 13. sæti deildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Segist eiga meiri möguleika á að vinna dansþátt en Spurs að vinna titil Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur ekki mikla trú á að Tottenham vinni langþráðan titil á þessu tímabili. 16. september 2024 08:30 „Arsenal spilaði eins og meistaralið“ Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Arsenal hafi spilað eins og meistaralið í sigrinum á Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær. 16. september 2024 07:31 Arteta ánægður með þroskaða frammistöðu í fjarveru lykilmanna Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hrósaði sínum mönnum í hástert fyrir þroskaða frammistöðu í 0-1 sigri í nágrannaslagnum gegn Tottenham. 15. september 2024 21:31 Mest lesið Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Íslenski boltinn Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Fótbolti Haaland að verða pabbi Fótbolti Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Fótbolti Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fótbolti Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Fótbolti „Draumur frá því ég var lítill“ Fótbolti „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Íslenski boltinn Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa Fótbolti Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley Körfubolti Fleiri fréttir Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Forest fékk stig manni færri Markalaust á Villa Park Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Pickford bjargaði stigi Meistararnir lentu undir en unnu samt Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum „Okkur er sama hvað öðrum finnst um okkur“ Sjá meira
Gabriel, varnarmaður Arsenal, skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Bukayos Saka á 64. mínútu. Paul Merson og Les Ferdinand voru álitsgjafar hjá Sky Sports um leikinn. Að þeirra mati átti mark Gabriels ekki að fá að standa þar sem hann braut á Cristian Romero, varnarmanni Tottenham. „Ég hefði orðið vonsvikinn ef ég hefði ekki fengið aukaspyrnu. Hann er í rangri stöðu, allt við varnarleik hans er rangt. Þú þarft að sjá mann og bolta,“ sagði Merson sem lék með Arsenal á árunum 1985-97 og varð tvívegis Englandsmeistari með liðinu. Ferdinand, sem lék með Tottenham á sínum tíma, var sammála Merson, um að Romero hefði átt að gera betur og fá aukaspyrnu. „Ég held að ef framherji gerir þetta dæmi dómarinn á það. Þeir kíktu ekki einu sinni á þetta. Hann þarf að vera sterkari. Þetta er slakur varnarleikur en honum var hrint,“ sagði Ferdinand. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig, tveimur stigum á eftir Manchester City. Liðin mætast um næstu helgi. Tottenham er með fjögur stig í 13. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segist eiga meiri möguleika á að vinna dansþátt en Spurs að vinna titil Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur ekki mikla trú á að Tottenham vinni langþráðan titil á þessu tímabili. 16. september 2024 08:30 „Arsenal spilaði eins og meistaralið“ Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Arsenal hafi spilað eins og meistaralið í sigrinum á Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær. 16. september 2024 07:31 Arteta ánægður með þroskaða frammistöðu í fjarveru lykilmanna Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hrósaði sínum mönnum í hástert fyrir þroskaða frammistöðu í 0-1 sigri í nágrannaslagnum gegn Tottenham. 15. september 2024 21:31 Mest lesið Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Íslenski boltinn Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Fótbolti Haaland að verða pabbi Fótbolti Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Fótbolti Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fótbolti Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Fótbolti „Draumur frá því ég var lítill“ Fótbolti „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Íslenski boltinn Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa Fótbolti Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley Körfubolti Fleiri fréttir Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Forest fékk stig manni færri Markalaust á Villa Park Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Pickford bjargaði stigi Meistararnir lentu undir en unnu samt Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum „Okkur er sama hvað öðrum finnst um okkur“ Sjá meira
Segist eiga meiri möguleika á að vinna dansþátt en Spurs að vinna titil Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur ekki mikla trú á að Tottenham vinni langþráðan titil á þessu tímabili. 16. september 2024 08:30
„Arsenal spilaði eins og meistaralið“ Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Arsenal hafi spilað eins og meistaralið í sigrinum á Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær. 16. september 2024 07:31
Arteta ánægður með þroskaða frammistöðu í fjarveru lykilmanna Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hrósaði sínum mönnum í hástert fyrir þroskaða frammistöðu í 0-1 sigri í nágrannaslagnum gegn Tottenham. 15. september 2024 21:31