Shogun á spjöld sögunnar á Emmy verðlaunahátíðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2024 09:56 Hópurinn sem kom að gerð Shogun þáttanna var hæstánægður á Emmy verðlaunahátíðinni í nótt. Kevin Mazur/Getty Images Sjónvarpsþáttaseríur líkt og Shogun, The Bear og Baby Reindeer voru meðal þeirra sería sem hlutu flest verðlaun á Emmy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Hver sería um sig fékk fjögur verðlaun. Þannig skráði Shogun sig á spjöld sögunnar sem fyrsta serían til að vinna í flokki bestu dramaseríunnar þar sem ekki er töluð enska. Þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu frá árinu 1975 og gerast í Japan. Aðalleikarar seríunnar þau Hiroyuki Sanada og Anna Sawai hlutu einnig verðlaun fyrir leik sinn og eru fyrstu japönsku leikararnir til að vinna verðlaun í þeim flokki. Breska blaðið Guardian tók saman klippu af verðlaunahátíð gærkvöldsins. Þá var sjónvarpsþáttaserían Hacks valin besta grínserían öllum að óvörum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian og skákaði þar sjónvarpsþáttaröðum á borð við The Bear og Abbott Elementary. Þá hlaut sú sería einnig verðlaun fyrir besta handritið og Jean Smart verðlaun fyrir besta leik. The Bear vann til flestra verðlauna í flokki kómedía. Leikararnir Jeremy Allen White, Ebon-Moss-Bachrach og Liza Colón-Zayas hlutu öll verðlaun fyrir leik sinn í seríunni. Á meðan vann Jodie Foster til verðlauna fyrir leik sinn í True Detective: Night Country sem tekin var upp á Dalvík. Þá hlaut Baby Reindeer sería Netflix einnig fjögur verðlaun, meðal annars í flokki þátta með afmarkaða sögu. Höfundur þáttanna Richard Gadd hlaut verðlaun fyrir besta leik auk meðleikkonu hans Jessicu Gunning. Þættirnir eru byggðir á ævi Gadd þegar eltihrellir hóf að gera honum lífið leitt á hans yngri árum. Gadd hvatti sjónvarspsþáttaframleiðendur til þess að taka áhættur í ræðu sinni. Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér. Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Hollywood Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Þannig skráði Shogun sig á spjöld sögunnar sem fyrsta serían til að vinna í flokki bestu dramaseríunnar þar sem ekki er töluð enska. Þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu frá árinu 1975 og gerast í Japan. Aðalleikarar seríunnar þau Hiroyuki Sanada og Anna Sawai hlutu einnig verðlaun fyrir leik sinn og eru fyrstu japönsku leikararnir til að vinna verðlaun í þeim flokki. Breska blaðið Guardian tók saman klippu af verðlaunahátíð gærkvöldsins. Þá var sjónvarpsþáttaserían Hacks valin besta grínserían öllum að óvörum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian og skákaði þar sjónvarpsþáttaröðum á borð við The Bear og Abbott Elementary. Þá hlaut sú sería einnig verðlaun fyrir besta handritið og Jean Smart verðlaun fyrir besta leik. The Bear vann til flestra verðlauna í flokki kómedía. Leikararnir Jeremy Allen White, Ebon-Moss-Bachrach og Liza Colón-Zayas hlutu öll verðlaun fyrir leik sinn í seríunni. Á meðan vann Jodie Foster til verðlauna fyrir leik sinn í True Detective: Night Country sem tekin var upp á Dalvík. Þá hlaut Baby Reindeer sería Netflix einnig fjögur verðlaun, meðal annars í flokki þátta með afmarkaða sögu. Höfundur þáttanna Richard Gadd hlaut verðlaun fyrir besta leik auk meðleikkonu hans Jessicu Gunning. Þættirnir eru byggðir á ævi Gadd þegar eltihrellir hóf að gera honum lífið leitt á hans yngri árum. Gadd hvatti sjónvarspsþáttaframleiðendur til þess að taka áhættur í ræðu sinni. Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér.
Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Hollywood Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira