Hljóp á ljósmyndara en setti met Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 10:32 Beatrice Chebet á heimsmetið í 10.000 metra hlaupi og varð ólympíumeistari í 10.000 og 5.000 metra hlaupi í París í sumar. Getty/Michele Maraviglia Minnstu munaði að tillitslaus ljósmyndari ylli því að tvöfaldi ólympíumeistarinn Beatrice Chebet næði ekki að klára 5.000 metra hlaupið á Demantamótinu í Brussel á föstudagskvöld. Chebet vann gull í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í ágúst og var að sjálfsögðu sigurstrangleg í Brussel. Hún var líka komin með gott forskot þegar um 1.100 metrar voru eftir af hlaupinu en þá labbaði ljósmyndari inn á hlaupabrautina, til að mynda keppanda í hástökki karla. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan og þar sést hvernig ljósmyndarinn birtist óvænt fyrir framan Chebet en hún rétt náði að smeygja sér framhjá honum. Það varð þó smávægilegur árekstur og myndavél ljósmyndarans féll niður á brautina en hann var fljótur að ná í hana og koma sér frá. „Hann sá ekki að ég væri að koma. Ég finn aðeins til en ég hugsaði bara með mér að ég ætti að halda áfram að hlaupa,“ sagði Chebet. Það gerði hún svo sannarlega því hún hljóp í mark á 14:09,82 mínútum og setti nýtt mótsmet á Boudewijn-leikvanginum. Hún bætti metið um níu sekúndur. Hún var aðeins 30 sekúndubrotum frá besta tíma ársins, sem hún náði sjálf í Zürich fyrr í þessum mánuði. Óhappið í Brussel breytir því ekki að Chebet vann mótið og fullkomnaði frábært keppnistímabil: „Ég er bara þakklát fyrir mjög gott keppnistímabil. Þetta hefur verið frábært ár með tveimur gullverðlaunum í París og núna Demantamótameistaratitlinum. ÉG mun fagna þessu með fjölskyldunni,“ sagði Chebet. Hún var rúmum tólf sekúndum á undan Medina Eisa frá Eþíópíu sem fékk silfur í Brussel. Fotyen Tesfay frá Eþíópíu varð í 3. sæti á 14:28,53 mínútum. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira
Chebet vann gull í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í ágúst og var að sjálfsögðu sigurstrangleg í Brussel. Hún var líka komin með gott forskot þegar um 1.100 metrar voru eftir af hlaupinu en þá labbaði ljósmyndari inn á hlaupabrautina, til að mynda keppanda í hástökki karla. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan og þar sést hvernig ljósmyndarinn birtist óvænt fyrir framan Chebet en hún rétt náði að smeygja sér framhjá honum. Það varð þó smávægilegur árekstur og myndavél ljósmyndarans féll niður á brautina en hann var fljótur að ná í hana og koma sér frá. „Hann sá ekki að ég væri að koma. Ég finn aðeins til en ég hugsaði bara með mér að ég ætti að halda áfram að hlaupa,“ sagði Chebet. Það gerði hún svo sannarlega því hún hljóp í mark á 14:09,82 mínútum og setti nýtt mótsmet á Boudewijn-leikvanginum. Hún bætti metið um níu sekúndur. Hún var aðeins 30 sekúndubrotum frá besta tíma ársins, sem hún náði sjálf í Zürich fyrr í þessum mánuði. Óhappið í Brussel breytir því ekki að Chebet vann mótið og fullkomnaði frábært keppnistímabil: „Ég er bara þakklát fyrir mjög gott keppnistímabil. Þetta hefur verið frábært ár með tveimur gullverðlaunum í París og núna Demantamótameistaratitlinum. ÉG mun fagna þessu með fjölskyldunni,“ sagði Chebet. Hún var rúmum tólf sekúndum á undan Medina Eisa frá Eþíópíu sem fékk silfur í Brussel. Fotyen Tesfay frá Eþíópíu varð í 3. sæti á 14:28,53 mínútum.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira