Hljóp á ljósmyndara en setti met Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 10:32 Beatrice Chebet á heimsmetið í 10.000 metra hlaupi og varð ólympíumeistari í 10.000 og 5.000 metra hlaupi í París í sumar. Getty/Michele Maraviglia Minnstu munaði að tillitslaus ljósmyndari ylli því að tvöfaldi ólympíumeistarinn Beatrice Chebet næði ekki að klára 5.000 metra hlaupið á Demantamótinu í Brussel á föstudagskvöld. Chebet vann gull í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í ágúst og var að sjálfsögðu sigurstrangleg í Brussel. Hún var líka komin með gott forskot þegar um 1.100 metrar voru eftir af hlaupinu en þá labbaði ljósmyndari inn á hlaupabrautina, til að mynda keppanda í hástökki karla. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan og þar sést hvernig ljósmyndarinn birtist óvænt fyrir framan Chebet en hún rétt náði að smeygja sér framhjá honum. Það varð þó smávægilegur árekstur og myndavél ljósmyndarans féll niður á brautina en hann var fljótur að ná í hana og koma sér frá. „Hann sá ekki að ég væri að koma. Ég finn aðeins til en ég hugsaði bara með mér að ég ætti að halda áfram að hlaupa,“ sagði Chebet. Það gerði hún svo sannarlega því hún hljóp í mark á 14:09,82 mínútum og setti nýtt mótsmet á Boudewijn-leikvanginum. Hún bætti metið um níu sekúndur. Hún var aðeins 30 sekúndubrotum frá besta tíma ársins, sem hún náði sjálf í Zürich fyrr í þessum mánuði. Óhappið í Brussel breytir því ekki að Chebet vann mótið og fullkomnaði frábært keppnistímabil: „Ég er bara þakklát fyrir mjög gott keppnistímabil. Þetta hefur verið frábært ár með tveimur gullverðlaunum í París og núna Demantamótameistaratitlinum. ÉG mun fagna þessu með fjölskyldunni,“ sagði Chebet. Hún var rúmum tólf sekúndum á undan Medina Eisa frá Eþíópíu sem fékk silfur í Brussel. Fotyen Tesfay frá Eþíópíu varð í 3. sæti á 14:28,53 mínútum. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Chebet vann gull í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í ágúst og var að sjálfsögðu sigurstrangleg í Brussel. Hún var líka komin með gott forskot þegar um 1.100 metrar voru eftir af hlaupinu en þá labbaði ljósmyndari inn á hlaupabrautina, til að mynda keppanda í hástökki karla. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan og þar sést hvernig ljósmyndarinn birtist óvænt fyrir framan Chebet en hún rétt náði að smeygja sér framhjá honum. Það varð þó smávægilegur árekstur og myndavél ljósmyndarans féll niður á brautina en hann var fljótur að ná í hana og koma sér frá. „Hann sá ekki að ég væri að koma. Ég finn aðeins til en ég hugsaði bara með mér að ég ætti að halda áfram að hlaupa,“ sagði Chebet. Það gerði hún svo sannarlega því hún hljóp í mark á 14:09,82 mínútum og setti nýtt mótsmet á Boudewijn-leikvanginum. Hún bætti metið um níu sekúndur. Hún var aðeins 30 sekúndubrotum frá besta tíma ársins, sem hún náði sjálf í Zürich fyrr í þessum mánuði. Óhappið í Brussel breytir því ekki að Chebet vann mótið og fullkomnaði frábært keppnistímabil: „Ég er bara þakklát fyrir mjög gott keppnistímabil. Þetta hefur verið frábært ár með tveimur gullverðlaunum í París og núna Demantamótameistaratitlinum. ÉG mun fagna þessu með fjölskyldunni,“ sagði Chebet. Hún var rúmum tólf sekúndum á undan Medina Eisa frá Eþíópíu sem fékk silfur í Brussel. Fotyen Tesfay frá Eþíópíu varð í 3. sæti á 14:28,53 mínútum.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira