Berbrjósta kylfusveinar fagna sigri á kvennagolfmóti Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2024 21:48 Kylfusveinarnir, sem eru af karlkyni, rifu sig úr að ofan til að fagna sigrinum. Kylfingarnir, sem eru allir af kvenkyni, létu það hins vegar vera. Scott Taetsch/Getty Images Lið Bandaríkjanna vann lið Evrópu á Solheim bikarmótinu í golfi. Evrópa hafði unnið síðustu fjórar keppnir en komst ekki nálægt titlinum í ár. Bandaríkin unnu fyrstu tvo keppnisdagana og voru langt á undan þegar lagt var af stað í dag. Evrópa náði hins vegar ágætis áhlaupi, vann daginn með sex og hálfu stigaði, minnkaði því muninn töluvert, en vantaði þrjú stig upp á þegar allt kom til alls. Mestu skipti þar stigasöfnun Englendingsins Charley Hull, sem vann stórsigur í aðalviðureigninni gegn Nelly Korda, en eins og áður segir dugði það ekki til. Það vakti töluverða athygli í gær þegar einn kylfusveinn missti sig í fagnaðarlátum og reif sig úr að ofan. Kollegar hans ákváðu að halda því áfram í dag.Gregory Shamus/Getty Images Mótið er haldið annað hvert ár og verður næst á Bernardus golfvellinum í Hollandi. Sambærilegt mót er haldið í karlaflokki og kallast Ryder Cup, en það fer fram á næsta ári í New York. Auk þess er haldið Solheim bikarmót fyrir ungmenni, þar átti Ísland einn þátttakanda. Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, sem átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir lið Evrópu. Golf Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríkin unnu fyrstu tvo keppnisdagana og voru langt á undan þegar lagt var af stað í dag. Evrópa náði hins vegar ágætis áhlaupi, vann daginn með sex og hálfu stigaði, minnkaði því muninn töluvert, en vantaði þrjú stig upp á þegar allt kom til alls. Mestu skipti þar stigasöfnun Englendingsins Charley Hull, sem vann stórsigur í aðalviðureigninni gegn Nelly Korda, en eins og áður segir dugði það ekki til. Það vakti töluverða athygli í gær þegar einn kylfusveinn missti sig í fagnaðarlátum og reif sig úr að ofan. Kollegar hans ákváðu að halda því áfram í dag.Gregory Shamus/Getty Images Mótið er haldið annað hvert ár og verður næst á Bernardus golfvellinum í Hollandi. Sambærilegt mót er haldið í karlaflokki og kallast Ryder Cup, en það fer fram á næsta ári í New York. Auk þess er haldið Solheim bikarmót fyrir ungmenni, þar átti Ísland einn þátttakanda. Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, sem átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir lið Evrópu.
Golf Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira