„Við erum hundfúl yfir þessu“ Árni Sæberg skrifar 13. september 2024 17:01 Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Ívar Bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar var í síðustu viku falið að krefja Vegagerðina svara um stöðu framkvæmda á Dynjandiheiði, en aðeins sjö kílómetra vantar upp á að bundið slitlag verði á heiðinni allri. Svarið sem barst var einfalt; fjármagn skortir og ekkert verður aðhafst í bili. Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar síðasta föstudag var staða framkvæmda á Dynjandisheiði á dagskrá. Í fundargerð segir að nú sé verið að ljúka við annan áfanga á Dynjandisheiði. Þá verði komið slitlag á um 24 af 31 kílómetrum og því eigi eftir að leggja slitlag á um sjö kílómetra kafla. Eftir þá framkvæmd verði loksins komið bundið slitlag milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða. Gera megi ráð fyrir að kostnaður við þennan kafla sé um 1,5 milljarðar. Verkið ætti að klárast á árinu Samgönguáætlun 2020-2034 hafi gert ráð fyrir að ljúka við heiðina á fyrsta tímabili hennar, sem líður á árinu. Framkvæmdaleyfi hafi legið fyrir síðan á fyrsta fundi bæjarstjórnar í janúar á þessu ári og Ísafjarðarbær óski eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu mála á þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Stutt og laggott Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var falið að krefja Vegagerðina svara. Í samtali við Vísi segir hún að svar hafi borist hratt og verið stutt og laggott. „Eins og er hefur ekki verið tekin ákvörðun um tímasetningu útboðs á 3.áfanga Dynjandisheiði. Fjárlög komu í dag og umræða um þau tekur við. Á sama tíma fer vinna í gang hér við að setja upp framkvæmdatöflu næsta árs miðað við þær forsendur sem verða aðgengilegar,“ hafði Vegagerðin að segja um stöðuna. Arna Lára segir að Ísfirðingar muni halda áfram að ýta á eftir málinu enda sé grátlegt að klára ekki þessa örfáu kílómetra sem eru eftir. Þá séu öll tæki og tól til vegagerðarinnar þegar á svæðinu. „Við erum hundfúl yfir þessu“ Engin útboð í heilt ár Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að ekkert stórt verk hafi verið boðið út af Vegagerðinni í heilt ár. „Vegagerðin boðaði framkvæmdir upp á 32 milljarða í ár. En hins vegar hafa engin stór verkefni á þeirra vegum verið boðin út síðan haustið 2023,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Verktakar sem sátu útboðsþing í byrjun ársins væntu mikils þegar þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, þuldi upp stórverkin sem átti að fara í á þessu ári. Hann nefndi breikkun Kjalarnesvegar að Hvalfjarðargöngum, áframhaldandi endurbyggingu Vestfjarðavegar, bæði að halda áfram á Dynjandisheiði og hefja brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og loks nefndi ráðherrann Norðausturveg um Brekknaheiði. Ekkert þessara verka er farið í útboð. Uppsagnir í verktakageiranum Sigurður sagði að þetta aðgerðaleysi Vegagerðarinnar væri þegar farið að bitna á jarðvinnu- og malbiksverktökum. Þar séu uppsagnir hafnar. Í upphafi mánaðar var greint frá því að tæplega þrjátíu starfsmönnum verktakafyrirtækis hefðu misst vinnuna. Framkvæmdastjóri sagði verkefnastöðu ekki nógu góða auk þess sem eigendurnir ætli hvort í sína áttina. Verktakafyrirtækið var einmitt Vestfirskir verktakar á Ísafirði. Vegagerð Ísafjarðarbær Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vesturbyggð Samgöngur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar síðasta föstudag var staða framkvæmda á Dynjandisheiði á dagskrá. Í fundargerð segir að nú sé verið að ljúka við annan áfanga á Dynjandisheiði. Þá verði komið slitlag á um 24 af 31 kílómetrum og því eigi eftir að leggja slitlag á um sjö kílómetra kafla. Eftir þá framkvæmd verði loksins komið bundið slitlag milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða. Gera megi ráð fyrir að kostnaður við þennan kafla sé um 1,5 milljarðar. Verkið ætti að klárast á árinu Samgönguáætlun 2020-2034 hafi gert ráð fyrir að ljúka við heiðina á fyrsta tímabili hennar, sem líður á árinu. Framkvæmdaleyfi hafi legið fyrir síðan á fyrsta fundi bæjarstjórnar í janúar á þessu ári og Ísafjarðarbær óski eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu mála á þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Stutt og laggott Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var falið að krefja Vegagerðina svara. Í samtali við Vísi segir hún að svar hafi borist hratt og verið stutt og laggott. „Eins og er hefur ekki verið tekin ákvörðun um tímasetningu útboðs á 3.áfanga Dynjandisheiði. Fjárlög komu í dag og umræða um þau tekur við. Á sama tíma fer vinna í gang hér við að setja upp framkvæmdatöflu næsta árs miðað við þær forsendur sem verða aðgengilegar,“ hafði Vegagerðin að segja um stöðuna. Arna Lára segir að Ísfirðingar muni halda áfram að ýta á eftir málinu enda sé grátlegt að klára ekki þessa örfáu kílómetra sem eru eftir. Þá séu öll tæki og tól til vegagerðarinnar þegar á svæðinu. „Við erum hundfúl yfir þessu“ Engin útboð í heilt ár Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að ekkert stórt verk hafi verið boðið út af Vegagerðinni í heilt ár. „Vegagerðin boðaði framkvæmdir upp á 32 milljarða í ár. En hins vegar hafa engin stór verkefni á þeirra vegum verið boðin út síðan haustið 2023,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Verktakar sem sátu útboðsþing í byrjun ársins væntu mikils þegar þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, þuldi upp stórverkin sem átti að fara í á þessu ári. Hann nefndi breikkun Kjalarnesvegar að Hvalfjarðargöngum, áframhaldandi endurbyggingu Vestfjarðavegar, bæði að halda áfram á Dynjandisheiði og hefja brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og loks nefndi ráðherrann Norðausturveg um Brekknaheiði. Ekkert þessara verka er farið í útboð. Uppsagnir í verktakageiranum Sigurður sagði að þetta aðgerðaleysi Vegagerðarinnar væri þegar farið að bitna á jarðvinnu- og malbiksverktökum. Þar séu uppsagnir hafnar. Í upphafi mánaðar var greint frá því að tæplega þrjátíu starfsmönnum verktakafyrirtækis hefðu misst vinnuna. Framkvæmdastjóri sagði verkefnastöðu ekki nógu góða auk þess sem eigendurnir ætli hvort í sína áttina. Verktakafyrirtækið var einmitt Vestfirskir verktakar á Ísafirði.
Vegagerð Ísafjarðarbær Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vesturbyggð Samgöngur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira