Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 12:23 Myndirnar sýna Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ræða við vísindamenn þar sem þeir eru umkringdir skilvindum sem notaðar eru til að auðga úran fyrir kjarnorkuvopn. AP/KCNA Ráðamenn í Norður-Kóreu opinberuðu í fyrsta sinn frá 2010 myndir af skilvindum þar sem úran er auðgað fyrir kjarnorkuvopn einræðisherrans Kim Jong Un. Myndirnar voru teknar þegar Kim heimsótti rannsóknarstöðina þar sem úran er auðgað. Myndirnar voru birtar af ríkisreknu dagblaði og sýna Kim ræða við vísindamenn og herforingja í rannsóknarstöðinni en ekki liggur fyrir hvar þessi rannsóknarstöð er né hvenær myndirnar voru teknar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er vitað til þess að tvær slíkar rannsóknarstöðvar hafi verið reistar í Norður-Kóreu, þó talið sé að þær séu fleiri. Sérfræðingur segir í samtali við fréttaveituna að áætla megi að skilvindurnar í þessari tilteknu rannsóknarstöð séu um þúsund talsins, miðað við myndirnar. Séu þúsund skilvindur keyrðar í eitt ár, dugar það til að auðga um tuttugu til 25 kíló af úrani. Með því er hægt að framleiða eina kjarnorkusprengju. Áætlað er að Norður-Kóreumenn keyri um tíu þúsund skilvindur og geti auðgað úran í allt að átján sprengjur á ári. Áhugasamir geta kynnt sér nánar hvað auðgun úrans er, hér á Vísindavefnum. Ekki er vitað hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á en í nýlegu mati frá Bandaríkjunum segir að þau gætu verið um fimmtíu talsins. Kim Jong Un að fylgjast með tilraunum með nýjar eldflaugar.AP/KCNA Vill fleiri kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Í heimsókn sinni til áðurnefndrar rannsóknarstöðvar er Kim sagður hafa kallað eftir aukinni framleiðslu á auðguðu úrani fyrir kjarnorkuvopn sín, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann sérstaklega til svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna. Þörf væri á fleiri kjarnorkuvopnum ríkisins fyrir varnir Norður-Kóreu og til að gera fyrirbyggjandi árásir. Taktísk kjarnorkuvopn voru þróuð í Sovétríkjunum á árum áður. Hefðbundin kjarnorkuvopn eru hönnuð til að granda borgum og iðnaðarsvæðum en taktísk vopn eru smærri og hönnuð til notkunar á víglínum, til að brjóta leiðir í gegnum varnir andstæðinga. Sérfræðingar segja margar vísbendingar hafa litið dagsins ljós að undanförnu um að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi aukið framleiðslugetu ríkisins á auðguðu úrani til muna. Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09 Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51 Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Myndirnar voru birtar af ríkisreknu dagblaði og sýna Kim ræða við vísindamenn og herforingja í rannsóknarstöðinni en ekki liggur fyrir hvar þessi rannsóknarstöð er né hvenær myndirnar voru teknar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er vitað til þess að tvær slíkar rannsóknarstöðvar hafi verið reistar í Norður-Kóreu, þó talið sé að þær séu fleiri. Sérfræðingur segir í samtali við fréttaveituna að áætla megi að skilvindurnar í þessari tilteknu rannsóknarstöð séu um þúsund talsins, miðað við myndirnar. Séu þúsund skilvindur keyrðar í eitt ár, dugar það til að auðga um tuttugu til 25 kíló af úrani. Með því er hægt að framleiða eina kjarnorkusprengju. Áætlað er að Norður-Kóreumenn keyri um tíu þúsund skilvindur og geti auðgað úran í allt að átján sprengjur á ári. Áhugasamir geta kynnt sér nánar hvað auðgun úrans er, hér á Vísindavefnum. Ekki er vitað hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á en í nýlegu mati frá Bandaríkjunum segir að þau gætu verið um fimmtíu talsins. Kim Jong Un að fylgjast með tilraunum með nýjar eldflaugar.AP/KCNA Vill fleiri kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Í heimsókn sinni til áðurnefndrar rannsóknarstöðvar er Kim sagður hafa kallað eftir aukinni framleiðslu á auðguðu úrani fyrir kjarnorkuvopn sín, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann sérstaklega til svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna. Þörf væri á fleiri kjarnorkuvopnum ríkisins fyrir varnir Norður-Kóreu og til að gera fyrirbyggjandi árásir. Taktísk kjarnorkuvopn voru þróuð í Sovétríkjunum á árum áður. Hefðbundin kjarnorkuvopn eru hönnuð til að granda borgum og iðnaðarsvæðum en taktísk vopn eru smærri og hönnuð til notkunar á víglínum, til að brjóta leiðir í gegnum varnir andstæðinga. Sérfræðingar segja margar vísbendingar hafa litið dagsins ljós að undanförnu um að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi aukið framleiðslugetu ríkisins á auðguðu úrani til muna.
Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09 Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51 Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09
Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51
Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51
Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48