Tíska og hönnun

Mætti á nær­fötunum einum klæða

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Stjörnurnar kepptust við að vekja sem mesta athygli á VMA í gærkvöldi.
Stjörnurnar kepptust við að vekja sem mesta athygli á VMA í gærkvöldi. Vísir/Getty

Geimfarar og fáklæddar stórstjörnur voru meðal þeirra sem létu sjá sig á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA sem fram fór í nótt.

Þar kenndi ýmissa grasa en stjörnurnar kepptust við að mæta í sínu fínasta pússi. Ef marka má erlenda miðla vakti klæðaburður sumra stjarna mikla athygli, þá sérstaklega þeirra sem mættu einkar fáklæddar og sumra sem mættu í líki geimfara.

Það gerði einmitt rapparinn Lil Nas svo athygli vakti. Á rauða dregilinn var hann mættur í geimbúningi á meðan flestir létu sér jakkaföt eða fínir kjólar nægja. Hér fyrir neðan ber að líta glæsilegustu stjörnur gærkvöldsins.

Addison Rae mætti á nærfötunum einum klæða á hátíðina, í hönnun Claire Sullivan sem minnti helst á hvítan svan.Noam Galai/Getty

Lil Nas minnti helst á geimfara eða meðlim Daft Punk, nú eða Power Ranger.Jamie McCarthy/Getty

Megan Thee Stallion var kynnir kvöldsins og sagðist hafa viljað gefa af sér „hot girl summer“ væb með dökkri áru.Dimitrios Kambouris/Getty

Tyla mætti í gulum strigakjól úr smiðju tískuhússins Area og var í bláu bikiníi undir.Dimitrios Kambouris/Getty

Camila Cabello mætti í gotneskum svörtum kjól sem hannaður er af Tony Ward Couture.Jamie McCarthy/Getty

Shawn Mendes mætti í öllu svörtu í boði Dolce and Gabbana.Jamie McCarthy/Getty

Katy Perry glæsileg í hönnun tískuhússins Who Decides War með eiginmanninum Orlando Bloom sem var öllu slakari í öllu svörtu.Dimitrios Kambouris/Getty

Espressó daman Sabrina Carpenter mætti í vintage Bob Mackie kjól, þeim him sama og Madonna mætti í á Óskarsverðlaunin árið 1991.Noam Galai/Getty

Halle Bailey í athyglisverðum rauðum kjól úr smiðju tískuhússins Sophie Couture.Jamie McCarthy/Getty

Damiano David glæsilegur í jakkafötum í stíl áttunda áratugarins frá Etro.Dimitrios Kambouris/Getty

Taylor Swift vann flest verðlaun í gærkvöldi og var mætt í hönnun frá Dior sem minnti helst á kjól Cher úr kvikmyndinni Clueless.Dimitrios Kambouris/Getty Images

Chappell Roan minnti helst á prinsessu frá miðöldum í kjóli frá Y/Project með grænni skikkju.Noam Galai/Getty

Lalisa Manobal var hettuklædd í glæsilegum sérsaumuðum kjól úr smiðju Mugler. Um hálsinn er hún með Bulgari Serpenti hálsmen.Kevin Mazur/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.