Vilja halda áfram sameiningarviðræðum á Suðurnesjum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 10:34 Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Vísir/Einar Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti í gær að vísa tillögu um að hefja formlegar viðræður við nágrannasveitarfélögin Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ um sameiningu, annaðhvort eða bæði, til síðari umræðu. Í bókun bæjarstjórnar er lögð áhersla á að ná fram ásættanlegri niðurstöðu í viðræðum við ríkið um þau áherslumál sem verkefnahópurinn sammæltist um að gætu ráðið úrslitum um hvort af farsælli sameiningu sveitarfélaganna yrði. Niðurstaða verkefnahópsins var að forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna væri sú að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt þannig að framlög til sameinaðs sveitarfélags verði að lágmarki ekki lægri en samanlögð framlög til sveitarfélaganna í dag og að sameinað sveitarfélag fái yfirráð yfir landi í eigu ríkisins innan marka þess til jákvæðrar uppbyggingar húsnæðis og atvinnulífs. Þá taldi verkefnahópurinn nauðsynlegt að mótuð verði skýr stefna um bættar almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, sem taki mið af núverandi þörfum íbúa og atvinnulífs á svæðinu sem og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar. Sama tillaga samþykkt í Reykjanesbæ Í tilkynningu frá bænum um málið er bent á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi samþykkt tillögu sama efnis á fundi sínum þann 3. september. Verkefnahópnum tók til starfa í febrúar á þessu ári og var ætlað að leiða óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og vinna mat á því hvort fýsilegt væri að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna sem myndi svo ljúka með íbúakosningu. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa.Vísir/Hjalti Hópurinn tók í vinnu sinni saman greinargerð með ýmsum upplýsingum um stöðu sveitarfélaganna, skipulag þeirra og þjónustu. Við mat á því hvort fýsilegt sé að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna skoðaði hópurinn ýmsa þætti varðandi rekstur þeirra, fjárhag, íbúasamsetningu og fleira til að varpa ljósi á það hvort líklegt megi telja að sameining yrði íbúum til hagsbóta. Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23. september 2023 21:07 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í bókun bæjarstjórnar er lögð áhersla á að ná fram ásættanlegri niðurstöðu í viðræðum við ríkið um þau áherslumál sem verkefnahópurinn sammæltist um að gætu ráðið úrslitum um hvort af farsælli sameiningu sveitarfélaganna yrði. Niðurstaða verkefnahópsins var að forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna væri sú að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt þannig að framlög til sameinaðs sveitarfélags verði að lágmarki ekki lægri en samanlögð framlög til sveitarfélaganna í dag og að sameinað sveitarfélag fái yfirráð yfir landi í eigu ríkisins innan marka þess til jákvæðrar uppbyggingar húsnæðis og atvinnulífs. Þá taldi verkefnahópurinn nauðsynlegt að mótuð verði skýr stefna um bættar almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, sem taki mið af núverandi þörfum íbúa og atvinnulífs á svæðinu sem og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar. Sama tillaga samþykkt í Reykjanesbæ Í tilkynningu frá bænum um málið er bent á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi samþykkt tillögu sama efnis á fundi sínum þann 3. september. Verkefnahópnum tók til starfa í febrúar á þessu ári og var ætlað að leiða óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og vinna mat á því hvort fýsilegt væri að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna sem myndi svo ljúka með íbúakosningu. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa.Vísir/Hjalti Hópurinn tók í vinnu sinni saman greinargerð með ýmsum upplýsingum um stöðu sveitarfélaganna, skipulag þeirra og þjónustu. Við mat á því hvort fýsilegt sé að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna skoðaði hópurinn ýmsa þætti varðandi rekstur þeirra, fjárhag, íbúasamsetningu og fleira til að varpa ljósi á það hvort líklegt megi telja að sameining yrði íbúum til hagsbóta.
Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23. september 2023 21:07 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23. september 2023 21:07