„Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 10:03 Jude Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid en margir af liðsfélögum hans höfðu unnið hana margoft á síðustu árum. Getty/Alex Livesey Meistaradeild Evrópu í fótbolta hefst í næstu viku en keppnin fer að þessu sinni fram með nýju og gjörólíku fyrirkomulagi. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans hituðu upp fyrir Meistaradeildartímabilið í sérstökum upphitunarþætti sem má nú sjá inn á Vísi. Kjartan Atli fékk þá Albert Brynjar Ingason og Kjartan Henry Finnbogason til sín til að ræða breytingarnar og væntingar þeirra til Meistaradeildarinnar 2024-25. Öll liðin í Meistaradeildinni eru nú saman í einni deild og spila öll átta leiki í deildarkeppninni. Átta efstu liðin komast áfram í sextán liða úrslit en liðin í 9. til 24. sæti eru síðan dregin saman og sigurvegarinn úr þeim leikjum kemst í sextán liða úrslitin. Markmiðið er þessu er að halda spennunni lengur í fyrsta hlutanum og að fá fleiri stóra leiki. Sérfræðingunum líst vel á þetta. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi. Þetta býður upp á stærri leiki og við erum strax að fara sjá það í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hugnast þessi svissneska leið líka Kjartani Henry? „Já, já. Ég er alveg opinn fyrir breytingum. Mér fannst þessi riðlakeppni vera orðin svolítið þreytt. Við vorum hér á fullu að horfa á alla leikina í fyrra og þetta var svolítið lengi í gang,“ sagði Kjartan Henry. „Liðin voru búin að klára riðilinn og tryggja sig áfram áður en leikirnir voru búnir. Nú er að prófa eitthvað nýtt og hrista aðeins upp í þessu,“ sagði Kjartan Henry. „Stóru fréttirnar fyrir þessa nýja tímabil er þetta nýja fyrirkomulag,“ sagði Kjartan Atli og kallaði í sjálfan Zlatan Ibrahimovic til að útskýra þetta betur. Það má sjá þá útskýringu frá Zlatan sem og allan upphitunarþáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir Meistaradeild Evrópu 2024-25 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Kjartan Atli fékk þá Albert Brynjar Ingason og Kjartan Henry Finnbogason til sín til að ræða breytingarnar og væntingar þeirra til Meistaradeildarinnar 2024-25. Öll liðin í Meistaradeildinni eru nú saman í einni deild og spila öll átta leiki í deildarkeppninni. Átta efstu liðin komast áfram í sextán liða úrslit en liðin í 9. til 24. sæti eru síðan dregin saman og sigurvegarinn úr þeim leikjum kemst í sextán liða úrslitin. Markmiðið er þessu er að halda spennunni lengur í fyrsta hlutanum og að fá fleiri stóra leiki. Sérfræðingunum líst vel á þetta. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi. Þetta býður upp á stærri leiki og við erum strax að fara sjá það í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hugnast þessi svissneska leið líka Kjartani Henry? „Já, já. Ég er alveg opinn fyrir breytingum. Mér fannst þessi riðlakeppni vera orðin svolítið þreytt. Við vorum hér á fullu að horfa á alla leikina í fyrra og þetta var svolítið lengi í gang,“ sagði Kjartan Henry. „Liðin voru búin að klára riðilinn og tryggja sig áfram áður en leikirnir voru búnir. Nú er að prófa eitthvað nýtt og hrista aðeins upp í þessu,“ sagði Kjartan Henry. „Stóru fréttirnar fyrir þessa nýja tímabil er þetta nýja fyrirkomulag,“ sagði Kjartan Atli og kallaði í sjálfan Zlatan Ibrahimovic til að útskýra þetta betur. Það má sjá þá útskýringu frá Zlatan sem og allan upphitunarþáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir Meistaradeild Evrópu 2024-25
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti