„Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 10:03 Jude Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid en margir af liðsfélögum hans höfðu unnið hana margoft á síðustu árum. Getty/Alex Livesey Meistaradeild Evrópu í fótbolta hefst í næstu viku en keppnin fer að þessu sinni fram með nýju og gjörólíku fyrirkomulagi. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans hituðu upp fyrir Meistaradeildartímabilið í sérstökum upphitunarþætti sem má nú sjá inn á Vísi. Kjartan Atli fékk þá Albert Brynjar Ingason og Kjartan Henry Finnbogason til sín til að ræða breytingarnar og væntingar þeirra til Meistaradeildarinnar 2024-25. Öll liðin í Meistaradeildinni eru nú saman í einni deild og spila öll átta leiki í deildarkeppninni. Átta efstu liðin komast áfram í sextán liða úrslit en liðin í 9. til 24. sæti eru síðan dregin saman og sigurvegarinn úr þeim leikjum kemst í sextán liða úrslitin. Markmiðið er þessu er að halda spennunni lengur í fyrsta hlutanum og að fá fleiri stóra leiki. Sérfræðingunum líst vel á þetta. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi. Þetta býður upp á stærri leiki og við erum strax að fara sjá það í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hugnast þessi svissneska leið líka Kjartani Henry? „Já, já. Ég er alveg opinn fyrir breytingum. Mér fannst þessi riðlakeppni vera orðin svolítið þreytt. Við vorum hér á fullu að horfa á alla leikina í fyrra og þetta var svolítið lengi í gang,“ sagði Kjartan Henry. „Liðin voru búin að klára riðilinn og tryggja sig áfram áður en leikirnir voru búnir. Nú er að prófa eitthvað nýtt og hrista aðeins upp í þessu,“ sagði Kjartan Henry. „Stóru fréttirnar fyrir þessa nýja tímabil er þetta nýja fyrirkomulag,“ sagði Kjartan Atli og kallaði í sjálfan Zlatan Ibrahimovic til að útskýra þetta betur. Það má sjá þá útskýringu frá Zlatan sem og allan upphitunarþáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir Meistaradeild Evrópu 2024-25 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Kjartan Atli fékk þá Albert Brynjar Ingason og Kjartan Henry Finnbogason til sín til að ræða breytingarnar og væntingar þeirra til Meistaradeildarinnar 2024-25. Öll liðin í Meistaradeildinni eru nú saman í einni deild og spila öll átta leiki í deildarkeppninni. Átta efstu liðin komast áfram í sextán liða úrslit en liðin í 9. til 24. sæti eru síðan dregin saman og sigurvegarinn úr þeim leikjum kemst í sextán liða úrslitin. Markmiðið er þessu er að halda spennunni lengur í fyrsta hlutanum og að fá fleiri stóra leiki. Sérfræðingunum líst vel á þetta. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi. Þetta býður upp á stærri leiki og við erum strax að fara sjá það í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hugnast þessi svissneska leið líka Kjartani Henry? „Já, já. Ég er alveg opinn fyrir breytingum. Mér fannst þessi riðlakeppni vera orðin svolítið þreytt. Við vorum hér á fullu að horfa á alla leikina í fyrra og þetta var svolítið lengi í gang,“ sagði Kjartan Henry. „Liðin voru búin að klára riðilinn og tryggja sig áfram áður en leikirnir voru búnir. Nú er að prófa eitthvað nýtt og hrista aðeins upp í þessu,“ sagði Kjartan Henry. „Stóru fréttirnar fyrir þessa nýja tímabil er þetta nýja fyrirkomulag,“ sagði Kjartan Atli og kallaði í sjálfan Zlatan Ibrahimovic til að útskýra þetta betur. Það má sjá þá útskýringu frá Zlatan sem og allan upphitunarþáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir Meistaradeild Evrópu 2024-25
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira