Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2024 12:40 Fuglsheitið svanur er samheiti við álft en er aftur á móti mannsnafn samkvæmt hefð og kemur meðal annars fyrir í Njálu. Vísir/Vilhelm Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurðum nefndarinnar. Um nafnið Álft segir að nafnið standist flest skilyrði mannanafnalaga en að það reyni á það skilyrði hvort nafnið geti orðið nafnbera til ama. Fram kemur í úrskurði að samnöfn skepna í íslensku séu nafnhæf af hefð, til að mynda svanur, örn, björn og haukur. Önnur sé velflest til ama og niðrandi, til að mynda gammur, tittlingur, álka og mús og megi í þessum efnum ekki rugla gælunöfnum við fuglsheiti svo sem Lóa fyrir Ólöf. Fífl, trunta eða skrípi Í úrskurðinum segir að fuglsheitið svanur er samheiti við álft en sé aftur á móti mannsnafn samkvæmt hefð og kemur meðal annars fyrir í Brennu-Njálssögu. Eiginnafnið Svana sé á mannanafnaskrá og megi túlka sem kvenkyns nafnmynd af Svanur. „Álft er merarnafn og kerlingarálft er skammaryrði og er þá -álft í merkingunni fífl, trunta eða skrípi og er þannig notað jöfnum höndum við -álka sem einnig er fuglsheiti sem notað er í niðrandi merkingu. Orðið hefur því neikvæða og óvirðulega merkingu.“ Hlutast ekki til um gælunöfn Mannanafnanefnd segir að nafnið Álft geti að mati nefndarinnar valdið nafnbera ama. „Hafa ber í huga að samþykki mannanafnanefnd eiginnafn, færist það á mannanafnaskrá. Það kann að leiða til þess að börn geta hlotið það, en mikilvægir hagsmunir barna eru að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi sbr. greinargerð með frumvarpi til laga um mannanöfn. Bent skal á að fullveðja einstaklingur sem hefur í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, getur í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar. Mannanöfn Fuglar Tengdar fréttir Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01 Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50 Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39 Nafnið Hroði of hroðalegt Mannanafnanefnd birti í dag þrjá úrskurði sína þar sem tvö nöfn voru samþykkt og einni beiðni hafnað. 16. maí 2024 14:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurðum nefndarinnar. Um nafnið Álft segir að nafnið standist flest skilyrði mannanafnalaga en að það reyni á það skilyrði hvort nafnið geti orðið nafnbera til ama. Fram kemur í úrskurði að samnöfn skepna í íslensku séu nafnhæf af hefð, til að mynda svanur, örn, björn og haukur. Önnur sé velflest til ama og niðrandi, til að mynda gammur, tittlingur, álka og mús og megi í þessum efnum ekki rugla gælunöfnum við fuglsheiti svo sem Lóa fyrir Ólöf. Fífl, trunta eða skrípi Í úrskurðinum segir að fuglsheitið svanur er samheiti við álft en sé aftur á móti mannsnafn samkvæmt hefð og kemur meðal annars fyrir í Brennu-Njálssögu. Eiginnafnið Svana sé á mannanafnaskrá og megi túlka sem kvenkyns nafnmynd af Svanur. „Álft er merarnafn og kerlingarálft er skammaryrði og er þá -álft í merkingunni fífl, trunta eða skrípi og er þannig notað jöfnum höndum við -álka sem einnig er fuglsheiti sem notað er í niðrandi merkingu. Orðið hefur því neikvæða og óvirðulega merkingu.“ Hlutast ekki til um gælunöfn Mannanafnanefnd segir að nafnið Álft geti að mati nefndarinnar valdið nafnbera ama. „Hafa ber í huga að samþykki mannanafnanefnd eiginnafn, færist það á mannanafnaskrá. Það kann að leiða til þess að börn geta hlotið það, en mikilvægir hagsmunir barna eru að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi sbr. greinargerð með frumvarpi til laga um mannanöfn. Bent skal á að fullveðja einstaklingur sem hefur í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, getur í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar.
Mannanöfn Fuglar Tengdar fréttir Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01 Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50 Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39 Nafnið Hroði of hroðalegt Mannanafnanefnd birti í dag þrjá úrskurði sína þar sem tvö nöfn voru samþykkt og einni beiðni hafnað. 16. maí 2024 14:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01
Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50
Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39
Nafnið Hroði of hroðalegt Mannanafnanefnd birti í dag þrjá úrskurði sína þar sem tvö nöfn voru samþykkt og einni beiðni hafnað. 16. maí 2024 14:23