Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2024 10:54 Halla Hrund Logadóttir faðmar Höllu Tómasdóttir eftir kappræður á Stöð 2 í vor. Sú fyrrnefnda mældist um tíma með forskot í skoðanakönnunum en sú síðarnefnda stóð uppi sem sigurvegari á kjördag. Vísir /Vilhelm Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. Langmestu útgjöldin vegna framboðs Höllur Hrundar voru vegna augýsinga og kynningarkostnaðar, ríflega 14,8 milljónir króna, að því er kemur fram í uppgjöri sem var skilað til ríkisendurskoðunar. Fundir og ferðakostnaður nam rúmum 4,6 milljónum króna en annar kostnaður 7,1 milljón. Rekstur kosningaskrifstofu kostaði framboðið tæpar 750.000 krónur. Meirihluta tekna sinn fékk framboðið frá 391 einstaklingi, alls 17,7 milljónir króna. Einstaklingar mega mest gefa forsetaframbjóðanda 400.000 krónur. Lögaðilar styrktu framboðið um rúma sex og hálfa milljón króna. Á meðal þeirra fyrirtækja sem styrktu Höllu Hrund voru Ölgerð Egils Skallagrímssonar, félag í eigu Helga Magnússonar og tvö félög fjárfestisins Sigurðar Gísla Pálmasonar sem gáfu hámarksupphæðina 400.000 krónur hvort. Auk þeirra 1,9 milljóna króna sem Halla Hrund lagði framboðinu til úr eigin vasa gaf félagið Álfheimur ehf., sem hún og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður henna eiga saman, framboðinu 400.000 krónur. Halla Hrund varð þriðja í forsetakosningunum með 15,6 prósent atkvæða. Hún hafði á tímabili mælst með mestan stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum. Halla Hrund varði hátt í einni og hálfri milljóna króna meira í sitt framboð en Halla Tómasdóttir sem stóð á endanum uppi sem sigurvegari kosninganna. Báðar Höllurnar eyddu mun minna í sín framboð en Katrín Jakobsdóttir sem endaði í öðru sæti í kosningunum. Hennar kosningabarátta kostaði um 57 milljónir króna. Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Langmestu útgjöldin vegna framboðs Höllur Hrundar voru vegna augýsinga og kynningarkostnaðar, ríflega 14,8 milljónir króna, að því er kemur fram í uppgjöri sem var skilað til ríkisendurskoðunar. Fundir og ferðakostnaður nam rúmum 4,6 milljónum króna en annar kostnaður 7,1 milljón. Rekstur kosningaskrifstofu kostaði framboðið tæpar 750.000 krónur. Meirihluta tekna sinn fékk framboðið frá 391 einstaklingi, alls 17,7 milljónir króna. Einstaklingar mega mest gefa forsetaframbjóðanda 400.000 krónur. Lögaðilar styrktu framboðið um rúma sex og hálfa milljón króna. Á meðal þeirra fyrirtækja sem styrktu Höllu Hrund voru Ölgerð Egils Skallagrímssonar, félag í eigu Helga Magnússonar og tvö félög fjárfestisins Sigurðar Gísla Pálmasonar sem gáfu hámarksupphæðina 400.000 krónur hvort. Auk þeirra 1,9 milljóna króna sem Halla Hrund lagði framboðinu til úr eigin vasa gaf félagið Álfheimur ehf., sem hún og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður henna eiga saman, framboðinu 400.000 krónur. Halla Hrund varð þriðja í forsetakosningunum með 15,6 prósent atkvæða. Hún hafði á tímabili mælst með mestan stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum. Halla Hrund varði hátt í einni og hálfri milljóna króna meira í sitt framboð en Halla Tómasdóttir sem stóð á endanum uppi sem sigurvegari kosninganna. Báðar Höllurnar eyddu mun minna í sín framboð en Katrín Jakobsdóttir sem endaði í öðru sæti í kosningunum. Hennar kosningabarátta kostaði um 57 milljónir króna.
Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07