Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2024 10:54 Halla Hrund Logadóttir faðmar Höllu Tómasdóttir eftir kappræður á Stöð 2 í vor. Sú fyrrnefnda mældist um tíma með forskot í skoðanakönnunum en sú síðarnefnda stóð uppi sem sigurvegari á kjördag. Vísir /Vilhelm Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. Langmestu útgjöldin vegna framboðs Höllur Hrundar voru vegna augýsinga og kynningarkostnaðar, ríflega 14,8 milljónir króna, að því er kemur fram í uppgjöri sem var skilað til ríkisendurskoðunar. Fundir og ferðakostnaður nam rúmum 4,6 milljónum króna en annar kostnaður 7,1 milljón. Rekstur kosningaskrifstofu kostaði framboðið tæpar 750.000 krónur. Meirihluta tekna sinn fékk framboðið frá 391 einstaklingi, alls 17,7 milljónir króna. Einstaklingar mega mest gefa forsetaframbjóðanda 400.000 krónur. Lögaðilar styrktu framboðið um rúma sex og hálfa milljón króna. Á meðal þeirra fyrirtækja sem styrktu Höllu Hrund voru Ölgerð Egils Skallagrímssonar, félag í eigu Helga Magnússonar og tvö félög fjárfestisins Sigurðar Gísla Pálmasonar sem gáfu hámarksupphæðina 400.000 krónur hvort. Auk þeirra 1,9 milljóna króna sem Halla Hrund lagði framboðinu til úr eigin vasa gaf félagið Álfheimur ehf., sem hún og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður henna eiga saman, framboðinu 400.000 krónur. Halla Hrund varð þriðja í forsetakosningunum með 15,6 prósent atkvæða. Hún hafði á tímabili mælst með mestan stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum. Halla Hrund varði hátt í einni og hálfri milljóna króna meira í sitt framboð en Halla Tómasdóttir sem stóð á endanum uppi sem sigurvegari kosninganna. Báðar Höllurnar eyddu mun minna í sín framboð en Katrín Jakobsdóttir sem endaði í öðru sæti í kosningunum. Hennar kosningabarátta kostaði um 57 milljónir króna. Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Langmestu útgjöldin vegna framboðs Höllur Hrundar voru vegna augýsinga og kynningarkostnaðar, ríflega 14,8 milljónir króna, að því er kemur fram í uppgjöri sem var skilað til ríkisendurskoðunar. Fundir og ferðakostnaður nam rúmum 4,6 milljónum króna en annar kostnaður 7,1 milljón. Rekstur kosningaskrifstofu kostaði framboðið tæpar 750.000 krónur. Meirihluta tekna sinn fékk framboðið frá 391 einstaklingi, alls 17,7 milljónir króna. Einstaklingar mega mest gefa forsetaframbjóðanda 400.000 krónur. Lögaðilar styrktu framboðið um rúma sex og hálfa milljón króna. Á meðal þeirra fyrirtækja sem styrktu Höllu Hrund voru Ölgerð Egils Skallagrímssonar, félag í eigu Helga Magnússonar og tvö félög fjárfestisins Sigurðar Gísla Pálmasonar sem gáfu hámarksupphæðina 400.000 krónur hvort. Auk þeirra 1,9 milljóna króna sem Halla Hrund lagði framboðinu til úr eigin vasa gaf félagið Álfheimur ehf., sem hún og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður henna eiga saman, framboðinu 400.000 krónur. Halla Hrund varð þriðja í forsetakosningunum með 15,6 prósent atkvæða. Hún hafði á tímabili mælst með mestan stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum. Halla Hrund varði hátt í einni og hálfri milljóna króna meira í sitt framboð en Halla Tómasdóttir sem stóð á endanum uppi sem sigurvegari kosninganna. Báðar Höllurnar eyddu mun minna í sín framboð en Katrín Jakobsdóttir sem endaði í öðru sæti í kosningunum. Hennar kosningabarátta kostaði um 57 milljónir króna.
Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07