Þaggaði niður í sínum bestu vinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 10:32 Kristall Máni Ingason fagnar einu af þremur mörkum sínum í sigurleiknum á Dönum fyrir helgi. Vísir/Anton Kristall Máni Ingason sló markamet 21 árs landsliðsins þegar hann skoraði þrennu í sigri á Dönum í síðustu viku og hann verður aftur í sviðsljósinu með íslenska 21 árs landsliðinu í dag. Íslensku strákarnir mæta þá Wales í Víkinni í undankeppni EM 2025 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 16.20. Valur Páll Eiríksson hitti Kristal á æfingu íslenska liðsins í gær. Honum leiddist ekkert að skora þrennu á móti Dönum. „Þetta var fjör. Ég get ekki sagt annað. Það var skemmtilegt að vinna þá og skora,“ sagði Kristall. Hann talaði um það fyrir leikinn að hann ætlaði að láta Danina finna fyrir sér en Kristall spilar í dönsku deildinni. Hann stóð við stóru orðin. Stóð við stóru orðin „Ég gat ekki gert annað því ég fékk mikið af skilaboðum um þetta viðtal. Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin,“ sagði Kristall. Hefur síminn hans stoppað eftir leikinn? „Þetta var meira bara fyrir leik. Menn að hlæja að þessum orðum og senda mér fréttina. Svo hlógu menn að þessu eftir á og höfðu gaman af þessu,“ sagði Kristall. Klippa: „Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin“ „Ég þaggaði niðri í nokkrum og sérstaklega mínum bestu vinum. Ég þaggaði aðeins niðri í þeim,“ sagði Kristall. Í okkar höndum Sigurinn á Dönum var gríðarlega mikilvægur og hélt íslenska liðinu á lífi í riðlinum. „Ef við gerum það sem við ætlum okkur á morgun [í dag] þá er þetta í okkar höndum. Ég myndi segja að þetta sé í okkar höndum eins og staðan er núna,“ sagði Kristall. Kristall Máni bætti markamet Emils Atlasonar með 21 árs landsliðinu. Kristall er nú kominn með ellefu mörk i átján leikjum með U21.Vísir/Anton „Þetta er hörku riðlill og það eru fjögur lið að berjast um fyrsta sætið og umspilssætið. Þetta er krefjandi,“ sagði Kristall. Hvernig líst honum á leikinn við Wales? Alltaf markmiðið að hækka töluna „Ég get ekki beðið. Spila annan leik hérna á heimavelli. Wales er með sterkt lið, líkamlega sterkir og öðruvísi en Danirnir. Ég held að þetta verði hörku leikur en við þurfum bara þessa þrjá punkta,“ sagði Kristall. Mun hann bæta við mörkum í dag? „Það er alltaf planið. Það er alltaf markmiðið að hækka þessa tölu,“ sagði Kristall sem hefur skorað 11 mörk í 18 leikjum fyrir íslenska 21 árs landsliðið. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Íslensku strákarnir mæta þá Wales í Víkinni í undankeppni EM 2025 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 16.20. Valur Páll Eiríksson hitti Kristal á æfingu íslenska liðsins í gær. Honum leiddist ekkert að skora þrennu á móti Dönum. „Þetta var fjör. Ég get ekki sagt annað. Það var skemmtilegt að vinna þá og skora,“ sagði Kristall. Hann talaði um það fyrir leikinn að hann ætlaði að láta Danina finna fyrir sér en Kristall spilar í dönsku deildinni. Hann stóð við stóru orðin. Stóð við stóru orðin „Ég gat ekki gert annað því ég fékk mikið af skilaboðum um þetta viðtal. Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin,“ sagði Kristall. Hefur síminn hans stoppað eftir leikinn? „Þetta var meira bara fyrir leik. Menn að hlæja að þessum orðum og senda mér fréttina. Svo hlógu menn að þessu eftir á og höfðu gaman af þessu,“ sagði Kristall. Klippa: „Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin“ „Ég þaggaði niðri í nokkrum og sérstaklega mínum bestu vinum. Ég þaggaði aðeins niðri í þeim,“ sagði Kristall. Í okkar höndum Sigurinn á Dönum var gríðarlega mikilvægur og hélt íslenska liðinu á lífi í riðlinum. „Ef við gerum það sem við ætlum okkur á morgun [í dag] þá er þetta í okkar höndum. Ég myndi segja að þetta sé í okkar höndum eins og staðan er núna,“ sagði Kristall. Kristall Máni bætti markamet Emils Atlasonar með 21 árs landsliðinu. Kristall er nú kominn með ellefu mörk i átján leikjum með U21.Vísir/Anton „Þetta er hörku riðlill og það eru fjögur lið að berjast um fyrsta sætið og umspilssætið. Þetta er krefjandi,“ sagði Kristall. Hvernig líst honum á leikinn við Wales? Alltaf markmiðið að hækka töluna „Ég get ekki beðið. Spila annan leik hérna á heimavelli. Wales er með sterkt lið, líkamlega sterkir og öðruvísi en Danirnir. Ég held að þetta verði hörku leikur en við þurfum bara þessa þrjá punkta,“ sagði Kristall. Mun hann bæta við mörkum í dag? „Það er alltaf planið. Það er alltaf markmiðið að hækka þessa tölu,“ sagði Kristall sem hefur skorað 11 mörk í 18 leikjum fyrir íslenska 21 árs landsliðið. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira