„Nú er hann bara Bobby“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 11:03 Endrick fagnar sínu fyrsta marki fyrir Real Madrid. Hann er kallaður Bobby meðal liðsfélaga sinna. Getty/Angel Martinez Brasilíski táningurinn Endrick hjá Real Madrid getur gleymt því að liðsfélagar hans hjá spænska félaginu kalli hann aftur með hans rétta nafni. Hinn átján ára gamli Endrick kom til Real Madrid í sumar og er þegar búinn að opna markareikning sinn með félaginu þrátt fyrir fáar mínútur. Endrick er líka kominn með þrjú mörk fyrir brasilíska landsliðið. Það vakti athygli þegar hann var spurður út í átrúnaðargoðið sitt í viðtali og hann nefndi ensku goðsögnina Sir Bobby Charlton. Charlton lék sinn síðasta leik árið 1973 eða 33 árum áður en Endrick fæddist. Það þótti mörgum mjög sérstakt og liðsfélagar hans í Real fóru að strax að stríða honum. Einn af þessum nýju liðsfélögum hans er Rodrygo sem spilar auðvitað líka með honum í brasilíska landsliðinu. Hann segir að strákurinn geti gleymt því að einhver hjá Real Madrid muni kalla hann Endrick. „Nú er hann bara Bobby. Hann er ekki Endrick lengur,“ sagði Rodrygo í viðtali við ESPN. Mörg þekkt gælunöfn brasilískra leikmanna í gegnum tíðina hafa orðið til fyrir hálfgerða slysni. Pele hét í raun Edson Arantes do Nascimento, Garrincha hét Manuel Francisco dos Santos, Zico heitir Arthur Antunes Coimbra, Kaká heitir Ricardo Izecson dos Santos Leite og Ronaldinho heitir Ronaldo de Assis Moreira. Það eru til endalaus dæmi. Fullt nafn Endrick er Endrick Felipe Moreira de Sousa en hér eftir er hann bara Bobby. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Hinn átján ára gamli Endrick kom til Real Madrid í sumar og er þegar búinn að opna markareikning sinn með félaginu þrátt fyrir fáar mínútur. Endrick er líka kominn með þrjú mörk fyrir brasilíska landsliðið. Það vakti athygli þegar hann var spurður út í átrúnaðargoðið sitt í viðtali og hann nefndi ensku goðsögnina Sir Bobby Charlton. Charlton lék sinn síðasta leik árið 1973 eða 33 árum áður en Endrick fæddist. Það þótti mörgum mjög sérstakt og liðsfélagar hans í Real fóru að strax að stríða honum. Einn af þessum nýju liðsfélögum hans er Rodrygo sem spilar auðvitað líka með honum í brasilíska landsliðinu. Hann segir að strákurinn geti gleymt því að einhver hjá Real Madrid muni kalla hann Endrick. „Nú er hann bara Bobby. Hann er ekki Endrick lengur,“ sagði Rodrygo í viðtali við ESPN. Mörg þekkt gælunöfn brasilískra leikmanna í gegnum tíðina hafa orðið til fyrir hálfgerða slysni. Pele hét í raun Edson Arantes do Nascimento, Garrincha hét Manuel Francisco dos Santos, Zico heitir Arthur Antunes Coimbra, Kaká heitir Ricardo Izecson dos Santos Leite og Ronaldinho heitir Ronaldo de Assis Moreira. Það eru til endalaus dæmi. Fullt nafn Endrick er Endrick Felipe Moreira de Sousa en hér eftir er hann bara Bobby. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira