„Nú er hann bara Bobby“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 11:03 Endrick fagnar sínu fyrsta marki fyrir Real Madrid. Hann er kallaður Bobby meðal liðsfélaga sinna. Getty/Angel Martinez Brasilíski táningurinn Endrick hjá Real Madrid getur gleymt því að liðsfélagar hans hjá spænska félaginu kalli hann aftur með hans rétta nafni. Hinn átján ára gamli Endrick kom til Real Madrid í sumar og er þegar búinn að opna markareikning sinn með félaginu þrátt fyrir fáar mínútur. Endrick er líka kominn með þrjú mörk fyrir brasilíska landsliðið. Það vakti athygli þegar hann var spurður út í átrúnaðargoðið sitt í viðtali og hann nefndi ensku goðsögnina Sir Bobby Charlton. Charlton lék sinn síðasta leik árið 1973 eða 33 árum áður en Endrick fæddist. Það þótti mörgum mjög sérstakt og liðsfélagar hans í Real fóru að strax að stríða honum. Einn af þessum nýju liðsfélögum hans er Rodrygo sem spilar auðvitað líka með honum í brasilíska landsliðinu. Hann segir að strákurinn geti gleymt því að einhver hjá Real Madrid muni kalla hann Endrick. „Nú er hann bara Bobby. Hann er ekki Endrick lengur,“ sagði Rodrygo í viðtali við ESPN. Mörg þekkt gælunöfn brasilískra leikmanna í gegnum tíðina hafa orðið til fyrir hálfgerða slysni. Pele hét í raun Edson Arantes do Nascimento, Garrincha hét Manuel Francisco dos Santos, Zico heitir Arthur Antunes Coimbra, Kaká heitir Ricardo Izecson dos Santos Leite og Ronaldinho heitir Ronaldo de Assis Moreira. Það eru til endalaus dæmi. Fullt nafn Endrick er Endrick Felipe Moreira de Sousa en hér eftir er hann bara Bobby. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Hinn átján ára gamli Endrick kom til Real Madrid í sumar og er þegar búinn að opna markareikning sinn með félaginu þrátt fyrir fáar mínútur. Endrick er líka kominn með þrjú mörk fyrir brasilíska landsliðið. Það vakti athygli þegar hann var spurður út í átrúnaðargoðið sitt í viðtali og hann nefndi ensku goðsögnina Sir Bobby Charlton. Charlton lék sinn síðasta leik árið 1973 eða 33 árum áður en Endrick fæddist. Það þótti mörgum mjög sérstakt og liðsfélagar hans í Real fóru að strax að stríða honum. Einn af þessum nýju liðsfélögum hans er Rodrygo sem spilar auðvitað líka með honum í brasilíska landsliðinu. Hann segir að strákurinn geti gleymt því að einhver hjá Real Madrid muni kalla hann Endrick. „Nú er hann bara Bobby. Hann er ekki Endrick lengur,“ sagði Rodrygo í viðtali við ESPN. Mörg þekkt gælunöfn brasilískra leikmanna í gegnum tíðina hafa orðið til fyrir hálfgerða slysni. Pele hét í raun Edson Arantes do Nascimento, Garrincha hét Manuel Francisco dos Santos, Zico heitir Arthur Antunes Coimbra, Kaká heitir Ricardo Izecson dos Santos Leite og Ronaldinho heitir Ronaldo de Assis Moreira. Það eru til endalaus dæmi. Fullt nafn Endrick er Endrick Felipe Moreira de Sousa en hér eftir er hann bara Bobby. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira