„Stór mistök hjá mér“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2024 21:21 Kerem Akturkoglu og Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í kvöld. Benfica-maðurinn skoraði þrennu í leiknum. Getty/Berkan Cetin Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. Tyrkir komust yfir eftir aðeins rétt rúmlega mínútu leik, eftir að Jóhann missti boltann frá sér. „Það voru stór mistök hjá mér að missa boltann á hættulegu svæði. Ég var ólíkur sjálfum mér fyrstu tuttugu mínúturnar en kom svo ágætlega inn í þetta,“ sagði Jóhann við Stefán Árna Pálsson í Tyrklandi. Klippa: Jóhann Berh eftir leik í Tyrklandi „Auðvitað er erfitt þegar þú gefur andstæðingum eins og Tyrkjum forskot, en við komum til baka sem var fábært. Við vorum nokkuð góðir fannst mér en auðvitað eru þeir með mjög góð einstaklingsgæði, svo þetta var erfitt. En við vorum algjörlega inni í þessu í stöðunni 1-1, svo skorar hann frábært mark, og svo erum við bara að sækja þegar þeir setja eitt í viðbót,“ sagði Jóhann. Kerem Aktürkoğlu skoraði þrennu í leiknum en hann kom Tyrklandi í 2-1 snemma í seinni hálfleik: „Auðvitað er vont að hleypa svona leikmanni á hægri fótinn. Það kom langur bolti þarna og við hefðum getað fært okkur kannski fyrr yfir. Þetta eru auðvitað bara mistök sem við kíkjum á og lærum af. Við eigum þá á heimavelli næst og það er gott að geta hefnt fljótt fyrir þetta,“ sagði Jóhann. „Við þurfum að gera betur, við vitum það, en það er erfitt að koma hingað. Mikil stemning og frábærir leikmenn. Þeir voru betri en við í dag en við eigum aftur leik við þá fljótt og getum hefnt fyrir þetta þá,“ bætti hann við. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. 9. september 2024 20:51 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9. september 2024 20:40 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 „Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Sjá meira
Tyrkir komust yfir eftir aðeins rétt rúmlega mínútu leik, eftir að Jóhann missti boltann frá sér. „Það voru stór mistök hjá mér að missa boltann á hættulegu svæði. Ég var ólíkur sjálfum mér fyrstu tuttugu mínúturnar en kom svo ágætlega inn í þetta,“ sagði Jóhann við Stefán Árna Pálsson í Tyrklandi. Klippa: Jóhann Berh eftir leik í Tyrklandi „Auðvitað er erfitt þegar þú gefur andstæðingum eins og Tyrkjum forskot, en við komum til baka sem var fábært. Við vorum nokkuð góðir fannst mér en auðvitað eru þeir með mjög góð einstaklingsgæði, svo þetta var erfitt. En við vorum algjörlega inni í þessu í stöðunni 1-1, svo skorar hann frábært mark, og svo erum við bara að sækja þegar þeir setja eitt í viðbót,“ sagði Jóhann. Kerem Aktürkoğlu skoraði þrennu í leiknum en hann kom Tyrklandi í 2-1 snemma í seinni hálfleik: „Auðvitað er vont að hleypa svona leikmanni á hægri fótinn. Það kom langur bolti þarna og við hefðum getað fært okkur kannski fyrr yfir. Þetta eru auðvitað bara mistök sem við kíkjum á og lærum af. Við eigum þá á heimavelli næst og það er gott að geta hefnt fljótt fyrir þetta,“ sagði Jóhann. „Við þurfum að gera betur, við vitum það, en það er erfitt að koma hingað. Mikil stemning og frábærir leikmenn. Þeir voru betri en við í dag en við eigum aftur leik við þá fljótt og getum hefnt fyrir þetta þá,“ bætti hann við.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. 9. september 2024 20:51 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9. september 2024 20:40 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 „Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Sjá meira
Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. 9. september 2024 20:51
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9. september 2024 20:40
„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14
„Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14