Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. september 2024 22:00 Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi. Mynd úr safni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kærunefnd jafnréttismála féllst ekki á að Hótel Grímsborgir hafi brotið gegn lögum með uppsögn kokks en hann sakaði hótelið um að hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Málavextir eru þeir að manninum sem hafði starfað hjá hótelinu frá árinu 2019 var sagt upp störfum 24. ágúst 2022 með starfslokum 30. nóvember sama ár. Í uppsagnarbréfi kom fram að ástæða uppsagnar væri vegna nauðsynlegar skipulagsbreytingar og vegna fyrirsjáanlegs samdráttar og lá fyrir að tveimur öðrum starfsmönnum hafi verið sagt upp, einum íslenskum og öðrum erlendum. Auk þess var samningi tólf annarra starfsmanna ekki endurnýjaðir. Maðurinn kærði þó ákvörðun Grímsborga um uppsögn hans þann 13. janúar 2023 og sakaði fyrirtækið um brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Sambýliskonan starfaði einnig hjá fyrirtækinu Hann sakaði fyrirtækið um að hafa sagt sér upp vegna þungunar sambýliskonu hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Sambýliskona mannsins starfaði einnig á sama tíma hjá fyrirtækinu. Maðurinn sagði í kæru sinni að honum hafi verið tjáð af einum eiganda fyrirtækisins að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið að konan væri barnshafandi. „Kærandi heldur því fram að ástæður uppsagnarinnar í uppsagnarbréfinu um skipulagsbreytingar og slæma bókunarstöðu á komandi mánuðum séu til málamynda, enda standist þær ekki skoðun. Bendir kærandi á að fleiri kokkar hafi verið ráðnir til kærða eftir að kæranda var sagt upp störfum. Aldrei hafi verið minnst á það við kæranda að uppsögnina mætti rekja til þess að hann kynni ekki að framreiða a la carte matseðil,“ segir í úrskurðinum. Jafnframt tók hann fram að leiða mætti líkur af því að þjóðernisuppruni hans hafi spilað inn í ákvörðun fyrirtækisins. „Enda ólíklegt að innlendum starfsmanni yrði sagt upp við sömu kringumstæður.“ Grímsborgir höfnuðu því að hafa brotið gegn lögum og sögðu ásakanirnar með öllu rangar. Fyrirtækið tók fram að uppsögnin væri einungis byggð á því að í ágúst 2022 hafi verið ljóst að fækka þyrfti starfsfólki vegna slæmrar bókunarstöðu. Tókst ekki að sanna ásakanirnar Kærunefnd tók fram í úrskurði sínum að það væri á ábyrgð starfsmanns sem telur á sér brotið að leiða líkur að því að fæðingar- og foreldraorlof hafi haft áhrif á uppsögn. Ekki var talið að manninum hafi tekist að sanna það. Einnig var tekið fram að maðurinn hafi ekki fært fram neinar staðreyndir, gögn eða upplýsingar sem gáfu til kynna að uppsögnin væri vegna þjóðernisuppruna. Fallist var á það að bókunarstaðan hjá hótelinu hafi verið slök á umræddu tímabili og því réttmætt að segja upp starfsfólki. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Grímsborgir braut hvorki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna né lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði við uppsögn. „Hvorki er fallist á kröfu kæranda um að kærði greiði honum málskostnað við að hafa kæruna uppi né kröfu kærða um að kærandi greiði honum málskostnað sem hann hefur orðið fyrir vegna málsins.“ Vinnumarkaður Hótel á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Málavextir eru þeir að manninum sem hafði starfað hjá hótelinu frá árinu 2019 var sagt upp störfum 24. ágúst 2022 með starfslokum 30. nóvember sama ár. Í uppsagnarbréfi kom fram að ástæða uppsagnar væri vegna nauðsynlegar skipulagsbreytingar og vegna fyrirsjáanlegs samdráttar og lá fyrir að tveimur öðrum starfsmönnum hafi verið sagt upp, einum íslenskum og öðrum erlendum. Auk þess var samningi tólf annarra starfsmanna ekki endurnýjaðir. Maðurinn kærði þó ákvörðun Grímsborga um uppsögn hans þann 13. janúar 2023 og sakaði fyrirtækið um brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Sambýliskonan starfaði einnig hjá fyrirtækinu Hann sakaði fyrirtækið um að hafa sagt sér upp vegna þungunar sambýliskonu hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Sambýliskona mannsins starfaði einnig á sama tíma hjá fyrirtækinu. Maðurinn sagði í kæru sinni að honum hafi verið tjáð af einum eiganda fyrirtækisins að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið að konan væri barnshafandi. „Kærandi heldur því fram að ástæður uppsagnarinnar í uppsagnarbréfinu um skipulagsbreytingar og slæma bókunarstöðu á komandi mánuðum séu til málamynda, enda standist þær ekki skoðun. Bendir kærandi á að fleiri kokkar hafi verið ráðnir til kærða eftir að kæranda var sagt upp störfum. Aldrei hafi verið minnst á það við kæranda að uppsögnina mætti rekja til þess að hann kynni ekki að framreiða a la carte matseðil,“ segir í úrskurðinum. Jafnframt tók hann fram að leiða mætti líkur af því að þjóðernisuppruni hans hafi spilað inn í ákvörðun fyrirtækisins. „Enda ólíklegt að innlendum starfsmanni yrði sagt upp við sömu kringumstæður.“ Grímsborgir höfnuðu því að hafa brotið gegn lögum og sögðu ásakanirnar með öllu rangar. Fyrirtækið tók fram að uppsögnin væri einungis byggð á því að í ágúst 2022 hafi verið ljóst að fækka þyrfti starfsfólki vegna slæmrar bókunarstöðu. Tókst ekki að sanna ásakanirnar Kærunefnd tók fram í úrskurði sínum að það væri á ábyrgð starfsmanns sem telur á sér brotið að leiða líkur að því að fæðingar- og foreldraorlof hafi haft áhrif á uppsögn. Ekki var talið að manninum hafi tekist að sanna það. Einnig var tekið fram að maðurinn hafi ekki fært fram neinar staðreyndir, gögn eða upplýsingar sem gáfu til kynna að uppsögnin væri vegna þjóðernisuppruna. Fallist var á það að bókunarstaðan hjá hótelinu hafi verið slök á umræddu tímabili og því réttmætt að segja upp starfsfólki. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Grímsborgir braut hvorki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna né lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði við uppsögn. „Hvorki er fallist á kröfu kæranda um að kærði greiði honum málskostnað við að hafa kæruna uppi né kröfu kærða um að kærandi greiði honum málskostnað sem hann hefur orðið fyrir vegna málsins.“
Vinnumarkaður Hótel á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent