Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. september 2024 22:00 Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi. Mynd úr safni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kærunefnd jafnréttismála féllst ekki á að Hótel Grímsborgir hafi brotið gegn lögum með uppsögn kokks en hann sakaði hótelið um að hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Málavextir eru þeir að manninum sem hafði starfað hjá hótelinu frá árinu 2019 var sagt upp störfum 24. ágúst 2022 með starfslokum 30. nóvember sama ár. Í uppsagnarbréfi kom fram að ástæða uppsagnar væri vegna nauðsynlegar skipulagsbreytingar og vegna fyrirsjáanlegs samdráttar og lá fyrir að tveimur öðrum starfsmönnum hafi verið sagt upp, einum íslenskum og öðrum erlendum. Auk þess var samningi tólf annarra starfsmanna ekki endurnýjaðir. Maðurinn kærði þó ákvörðun Grímsborga um uppsögn hans þann 13. janúar 2023 og sakaði fyrirtækið um brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Sambýliskonan starfaði einnig hjá fyrirtækinu Hann sakaði fyrirtækið um að hafa sagt sér upp vegna þungunar sambýliskonu hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Sambýliskona mannsins starfaði einnig á sama tíma hjá fyrirtækinu. Maðurinn sagði í kæru sinni að honum hafi verið tjáð af einum eiganda fyrirtækisins að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið að konan væri barnshafandi. „Kærandi heldur því fram að ástæður uppsagnarinnar í uppsagnarbréfinu um skipulagsbreytingar og slæma bókunarstöðu á komandi mánuðum séu til málamynda, enda standist þær ekki skoðun. Bendir kærandi á að fleiri kokkar hafi verið ráðnir til kærða eftir að kæranda var sagt upp störfum. Aldrei hafi verið minnst á það við kæranda að uppsögnina mætti rekja til þess að hann kynni ekki að framreiða a la carte matseðil,“ segir í úrskurðinum. Jafnframt tók hann fram að leiða mætti líkur af því að þjóðernisuppruni hans hafi spilað inn í ákvörðun fyrirtækisins. „Enda ólíklegt að innlendum starfsmanni yrði sagt upp við sömu kringumstæður.“ Grímsborgir höfnuðu því að hafa brotið gegn lögum og sögðu ásakanirnar með öllu rangar. Fyrirtækið tók fram að uppsögnin væri einungis byggð á því að í ágúst 2022 hafi verið ljóst að fækka þyrfti starfsfólki vegna slæmrar bókunarstöðu. Tókst ekki að sanna ásakanirnar Kærunefnd tók fram í úrskurði sínum að það væri á ábyrgð starfsmanns sem telur á sér brotið að leiða líkur að því að fæðingar- og foreldraorlof hafi haft áhrif á uppsögn. Ekki var talið að manninum hafi tekist að sanna það. Einnig var tekið fram að maðurinn hafi ekki fært fram neinar staðreyndir, gögn eða upplýsingar sem gáfu til kynna að uppsögnin væri vegna þjóðernisuppruna. Fallist var á það að bókunarstaðan hjá hótelinu hafi verið slök á umræddu tímabili og því réttmætt að segja upp starfsfólki. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Grímsborgir braut hvorki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna né lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði við uppsögn. „Hvorki er fallist á kröfu kæranda um að kærði greiði honum málskostnað við að hafa kæruna uppi né kröfu kærða um að kærandi greiði honum málskostnað sem hann hefur orðið fyrir vegna málsins.“ Vinnumarkaður Hótel á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Málavextir eru þeir að manninum sem hafði starfað hjá hótelinu frá árinu 2019 var sagt upp störfum 24. ágúst 2022 með starfslokum 30. nóvember sama ár. Í uppsagnarbréfi kom fram að ástæða uppsagnar væri vegna nauðsynlegar skipulagsbreytingar og vegna fyrirsjáanlegs samdráttar og lá fyrir að tveimur öðrum starfsmönnum hafi verið sagt upp, einum íslenskum og öðrum erlendum. Auk þess var samningi tólf annarra starfsmanna ekki endurnýjaðir. Maðurinn kærði þó ákvörðun Grímsborga um uppsögn hans þann 13. janúar 2023 og sakaði fyrirtækið um brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Sambýliskonan starfaði einnig hjá fyrirtækinu Hann sakaði fyrirtækið um að hafa sagt sér upp vegna þungunar sambýliskonu hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Sambýliskona mannsins starfaði einnig á sama tíma hjá fyrirtækinu. Maðurinn sagði í kæru sinni að honum hafi verið tjáð af einum eiganda fyrirtækisins að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið að konan væri barnshafandi. „Kærandi heldur því fram að ástæður uppsagnarinnar í uppsagnarbréfinu um skipulagsbreytingar og slæma bókunarstöðu á komandi mánuðum séu til málamynda, enda standist þær ekki skoðun. Bendir kærandi á að fleiri kokkar hafi verið ráðnir til kærða eftir að kæranda var sagt upp störfum. Aldrei hafi verið minnst á það við kæranda að uppsögnina mætti rekja til þess að hann kynni ekki að framreiða a la carte matseðil,“ segir í úrskurðinum. Jafnframt tók hann fram að leiða mætti líkur af því að þjóðernisuppruni hans hafi spilað inn í ákvörðun fyrirtækisins. „Enda ólíklegt að innlendum starfsmanni yrði sagt upp við sömu kringumstæður.“ Grímsborgir höfnuðu því að hafa brotið gegn lögum og sögðu ásakanirnar með öllu rangar. Fyrirtækið tók fram að uppsögnin væri einungis byggð á því að í ágúst 2022 hafi verið ljóst að fækka þyrfti starfsfólki vegna slæmrar bókunarstöðu. Tókst ekki að sanna ásakanirnar Kærunefnd tók fram í úrskurði sínum að það væri á ábyrgð starfsmanns sem telur á sér brotið að leiða líkur að því að fæðingar- og foreldraorlof hafi haft áhrif á uppsögn. Ekki var talið að manninum hafi tekist að sanna það. Einnig var tekið fram að maðurinn hafi ekki fært fram neinar staðreyndir, gögn eða upplýsingar sem gáfu til kynna að uppsögnin væri vegna þjóðernisuppruna. Fallist var á það að bókunarstaðan hjá hótelinu hafi verið slök á umræddu tímabili og því réttmætt að segja upp starfsfólki. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Grímsborgir braut hvorki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna né lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði við uppsögn. „Hvorki er fallist á kröfu kæranda um að kærði greiði honum málskostnað við að hafa kæruna uppi né kröfu kærða um að kærandi greiði honum málskostnað sem hann hefur orðið fyrir vegna málsins.“
Vinnumarkaður Hótel á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira