Tugir látnir eftir öflugasta fellibyl Víetnam í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 10:31 Fjölfarin brú í Phu Tho-héraði hrundi í morgun. Að minnsta kosti tíu bílar féllu í ánna og er margra saknað. AP/Bui Ban Lanh Að minnsta kosti 59 eru taldir látnir og margra er saknað eftir að fellibylurinn Yagi fór yfir norðurhluta Víetnam um helgina. Fellibylurinn er sá öflugasti sem náð hefur landi í Asíu á þessu ári og sá öflugasti sem skollið hefur á Víetnam í áratugi. Fellibylurinn olli flóðum og aurskriðum víða og eru skemmdirnar miklar. Yagi náði fyrst landi á laugardaginn en áður hafði hann farið yfir Filippseyjar, þar sem að minnsta kosti tuttugu létu lífið og olli hann einnig fjórum dauðsföllum í suðurhluta Kína. Í einu tilfelli hrundi fjölfarin brú í norðanverðu landinu. Tíu bílar féllu í ána auk tveggja vespna. Þremur var bjargað og þrettán er enn saknað, samkvæmt embættismönnum sem BBC vitnar í. Her landsins hefur verið skipað að reisa nýja brú í flýti. Fimmtugur maður sem var á vespu á brúnni segir að hann hafi næstum því drukknað. Honum hafi þó tekist að grípa í tré flaut hjá honum og tókst þannig að halda sér á floti þar til honum var bjargað. Í einu tilfelli varð rúta fyrir skyndiflóði en tuttugu manns voru í henni. Björgunarsveitarmenn voru sendir á vettvang en þeir komust ekki ferðar sinnar vegna aurskriða. Flóð hafa leikið íbúa Víetnam grátt.AP/Do Tuan Anh Stórir hlutar landsins eru án rafmagns en umfangsmikill iðnaður á sér stað í norðanverðu Víetnam. Fregnir hafa borist af því að þökin hafa fokið af heilu verksmiðjunum og hrundu þar að auki veggir í verksmiðju LG Electronics í Haiphong, samkvæmt frétt Reuters. Viðmælendur fréttaveitunnar segja verksmiðjur hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Sérfræðingar segja fellibylji eins og Yagi verða öflugri vegna veðurfarsbreytinga. Heitari höf gefi þeim meiri kraft og þess vegna valdi þeir meiri rigningu og öflugri vindhviðum en áður. Þúsundir trjáa hafa brotnað eða rifnað upp með rótum.AP/Tran Quoc Viet Víetnam Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Fellibylurinn olli flóðum og aurskriðum víða og eru skemmdirnar miklar. Yagi náði fyrst landi á laugardaginn en áður hafði hann farið yfir Filippseyjar, þar sem að minnsta kosti tuttugu létu lífið og olli hann einnig fjórum dauðsföllum í suðurhluta Kína. Í einu tilfelli hrundi fjölfarin brú í norðanverðu landinu. Tíu bílar féllu í ána auk tveggja vespna. Þremur var bjargað og þrettán er enn saknað, samkvæmt embættismönnum sem BBC vitnar í. Her landsins hefur verið skipað að reisa nýja brú í flýti. Fimmtugur maður sem var á vespu á brúnni segir að hann hafi næstum því drukknað. Honum hafi þó tekist að grípa í tré flaut hjá honum og tókst þannig að halda sér á floti þar til honum var bjargað. Í einu tilfelli varð rúta fyrir skyndiflóði en tuttugu manns voru í henni. Björgunarsveitarmenn voru sendir á vettvang en þeir komust ekki ferðar sinnar vegna aurskriða. Flóð hafa leikið íbúa Víetnam grátt.AP/Do Tuan Anh Stórir hlutar landsins eru án rafmagns en umfangsmikill iðnaður á sér stað í norðanverðu Víetnam. Fregnir hafa borist af því að þökin hafa fokið af heilu verksmiðjunum og hrundu þar að auki veggir í verksmiðju LG Electronics í Haiphong, samkvæmt frétt Reuters. Viðmælendur fréttaveitunnar segja verksmiðjur hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Sérfræðingar segja fellibylji eins og Yagi verða öflugri vegna veðurfarsbreytinga. Heitari höf gefi þeim meiri kraft og þess vegna valdi þeir meiri rigningu og öflugri vindhviðum en áður. Þúsundir trjáa hafa brotnað eða rifnað upp með rótum.AP/Tran Quoc Viet
Víetnam Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira