Ronaldo af bekknum og til bjargar Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 20:43 Cristiano Ronaldo fagnaði sigurmarkinu í kvöld að hætti hússins. Getty/Craig Williamson Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals í kvöld þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Skotlandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Ronaldo hóf leikinn á varamannabekk Portúgals, í fyrsta sinn síðan á HM 2022 í Katar ef horft er til mótsleikja. Scott McTominay kom Skotum yfir með góðum skalla í fyrri hálfleik, og hefur þar með skorað tíu mörk í síðustu þrettán mótsleikjum fyrir Skotland. Ronaldo og Rúben Neves komu inn á í upphafi seinni hálfleiks, í stað Pedro Neto og Joao Palhinha. Portúgal jafnaði svo á 54. mínútu þegar Bruno Fernandes skoraði með viðstöðulausu skoti af vítateigsboganum en markvörðurinn Angus Gunn virtist eiga að geta gert betur. Heimamenn þurftu hins vegar að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Átti tvær tilraunir í stöngina fyrir markið Joao Felix fékk dauðafæri til að koma Portúgal yfir á 78. mínútu, eftir frábæra hælsendingu frá Ronaldo, en Gunn náði að verja skotið frá honum. Ronaldo var svo í tvígang afar nálægt því að koma Portúgal yfir þegar hann átti skot í stöng úr þröngu færi, og svo skalla í stöng og út eftir fyrirgjöf frá Fernandes. Sigurmarkið kom þó á endanum, og það frá Ronaldo, á 88. mínútu. Hans 901. mark á ferlinum, af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Modric með mark beint úr aukaspyrnu Portúgal hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í 1. riðli A-deildar, því liðið vann Króatíu 2-1 í fyrsta leik þar sem Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum. Króatar unnu Pólverja 1-0 í sama riðli í kvöld, þar sem Luka Modric gerði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 52. mínútu. Tíu Spánverjar unnu í Sviss Evrópu- og Þjóðadeildarmeistarar Spánar unnu svo magnaðan 4-1 sigur gegn Sviss í riðli 4, þrátt fyrir að missa Robin Le Normand af velli með rautt spjald eftir aðeins 20 mínútna leik. Þá var staðan reyndar þegar orðin 2-0 en Sviss minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Það kom ekki að sök og Fabián Ruiz kom Spáni í 3-1 með sínu öðru marki á 77. mínútu, áður en Ferran Torres innsiglaði sigurinn. Joselu hafði skorað fyrsta mark Spánar en Zeki Amdouni gerði mark Sviss. Spánn er því með fjögur stig en Danmörk á toppi riðilsins með sex stig. Serbía er með eitt og Sviss enn án stiga, eftir tvær umferðir af sex. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira
Ronaldo hóf leikinn á varamannabekk Portúgals, í fyrsta sinn síðan á HM 2022 í Katar ef horft er til mótsleikja. Scott McTominay kom Skotum yfir með góðum skalla í fyrri hálfleik, og hefur þar með skorað tíu mörk í síðustu þrettán mótsleikjum fyrir Skotland. Ronaldo og Rúben Neves komu inn á í upphafi seinni hálfleiks, í stað Pedro Neto og Joao Palhinha. Portúgal jafnaði svo á 54. mínútu þegar Bruno Fernandes skoraði með viðstöðulausu skoti af vítateigsboganum en markvörðurinn Angus Gunn virtist eiga að geta gert betur. Heimamenn þurftu hins vegar að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Átti tvær tilraunir í stöngina fyrir markið Joao Felix fékk dauðafæri til að koma Portúgal yfir á 78. mínútu, eftir frábæra hælsendingu frá Ronaldo, en Gunn náði að verja skotið frá honum. Ronaldo var svo í tvígang afar nálægt því að koma Portúgal yfir þegar hann átti skot í stöng úr þröngu færi, og svo skalla í stöng og út eftir fyrirgjöf frá Fernandes. Sigurmarkið kom þó á endanum, og það frá Ronaldo, á 88. mínútu. Hans 901. mark á ferlinum, af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Modric með mark beint úr aukaspyrnu Portúgal hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í 1. riðli A-deildar, því liðið vann Króatíu 2-1 í fyrsta leik þar sem Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum. Króatar unnu Pólverja 1-0 í sama riðli í kvöld, þar sem Luka Modric gerði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 52. mínútu. Tíu Spánverjar unnu í Sviss Evrópu- og Þjóðadeildarmeistarar Spánar unnu svo magnaðan 4-1 sigur gegn Sviss í riðli 4, þrátt fyrir að missa Robin Le Normand af velli með rautt spjald eftir aðeins 20 mínútna leik. Þá var staðan reyndar þegar orðin 2-0 en Sviss minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Það kom ekki að sök og Fabián Ruiz kom Spáni í 3-1 með sínu öðru marki á 77. mínútu, áður en Ferran Torres innsiglaði sigurinn. Joselu hafði skorað fyrsta mark Spánar en Zeki Amdouni gerði mark Sviss. Spánn er því með fjögur stig en Danmörk á toppi riðilsins með sex stig. Serbía er með eitt og Sviss enn án stiga, eftir tvær umferðir af sex.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira