Dulbjuggust sem Danir en það var ekki nóg Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 22:15 Þessir stuðningsmenn voru ekki dulbúnir heldur gallharðir stuðningsmenn danska liðsins sem vann flottan sigur. Getty/David Lidstrom Kvöldið reyndist ansi dýrt fyrir þá 140 Serba sem ætluðu að lauma sér inn á Parken í kvöld, til að horfa á leik Danmerkur og Serbíu í Þjóðadeildinni í fótbolta. UEFA setti serbneska stuðningsmenn í eins leiks útivallarbann eftir rasíska söngva þeirra á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Það bann gilti í Kaupmannahöfn í kvöld. Samkvæmt Ekstra Bladet reyndu hins vegar um 140 stuðningsmenn Serba að komast inn á völlinn, og nokkrum þeirra tókst það. Flestum þeirra, eða 125 manns, var hins vegar vísað í burtu þegar þeir sýndu miðana sína til að komast inn. Við það fór hluti hópsins og keypti sér danskar landsliðstreyjur, í von um að komast á leikinn með því að virðast vera stuðningsmenn Danmerkur. „En það var búið að skanna miðana þeirra svo þeir komust auðvitað ekki inn á Parken, jafnvel þó að þeir væru í dönskum landsliðstreyjum,“ sagði Jakob Höyer, fjölmiðlafulltrúi danska knattspyrnusambandsins. Serbarnir höfðu þar með keypt sér miða og danska landsliðstreyju, til einskis. Flestir þeirra, það er að segja. Nokkrir komust inn á leikvanginn Um 10-15 Serbar sluppu inn á leikvanginn og náðu að láta serbneska fánann blakta, og kyrja söngva, áður en öryggisgæslan mætti og kom þeim í burtu. Höyer kveðst vongóður um að með þessu hafi danska sambandið staðist kröfur UEFA varðandi bann Serba. Þó að serbnesku stuðningsmennirnir fengju ekki að njóta leiksins þá voru 125 Serbar leyfðir í VIP-stúkunni á Parken. Um þá giltu önnur lögmál. Danir voru mun betri í leiknum sjálfum og unnu þægilegan 2-0 sigur með mörkum frá Albert Grönbæk og Yussuf Poulsen, sem skoraði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Sjá meira
UEFA setti serbneska stuðningsmenn í eins leiks útivallarbann eftir rasíska söngva þeirra á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Það bann gilti í Kaupmannahöfn í kvöld. Samkvæmt Ekstra Bladet reyndu hins vegar um 140 stuðningsmenn Serba að komast inn á völlinn, og nokkrum þeirra tókst það. Flestum þeirra, eða 125 manns, var hins vegar vísað í burtu þegar þeir sýndu miðana sína til að komast inn. Við það fór hluti hópsins og keypti sér danskar landsliðstreyjur, í von um að komast á leikinn með því að virðast vera stuðningsmenn Danmerkur. „En það var búið að skanna miðana þeirra svo þeir komust auðvitað ekki inn á Parken, jafnvel þó að þeir væru í dönskum landsliðstreyjum,“ sagði Jakob Höyer, fjölmiðlafulltrúi danska knattspyrnusambandsins. Serbarnir höfðu þar með keypt sér miða og danska landsliðstreyju, til einskis. Flestir þeirra, það er að segja. Nokkrir komust inn á leikvanginn Um 10-15 Serbar sluppu inn á leikvanginn og náðu að láta serbneska fánann blakta, og kyrja söngva, áður en öryggisgæslan mætti og kom þeim í burtu. Höyer kveðst vongóður um að með þessu hafi danska sambandið staðist kröfur UEFA varðandi bann Serba. Þó að serbnesku stuðningsmennirnir fengju ekki að njóta leiksins þá voru 125 Serbar leyfðir í VIP-stúkunni á Parken. Um þá giltu önnur lögmál. Danir voru mun betri í leiknum sjálfum og unnu þægilegan 2-0 sigur með mörkum frá Albert Grönbæk og Yussuf Poulsen, sem skoraði með glæsilegri hjólhestaspyrnu.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Sjá meira