Kom út og sá alelda Rebeccu hlaupa í áttina að sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 17:21 Rebecca Cheptegei var frábær hlaupakona sem meðal annars keppti í maraþoni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Jiang Qiming „Þegar ég kom út sá ég Rebeccu hlaupa alelda í áttina að húsinu mínu hrópandi ‚hjálpaðu mér‘,“ segir Agnes Barabara, nágranni úgöndsku hlaupakonunnar Rebeccu Cheptegei sem lést eftir að fyrrverandi kærasti kveikti í henni. Fyrir utan hús hinnar 33 ára Cheptegei í norðvestur-Kenýa hafa blóm verið lögð á brunnið grasið þar sem hún rúllaði sér á jörðinni í von um að slökkva eldinn sem umlék hana. Cheptegei lést á fimmtudag af brunasárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar hafði nokkrum dögum fyrr hellti bensíni yfir hana og kveikt í henni. „Um leið og ég fór að leita að vatni og hóf að kalla á hjálp, birtist árásarmaðurinn að nýju og hellti meira bensíni yfir hana,“ rifjar Barabara upp í viðtali við BBC. Hins vegar hafi líka kviknað í honum sem hafi gefið nágrönnunum tækifæri til að reyna að hjálpa Rebeccu. Gat ekki borðað í marga daga Barabara segist aldrei hafa séð nokkurn brenna lifandi áður og að hún hafi ekki getað borðað í marga daga eftir atvikið. „Hún var mjög góður nágranni og var nýbúinn að sýna mér maísinn úr nýjustu uppskeru sinni,“ bætir Barabara við. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía eftir árásina og var þá með brunasár á 75 prósent líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Lögregla rannsakar andlát Rebeccu sem morð af hálfu fyrrverandi kærastans, sem sagður er heita Dickson Ndiema. Hann verður dreginn fyrir dóm eftir að hann útskrifast af spítala þar sem hann er enn að jafna sig af áverkum sem hann hlaut við morðið. Deildi við kærastann fyrrverandi um landspildu Cheptegei var dáð sem hlaupakona í heimalandi sínu en að sögn ættingja og vina var einkalíf hennar stormasamt. Gamall bekkjarfélagi Rebeccu sagði hana ekki hafa „fengið neinn frið“ vegna deilna sem hófust á síðasta ári við kærastann fyrrverandi. „Þau bjuggu áður saman en áttu í deilum vegna penings,“ sagði Jacob, bróðir Rebeccu, í samtali við fjölmiðla í vikunni. Í samtali við keníska fjölmiðilinn The Star sagði faðir Rebeccu að hún hefði átt í illdeilum við kærastann fyrrverandi vegna landsvæðis sem var í hennar eigu. Þriðja hlaupakonan myrt á þremur árum Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á bæði heimsmeistaramótinu í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022 og maraþonið í Padova á Ítalíu sama ár. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda og nokkrum mánuðum fyrr hafði Agnes Tirop verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist grunur að mökum þeirra, eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð en leit stendur yfir að kærasta Mutua. Rebecca Cheptegei verður lögð til hinstu hvílu 14. september næstkomandi á ættfeðraheimili sínu í Bukwo í Úganda. Úganda Kenía Frjálsar íþróttir Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Fyrir utan hús hinnar 33 ára Cheptegei í norðvestur-Kenýa hafa blóm verið lögð á brunnið grasið þar sem hún rúllaði sér á jörðinni í von um að slökkva eldinn sem umlék hana. Cheptegei lést á fimmtudag af brunasárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar hafði nokkrum dögum fyrr hellti bensíni yfir hana og kveikt í henni. „Um leið og ég fór að leita að vatni og hóf að kalla á hjálp, birtist árásarmaðurinn að nýju og hellti meira bensíni yfir hana,“ rifjar Barabara upp í viðtali við BBC. Hins vegar hafi líka kviknað í honum sem hafi gefið nágrönnunum tækifæri til að reyna að hjálpa Rebeccu. Gat ekki borðað í marga daga Barabara segist aldrei hafa séð nokkurn brenna lifandi áður og að hún hafi ekki getað borðað í marga daga eftir atvikið. „Hún var mjög góður nágranni og var nýbúinn að sýna mér maísinn úr nýjustu uppskeru sinni,“ bætir Barabara við. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía eftir árásina og var þá með brunasár á 75 prósent líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Lögregla rannsakar andlát Rebeccu sem morð af hálfu fyrrverandi kærastans, sem sagður er heita Dickson Ndiema. Hann verður dreginn fyrir dóm eftir að hann útskrifast af spítala þar sem hann er enn að jafna sig af áverkum sem hann hlaut við morðið. Deildi við kærastann fyrrverandi um landspildu Cheptegei var dáð sem hlaupakona í heimalandi sínu en að sögn ættingja og vina var einkalíf hennar stormasamt. Gamall bekkjarfélagi Rebeccu sagði hana ekki hafa „fengið neinn frið“ vegna deilna sem hófust á síðasta ári við kærastann fyrrverandi. „Þau bjuggu áður saman en áttu í deilum vegna penings,“ sagði Jacob, bróðir Rebeccu, í samtali við fjölmiðla í vikunni. Í samtali við keníska fjölmiðilinn The Star sagði faðir Rebeccu að hún hefði átt í illdeilum við kærastann fyrrverandi vegna landsvæðis sem var í hennar eigu. Þriðja hlaupakonan myrt á þremur árum Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á bæði heimsmeistaramótinu í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022 og maraþonið í Padova á Ítalíu sama ár. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda og nokkrum mánuðum fyrr hafði Agnes Tirop verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist grunur að mökum þeirra, eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð en leit stendur yfir að kærasta Mutua. Rebecca Cheptegei verður lögð til hinstu hvílu 14. september næstkomandi á ættfeðraheimili sínu í Bukwo í Úganda.
Úganda Kenía Frjálsar íþróttir Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira