Draumur gullhjónanna rættist í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 12:01 Hamingjan er hér. Ezra Shaw/Getty Images Hunter Woodhall vann til gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fara í París aðeins mánuði eftir að eiginkona hans, Tara David-Woodhall, vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum sem fóru fram í sömu borg. Hinn 25 ára gamli Hunter sigraði í 400 metra hlaupi karla í T62 flokki. Kom hann í mark á undan heimsmethafanum Johannes Floors frá Þýskalandi og Oliver Hendriks frá Hollandi. Fagnaði Hunter með því að knúsa og kyssa eiginkonu sína en segja má að þau hafi skipt um hlutverk þar sem hann fagnaði með henni mánuði áður þegar hún vann til gullverðlauna í langstökki á Ólympíuleikunum. Last month, Hunter Woodhall cheered on wife Tara Davis-Woodhall as she won her first Olympic gold medal in the women’s long jump finalToday, she cheered him on as he won his first Paralympic gold medal in the men’s 400m T62 🙌❤️ pic.twitter.com/mDvaJAnk7U— Bleacher Report (@BleacherReport) September 6, 2024 „Ég er svo tilfinningaríkur núna að það er ótrúlegt. Ég hef beðið svo lengi, og verið svo áhyggjufullur að ég myndi aldrei ná þessu. Þetta er kennslustund í að setja sér háleit markmið og miða á stjörnurnar,“ sagði Hunter eftir að sigurinn var hans. Þetta var hans fyrsti titill eftir að hafa unnið til bronsverðlauna í sömu keppni í Tókýó. Eiginkonan hefur kennt Hunter margt „Tara hefur kennt mér svo mikið. Fyrir Ólympíuleikana skrifaði hún í dagbókina sína að hún yrði Ólympíumeistari, að hún væri sterk og fljót. Ég tók dagbókina mína með og hef verið að skrifa að ég yrði Ólympíumótsmeistari og það raungerðist.“ Tara Davis-Woodhall and Hunter Woodhall are FINALLY celebrating now that they both have GOLD MEDALS! 🇺🇸 #ParisParalympics pic.twitter.com/YpC96e16ha— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) September 6, 2024 „Ég var svo stressuð. Það var draumur okkar beggja að vinna gull og nú höfum við náð því. Við munum bera þessi gull það sem eftir lifir,“ sagði Tara jafnframt um gull þeirra hjóna. Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Hunter sigraði í 400 metra hlaupi karla í T62 flokki. Kom hann í mark á undan heimsmethafanum Johannes Floors frá Þýskalandi og Oliver Hendriks frá Hollandi. Fagnaði Hunter með því að knúsa og kyssa eiginkonu sína en segja má að þau hafi skipt um hlutverk þar sem hann fagnaði með henni mánuði áður þegar hún vann til gullverðlauna í langstökki á Ólympíuleikunum. Last month, Hunter Woodhall cheered on wife Tara Davis-Woodhall as she won her first Olympic gold medal in the women’s long jump finalToday, she cheered him on as he won his first Paralympic gold medal in the men’s 400m T62 🙌❤️ pic.twitter.com/mDvaJAnk7U— Bleacher Report (@BleacherReport) September 6, 2024 „Ég er svo tilfinningaríkur núna að það er ótrúlegt. Ég hef beðið svo lengi, og verið svo áhyggjufullur að ég myndi aldrei ná þessu. Þetta er kennslustund í að setja sér háleit markmið og miða á stjörnurnar,“ sagði Hunter eftir að sigurinn var hans. Þetta var hans fyrsti titill eftir að hafa unnið til bronsverðlauna í sömu keppni í Tókýó. Eiginkonan hefur kennt Hunter margt „Tara hefur kennt mér svo mikið. Fyrir Ólympíuleikana skrifaði hún í dagbókina sína að hún yrði Ólympíumeistari, að hún væri sterk og fljót. Ég tók dagbókina mína með og hef verið að skrifa að ég yrði Ólympíumótsmeistari og það raungerðist.“ Tara Davis-Woodhall and Hunter Woodhall are FINALLY celebrating now that they both have GOLD MEDALS! 🇺🇸 #ParisParalympics pic.twitter.com/YpC96e16ha— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) September 6, 2024 „Ég var svo stressuð. Það var draumur okkar beggja að vinna gull og nú höfum við náð því. Við munum bera þessi gull það sem eftir lifir,“ sagði Tara jafnframt um gull þeirra hjóna.
Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Sjá meira