„Gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 07:02 Roy Keane mun hafa verið einn af þeim sem rætt var við um að verða landsliðsþjálfari Írlands, áður en Heimir Hallgrímsson var ráðinn í sumar. Samsett/Getty Roy Keane skaut harkalega á nýju vinnuveitendurna hans Heimis Hallgrímssonar, hjá írska knattspyrnusambandinu, í beinni útsendingu frá leik Írlands og Englands í Þjóðadeildinni í gær. Gamli Manchester United-fyrirliðinn Keane, sem er fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Írlands, stóðst ekki mátið að hnýta í forráðamenn írska sambandsins þegar talið barst að því hve langan tíma leitin að Heimi hefði tekið. Stephen Kenny hætti í lok síðasta árs en Heimir var ekki ráðinn fyrr en í sumar. „Það er fullt af góðu fólki sem starfar hjá írska knattspyrnusambandinu en þeir sem taka ákvarðanirnar gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju,“ sagði Keane blákalt í útsendingu ITV, og fékk stjórnandann Mark Pougatch og Ian Wright til að skella upp úr. Roy Keane with some strong words about the FAI for the ITV audience.pic.twitter.com/0eTkZvkbNp— Balls.ie (@ballsdotie) September 7, 2024 Keane óskaði Heimi hins vegar velfarnaðar í starfi en Heimir var sjálfur óánægður með leik sinna manna í gær. Kom til greina í starfið sem Heimir fékk Keane var einn af þeim sem orðaðir voru við starf landsliðsþjálfara Írlands síðasta vetur, og er sagður hafa verið tekinn í viðtal vegna starfsins. Hann starfaði síðast fyrir írska sambandið þegar hann var aðstoðarmaður Martins O‘Neill á árunum 2013-2018. Írar komust þá meðal annars í 16-liða úrslit á EM 2016, eða aðeins styttra en íslenska landsliðið undir stjórn Heimis og Lars Lagerbäck. Keane hvatti Heimi til þess að láta írska liðið spila einfaldari fótbolta en það átti að gera undir stjórn Kenny. Þannig vonast hann eftir betri árangri en Írar hafa ekki komist á stórmót síðan árið 2016. Vill að Heimir einfaldi hlutina „Stephen Kenny vildi spila ákveðna tegund af fótbolta en við vorum bara ekki með nógu mikla gæðaleikmenn. Við reyndum of margar sendingar og vorum of opnir fyrir. Síðustu ár hefur írska liðið spilað boltanum of mikið. Það þarf að fara aftur í grunnatriðin og gera mótherjanum erfitt fyrir að ná í sigur,“ sagði Keane. „Það versta er að áhugi fólks hefur minnkað á síðustu árum. Það er samkeppni við ruðninginn og stuðningsmenn verða að sjá lið sem stendur sig vel og er erfitt að vinna,“ sagði Keane og bætti við að síðustu ár hefðu einfaldlega ekki verið nógu góð fyrir Írland, bæði innan sem utan vallar. Hann sagði ómögulegt að gagnrýna írska liðið mikið eftir tapið í gær, vegna styrkleika andstæðinganna. Englendingarnir hefðu þó verið skelfilegir í seinni hálfleik, eftir góðan fyrri hálfleik, og ekki nýtt tækifærið til að rúlla yfir írska liðið. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
Gamli Manchester United-fyrirliðinn Keane, sem er fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Írlands, stóðst ekki mátið að hnýta í forráðamenn írska sambandsins þegar talið barst að því hve langan tíma leitin að Heimi hefði tekið. Stephen Kenny hætti í lok síðasta árs en Heimir var ekki ráðinn fyrr en í sumar. „Það er fullt af góðu fólki sem starfar hjá írska knattspyrnusambandinu en þeir sem taka ákvarðanirnar gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju,“ sagði Keane blákalt í útsendingu ITV, og fékk stjórnandann Mark Pougatch og Ian Wright til að skella upp úr. Roy Keane with some strong words about the FAI for the ITV audience.pic.twitter.com/0eTkZvkbNp— Balls.ie (@ballsdotie) September 7, 2024 Keane óskaði Heimi hins vegar velfarnaðar í starfi en Heimir var sjálfur óánægður með leik sinna manna í gær. Kom til greina í starfið sem Heimir fékk Keane var einn af þeim sem orðaðir voru við starf landsliðsþjálfara Írlands síðasta vetur, og er sagður hafa verið tekinn í viðtal vegna starfsins. Hann starfaði síðast fyrir írska sambandið þegar hann var aðstoðarmaður Martins O‘Neill á árunum 2013-2018. Írar komust þá meðal annars í 16-liða úrslit á EM 2016, eða aðeins styttra en íslenska landsliðið undir stjórn Heimis og Lars Lagerbäck. Keane hvatti Heimi til þess að láta írska liðið spila einfaldari fótbolta en það átti að gera undir stjórn Kenny. Þannig vonast hann eftir betri árangri en Írar hafa ekki komist á stórmót síðan árið 2016. Vill að Heimir einfaldi hlutina „Stephen Kenny vildi spila ákveðna tegund af fótbolta en við vorum bara ekki með nógu mikla gæðaleikmenn. Við reyndum of margar sendingar og vorum of opnir fyrir. Síðustu ár hefur írska liðið spilað boltanum of mikið. Það þarf að fara aftur í grunnatriðin og gera mótherjanum erfitt fyrir að ná í sigur,“ sagði Keane. „Það versta er að áhugi fólks hefur minnkað á síðustu árum. Það er samkeppni við ruðninginn og stuðningsmenn verða að sjá lið sem stendur sig vel og er erfitt að vinna,“ sagði Keane og bætti við að síðustu ár hefðu einfaldlega ekki verið nógu góð fyrir Írland, bæði innan sem utan vallar. Hann sagði ómögulegt að gagnrýna írska liðið mikið eftir tapið í gær, vegna styrkleika andstæðinganna. Englendingarnir hefðu þó verið skelfilegir í seinni hálfleik, eftir góðan fyrri hálfleik, og ekki nýtt tækifærið til að rúlla yfir írska liðið.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira