„Óánægður ef þetta gerðist í krakkafótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 22:00 Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld og hefur oft verið léttari í bragði. Getty/Alex Livesey Heimir Hallgrímsson talaði hreint út á blaðamannafundi eftir fyrsta leik sinn sem þjálfari Írlands í Dublin í kvöld, en liðið tapaði 2-0 fyrir Englandi í Þjóðadeildinni. Hann sagði mistök írska liðsins ekki einu sinni eiga að sjást hjá krökkum. Declan Rice og Jack Grealish, sem spilað hafa fyrir landslið Írlands, skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik í kvöld og eftir það virtist aldrei spurning hvernig færi. Heimir hélt í leikskipulag forvera sinna í starfi og var með fimm manna varnarlínu, líkt og John O‘Shea sem nú er aðstoðarmaður Heimis. Eyjamaðurinn ætlar svo smám saman að koma sínu handbragði á liðið, eftir að hafa kynnst leikmönnum almennilega. „Miðað við að vera með fimm menn aftast þá vorum við of opnir. Ef maður horfir á fyrra markið þá var það bara sending beint í gegnum hjarta liðsins. Það ætti aldrei að gerast, á nokkru stigi fótboltans, svo maður er óánægður ef það gerist í alþjóðabolta. Jafnvel þó að þetta væri krakkafótbolti þá væri maður óánægður,“ sagði Heimir. „Seinna markið var eftir fjórar eða fimm „sendingar og hlaup“ í gegnum okkur. Það ætti heldur ekki að gerast á þessu stigi. En vegna skorts á frumkvæði, að loka fyrir og taka skrefin, þá fengum við svona mörk á okkur. Við verðum að bæta þetta,“ sagði Heimir. Þjálfari Englands reiknaði með fimm í vörn Lee Carsley, sem stýrir Englandi tímabundið, sagðist hafa verið búinn að reikna með fimm manna vörn Heimis. „Við undirbjuggum okkur fyrir fimm manna vörn. Við vissum að þeir ætluðu að vera þéttir fyrir og ekki gefa okkur mikið pláss. Mér datt í hug að þeir gerðu þetta því John [O‘Shea] gerði það þegar hann stýrði liðinu. Og miðað við hans [O‘Shea] hlutverk og að undirbúningurinn var svo stuttur þá reiknaði ég með fimm manna vörn,“ sagði Carsley. Þýðir ekki að væla fram að leik við Grikki Heimir á nú fyrir höndum leik við Grikki á þriðjudagskvöld og ætlar sér þar sinn fyrsta sigur. „Við erum búnir að fara yfir málin í búningsklefanum nú þegar. Reynum að horfa jákvæðum augum á næsta leik. Þetta var neikvætt en við megum ekki láta það smitast yfir í leikinn við Grikkland. Grikkir hafa sýnt að þeir geta spilað vel gegn Írlandi svo að þeir standa betur að vígi. Við verðum að breyta því. Við getum ekki bara vælt og skælt fram að leiknum við Grikkland. Við verðum að sækja orku og gera allt til að vera klárir í þann leik,“ sagði Heimir. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Declan Rice og Jack Grealish, sem spilað hafa fyrir landslið Írlands, skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik í kvöld og eftir það virtist aldrei spurning hvernig færi. Heimir hélt í leikskipulag forvera sinna í starfi og var með fimm manna varnarlínu, líkt og John O‘Shea sem nú er aðstoðarmaður Heimis. Eyjamaðurinn ætlar svo smám saman að koma sínu handbragði á liðið, eftir að hafa kynnst leikmönnum almennilega. „Miðað við að vera með fimm menn aftast þá vorum við of opnir. Ef maður horfir á fyrra markið þá var það bara sending beint í gegnum hjarta liðsins. Það ætti aldrei að gerast, á nokkru stigi fótboltans, svo maður er óánægður ef það gerist í alþjóðabolta. Jafnvel þó að þetta væri krakkafótbolti þá væri maður óánægður,“ sagði Heimir. „Seinna markið var eftir fjórar eða fimm „sendingar og hlaup“ í gegnum okkur. Það ætti heldur ekki að gerast á þessu stigi. En vegna skorts á frumkvæði, að loka fyrir og taka skrefin, þá fengum við svona mörk á okkur. Við verðum að bæta þetta,“ sagði Heimir. Þjálfari Englands reiknaði með fimm í vörn Lee Carsley, sem stýrir Englandi tímabundið, sagðist hafa verið búinn að reikna með fimm manna vörn Heimis. „Við undirbjuggum okkur fyrir fimm manna vörn. Við vissum að þeir ætluðu að vera þéttir fyrir og ekki gefa okkur mikið pláss. Mér datt í hug að þeir gerðu þetta því John [O‘Shea] gerði það þegar hann stýrði liðinu. Og miðað við hans [O‘Shea] hlutverk og að undirbúningurinn var svo stuttur þá reiknaði ég með fimm manna vörn,“ sagði Carsley. Þýðir ekki að væla fram að leik við Grikki Heimir á nú fyrir höndum leik við Grikki á þriðjudagskvöld og ætlar sér þar sinn fyrsta sigur. „Við erum búnir að fara yfir málin í búningsklefanum nú þegar. Reynum að horfa jákvæðum augum á næsta leik. Þetta var neikvætt en við megum ekki láta það smitast yfir í leikinn við Grikkland. Grikkir hafa sýnt að þeir geta spilað vel gegn Írlandi svo að þeir standa betur að vígi. Við verðum að breyta því. Við getum ekki bara vælt og skælt fram að leiknum við Grikkland. Við verðum að sækja orku og gera allt til að vera klárir í þann leik,“ sagði Heimir.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira