Fótbolti

„Setti hann ein­mitt svona á æfingu“

Sindri Sverrisson skrifar
Orri Steinn Óskarsson fagnar markinu mikilvæga gegn Svartfellingum í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson fagnar markinu mikilvæga gegn Svartfellingum í kvöld. vísir/Hulda Margrét

„Þetta er auðvitað geggjað, að koma aftur á Laugardalsvöll, skora og vinna 2-0. Það gerist ekki betra,“ sagði Orri Steinn Óskarsson, annar markaskorara Íslands, eftir sigurinn örugga gegn Svartfellingum í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld.

Orri skoraði markið sitt með algjörum negluskalla seint í fyrri hálfleik, eftir hornspyrnu Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Beint af æfingasvæðinu, eða hvað?

„Við vorum búnir að taka þetta nokkrum sinnum á æfingu og ég setti hann einmitt svona, af nærsvæðinu í markið, á æfingu. Þetta var mjög gott og sýnir að ef við æfum vel þá uppskerum við. Mjög gott að sjá,“ sagði Orri í viðtali við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport.

Sigur Íslands virtist aldrei í mikilli hættu, eftir að Orri hafði komið liðinu yfir, og Jón Dagur Þorsteinsson skoraði svo seinna mark Íslands eftir tæplega klukkutíma leik.

„Mér fannst við vera með stjórn eiginlega allan leikinn. Höfðum góða stjórn á þeim og hleyptum þeim ekki í mörg færi. Að sama skapi erum við hættulegir í „transition“ og nýtum föstu leikatriðin. Og þá erum við mjög erfiðir að spila á móti,“ sagði Orri sem er klár í slaginn við Tyrki á útivelli á mánudaginn:

„Já, já. Níutíu mínútur núna og svo erum við klárir í næsta leik.“

Klippa: Orri Steinn markaskorari

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×