Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 10:36 Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir í kosningasjónvarpi hjá Ríkisútvarpinu. Vísir/ANton Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Katrín skilaði til Ríkisendurskoðunar í vikunni. Framlög til kosningabaráttunnar námu 57,6 milljónum króna og komu að langstærstum hluta frá einstaklingum. Þeir styrktu framboðið samanlagt um 41,5 milljón króna. „Algengasta framlag einstaklinga var 10.000 krónur og að meðaltali styrkti fólk framboðið um 38.000 krónur,“ segir Katrín í færslu á Facebook. Átta einstaklingar styrktu Katrínu um 400 þúsund. Ármann Jakobsson, Baldvin Björn Haraldsson, Guðrún Elfa Tryggvadóttir, Aldís Aðalbjarnardóttir, Birna Anna Björnsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Björn R. Ragnarsson og Eiður Baldvin Ragnarsson. Framlög fyrirtækja til framboðsins námu ríflega 8,5 milljónum. Meðal fyrirtækja sem styrktu Katrínu voru endurskoðunarskrifan Hér og Nú, veitingastaðurinn Við fjöruborðið, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði Norðlenska og eignarhaldsfélag Elínar Hirst. Framlög fyrirtækja til framboðs Katrínar. Katrín lagði sjálf til þrjár milljónir króna í framboðið og þá seldi framboðið varning fyrir tæplega 4,5 milljónir króna. Framboðið skilaði á endanum 276 þúsund króna hagnaði sem Katrín ætlar að láta renna til góðgerðarmála á næstunni. „Ég er ótrúlega þakklát þeim sem studdu við framboðið - með vinnu, fjárframlögum og ótæmandi stuðningi og jákvæðum straumum. Það er ótrúlega mikils virði að finna slíkan stuðning og skynja þá miklu breidd sem er í stuðningsmannahópnum. Þannig að nú þegar þessu er öllu lokið með formlegum hætti er mér þakklæti efst í huga og stolt yfir góðri og málefnalegri baráttu. Enn og aftur óska ég nýjum forseta velgengni í mikilvægum störfum og við ykkur segi ég TAKK!“ segir Katrín á Facebook. Hún hafnaði í öðru sæti með 25 prósent atkvæða en Halla Tómasdóttir hlaut 34 prósent. Uppgjör Katrínar. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri sem Katrín skilaði til Ríkisendurskoðunar í vikunni. Framlög til kosningabaráttunnar námu 57,6 milljónum króna og komu að langstærstum hluta frá einstaklingum. Þeir styrktu framboðið samanlagt um 41,5 milljón króna. „Algengasta framlag einstaklinga var 10.000 krónur og að meðaltali styrkti fólk framboðið um 38.000 krónur,“ segir Katrín í færslu á Facebook. Átta einstaklingar styrktu Katrínu um 400 þúsund. Ármann Jakobsson, Baldvin Björn Haraldsson, Guðrún Elfa Tryggvadóttir, Aldís Aðalbjarnardóttir, Birna Anna Björnsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Björn R. Ragnarsson og Eiður Baldvin Ragnarsson. Framlög fyrirtækja til framboðsins námu ríflega 8,5 milljónum. Meðal fyrirtækja sem styrktu Katrínu voru endurskoðunarskrifan Hér og Nú, veitingastaðurinn Við fjöruborðið, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði Norðlenska og eignarhaldsfélag Elínar Hirst. Framlög fyrirtækja til framboðs Katrínar. Katrín lagði sjálf til þrjár milljónir króna í framboðið og þá seldi framboðið varning fyrir tæplega 4,5 milljónir króna. Framboðið skilaði á endanum 276 þúsund króna hagnaði sem Katrín ætlar að láta renna til góðgerðarmála á næstunni. „Ég er ótrúlega þakklát þeim sem studdu við framboðið - með vinnu, fjárframlögum og ótæmandi stuðningi og jákvæðum straumum. Það er ótrúlega mikils virði að finna slíkan stuðning og skynja þá miklu breidd sem er í stuðningsmannahópnum. Þannig að nú þegar þessu er öllu lokið með formlegum hætti er mér þakklæti efst í huga og stolt yfir góðri og málefnalegri baráttu. Enn og aftur óska ég nýjum forseta velgengni í mikilvægum störfum og við ykkur segi ég TAKK!“ segir Katrín á Facebook. Hún hafnaði í öðru sæti með 25 prósent atkvæða en Halla Tómasdóttir hlaut 34 prósent. Uppgjör Katrínar.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07