Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 10:36 Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir í kosningasjónvarpi hjá Ríkisútvarpinu. Vísir/ANton Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Katrín skilaði til Ríkisendurskoðunar í vikunni. Framlög til kosningabaráttunnar námu 57,6 milljónum króna og komu að langstærstum hluta frá einstaklingum. Þeir styrktu framboðið samanlagt um 41,5 milljón króna. „Algengasta framlag einstaklinga var 10.000 krónur og að meðaltali styrkti fólk framboðið um 38.000 krónur,“ segir Katrín í færslu á Facebook. Átta einstaklingar styrktu Katrínu um 400 þúsund. Ármann Jakobsson, Baldvin Björn Haraldsson, Guðrún Elfa Tryggvadóttir, Aldís Aðalbjarnardóttir, Birna Anna Björnsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Björn R. Ragnarsson og Eiður Baldvin Ragnarsson. Framlög fyrirtækja til framboðsins námu ríflega 8,5 milljónum. Meðal fyrirtækja sem styrktu Katrínu voru endurskoðunarskrifan Hér og Nú, veitingastaðurinn Við fjöruborðið, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði Norðlenska og eignarhaldsfélag Elínar Hirst. Framlög fyrirtækja til framboðs Katrínar. Katrín lagði sjálf til þrjár milljónir króna í framboðið og þá seldi framboðið varning fyrir tæplega 4,5 milljónir króna. Framboðið skilaði á endanum 276 þúsund króna hagnaði sem Katrín ætlar að láta renna til góðgerðarmála á næstunni. „Ég er ótrúlega þakklát þeim sem studdu við framboðið - með vinnu, fjárframlögum og ótæmandi stuðningi og jákvæðum straumum. Það er ótrúlega mikils virði að finna slíkan stuðning og skynja þá miklu breidd sem er í stuðningsmannahópnum. Þannig að nú þegar þessu er öllu lokið með formlegum hætti er mér þakklæti efst í huga og stolt yfir góðri og málefnalegri baráttu. Enn og aftur óska ég nýjum forseta velgengni í mikilvægum störfum og við ykkur segi ég TAKK!“ segir Katrín á Facebook. Hún hafnaði í öðru sæti með 25 prósent atkvæða en Halla Tómasdóttir hlaut 34 prósent. Uppgjör Katrínar. Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri sem Katrín skilaði til Ríkisendurskoðunar í vikunni. Framlög til kosningabaráttunnar námu 57,6 milljónum króna og komu að langstærstum hluta frá einstaklingum. Þeir styrktu framboðið samanlagt um 41,5 milljón króna. „Algengasta framlag einstaklinga var 10.000 krónur og að meðaltali styrkti fólk framboðið um 38.000 krónur,“ segir Katrín í færslu á Facebook. Átta einstaklingar styrktu Katrínu um 400 þúsund. Ármann Jakobsson, Baldvin Björn Haraldsson, Guðrún Elfa Tryggvadóttir, Aldís Aðalbjarnardóttir, Birna Anna Björnsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Björn R. Ragnarsson og Eiður Baldvin Ragnarsson. Framlög fyrirtækja til framboðsins námu ríflega 8,5 milljónum. Meðal fyrirtækja sem styrktu Katrínu voru endurskoðunarskrifan Hér og Nú, veitingastaðurinn Við fjöruborðið, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði Norðlenska og eignarhaldsfélag Elínar Hirst. Framlög fyrirtækja til framboðs Katrínar. Katrín lagði sjálf til þrjár milljónir króna í framboðið og þá seldi framboðið varning fyrir tæplega 4,5 milljónir króna. Framboðið skilaði á endanum 276 þúsund króna hagnaði sem Katrín ætlar að láta renna til góðgerðarmála á næstunni. „Ég er ótrúlega þakklát þeim sem studdu við framboðið - með vinnu, fjárframlögum og ótæmandi stuðningi og jákvæðum straumum. Það er ótrúlega mikils virði að finna slíkan stuðning og skynja þá miklu breidd sem er í stuðningsmannahópnum. Þannig að nú þegar þessu er öllu lokið með formlegum hætti er mér þakklæti efst í huga og stolt yfir góðri og málefnalegri baráttu. Enn og aftur óska ég nýjum forseta velgengni í mikilvægum störfum og við ykkur segi ég TAKK!“ segir Katrín á Facebook. Hún hafnaði í öðru sæti með 25 prósent atkvæða en Halla Tómasdóttir hlaut 34 prósent. Uppgjör Katrínar.
Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07