Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 10:07 Halla Tómasdóttir fagnar nýjum tölum á kosningavöku þann 1. júní síðastliðinn. Hún vann nokkuð öruggan sigur í kosningunum. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. Fimmtán fyrirtæki styrktu Höllu um 400 þúsund krónur sem er hámarkið sem einstakur aðili má leggja til framboðs. Fjögur fyrirtæki styrktu um 300 þúsund krónur, eitt 250 þúsund krónur og tólf um 200 þúsund krónur. Fjöldi fyrirtækja styrkti framboðið um lægri upphæð. Meðal styrkjenda má nefna Ölgerðina, Pfaff, Veritas, Eldingu hvalaskoðun, Bonafide lögmenn og KP Capital en samalangt styrktu á sjötta tug fyrirtækja Höllu um ellefu og hálfa milljón króna. Fyrirtækin sem lögðu Höllu til fjármagn í framboðið má sjá hér. Þá lagði Eik fasteignafélag til húsnæði undir kosningaskrifstofu við Ármúla en framlagið var metið á 400 þúsund krónur. Þá hafði Halla afnot af bíl frá BL og var framlagið metið á 178 þúsund krónur. Alls styrktu rúmlega 160 einstaklingar framboð Höllu um fjárhæðir lægri en 300 þúsund krónur. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, Hilmar Kjartansson, Ragnheiður Jóna Jónasdóttir og Svava Kristinsdóttir styrktu hana um 400 þúsund krónur. Berglind Björk Jónsdóttir, Ólöf Salomon Guðmundsdóttir og Sigurjón Sighvatsson lögðu til 300 þúsund krónur Í útgjaldalið Höllu má sjá að 3,3 milljónir króna fóru í rekstur skrifstofu, tæplega 19 milljónir í auglýsingar og kynningar, 3,6 milljónir í ferðalög og fundi en annar kostnaður nam rúmlega hundrað þúsund krónum. Heildarkostnaður var því 26 milljónir en framlögin í heild rúmlega 22 milljónir. Halla greiddi því tæplega fjórar milljónir úr eigin vasa. Halla hlaut 34 prósent atkvæða í kosningunum en Katrín Jakobsdóttir kom næst með 25 prósent. Uppgjörið á vef Ríkisendurskoðunar. Halla Tómasdóttir Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Fimmtán fyrirtæki styrktu Höllu um 400 þúsund krónur sem er hámarkið sem einstakur aðili má leggja til framboðs. Fjögur fyrirtæki styrktu um 300 þúsund krónur, eitt 250 þúsund krónur og tólf um 200 þúsund krónur. Fjöldi fyrirtækja styrkti framboðið um lægri upphæð. Meðal styrkjenda má nefna Ölgerðina, Pfaff, Veritas, Eldingu hvalaskoðun, Bonafide lögmenn og KP Capital en samalangt styrktu á sjötta tug fyrirtækja Höllu um ellefu og hálfa milljón króna. Fyrirtækin sem lögðu Höllu til fjármagn í framboðið má sjá hér. Þá lagði Eik fasteignafélag til húsnæði undir kosningaskrifstofu við Ármúla en framlagið var metið á 400 þúsund krónur. Þá hafði Halla afnot af bíl frá BL og var framlagið metið á 178 þúsund krónur. Alls styrktu rúmlega 160 einstaklingar framboð Höllu um fjárhæðir lægri en 300 þúsund krónur. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, Hilmar Kjartansson, Ragnheiður Jóna Jónasdóttir og Svava Kristinsdóttir styrktu hana um 400 þúsund krónur. Berglind Björk Jónsdóttir, Ólöf Salomon Guðmundsdóttir og Sigurjón Sighvatsson lögðu til 300 þúsund krónur Í útgjaldalið Höllu má sjá að 3,3 milljónir króna fóru í rekstur skrifstofu, tæplega 19 milljónir í auglýsingar og kynningar, 3,6 milljónir í ferðalög og fundi en annar kostnaður nam rúmlega hundrað þúsund krónum. Heildarkostnaður var því 26 milljónir en framlögin í heild rúmlega 22 milljónir. Halla greiddi því tæplega fjórar milljónir úr eigin vasa. Halla hlaut 34 prósent atkvæða í kosningunum en Katrín Jakobsdóttir kom næst með 25 prósent. Uppgjörið á vef Ríkisendurskoðunar.
Halla Tómasdóttir Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17
Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47