Enski boltinn

Mjög af­drifa­ríkur hnerri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bolton maðurinn Victor Adeboyejo er stór og mikill maður. Hnerrarnir hans virðast heldur ekki vera neinir miðlungs hnerrar.
Bolton maðurinn Victor Adeboyejo er stór og mikill maður. Hnerrarnir hans virðast heldur ekki vera neinir miðlungs hnerrar. Getty/Alex Dodd

Knnatspyrnumaðurinn Victor Adeboyejo er meiddur en ástæðan er vægast sagt stórfurðuleg.

Bolton framherjinn meiddist nefnilega við það að hnerra. Þessi 26 ára gamli Nígeríumaður fann til í rifbeinunum og baki eftir þennan afdrifaríka hnerra.

Hnerrinn varð til þess að Adeboyejo missti af leik Bolton á þriðjudagskvöldið.

„Victor hefur verið að glíma verið hundleiðinleg bakmeiðsli og hnerrinn setti allt af stað,“ sagði knattspyrnustjórinn Ian Evatt í viðtali við staðarblaðið The Bolton News.

„Hann fann líka bil á milli rifbeinanna sinna og við erum að vona að þetta sér bara brjóskið eða vöðvatognun. Við þurfum að skoða vel myndirnar til að fá það á hreint,“ sagði Evatt.

„Victor er kraftmikill strákur og meira að segja hnerrarnir hans eru kraftmiklir,“ sagði Evatt og hafði húmor fyrir öllu saman.

„Ég þarf nú samt að líta í eigin barm þegar leikmennirnir mínir eru farir að meiðast við það að hnerra. Svona er bara staðan hjá okkur og við verðum bara að taka á því,“ sagði Evatt.

Bolton hefur ekki byrjað C-deildina sannfærandi en liðið er bara í átjánda sæti með fjögur stig úr fjórum fyrstu leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×