Heimi var sagt að leyna því að hann væri tannlæknir Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 12:01 Heimir Hallgrímsson laufléttur á æfingu írska landsliðsins, og tekur í spaðann á fótboltalýsandanum Tony O'Donoghue. Getty/Stephen McCarthy Eftir tvo daga stýrir Heimir Hallgrímsson landsliði Írlands í sínum fyrsta leik, þegar það mætir Englandi á heimavelli í Þjóðadeildinni. The Sun fjallar um Heimi í dag og gerir mikið úr því að hann sé einnig tannlæknir. Óteljandi greinar voru skrifaðar í kringum Evrópumótið 2016 varðandi tannlæknastarf Heimis, sem þá stýrði ásamt Lars Lagerbäck Íslandi til sigurs á Englandi í 16-liða úrslitum. Nú ætlar hann að endurtaka leikinn sem þjálfari Írlands, eftir að hafa verið ráðinn í starfið í sumar. Í grein The Sun segir Heimir að sér hafi á sínum tíma verið sagt að halda því leyndu að hann væri tannlæknir en ekki aðeins fótboltaþjálfari. „Þegar ég var að ná mér í þjálfaragráðuna í Englandi þá var sagt við mann: „Ekki segja neinum að þú sért tannlæknir!“ En ég held að menntun geti aldrei skaðað mann. Ég er stoltur af því að vera tannlæknir,“ segir Heimir sem eftir ævintýrið með íslenska landsliðinu hefur einnig þjálfað Al Arabi og landslið Jamaíku. Rifjað upp þegar Heimir kom Rut til bjargar Grein The Sun er uppfull af orðagríni tengdu tönnum og tannlækningum, og þar er einnig rifjað upp þegar Heimir brást skjótt við á Hásteinsvelli, skömmu eftir EM 2016, þegar Fylkiskonan Rut Kristjánsdóttir missti tönn í miðjum leik. Þjálfarastarfið hefur auðvitað verið aðalstarf Heimis í mörg ár en hann segir: „Það að vinna sem tannlæknir hefur hjálpað mér mikið, því maður er stöðugt að vinna með einstaklinga. Sumir eru hræddir við tannlækna, svo maður þarf að finna réttu leiðina til að tala við hvern og einn. Maður gæti þurft að róa einn, vera skemmtilegur við annan og alvarlegur við þann þriðja. En maður verður að vera fljótur að aðlagast. Sama má segja um samskipti við fótboltamenn,“ segir Heimir. I was a DENTIST before becoming football manager - I've already humiliated England once, now I'm plotting to do it again https://t.co/D11LYbMY4I— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) September 5, 2024 England líka með nýjan þjálfara Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands 231 degi eftir að Stephen Kenny hætti sem þjálfari liðsins. Í millitíðinni stýrði John O‘Shea liðinu í nokkrum leikjum, og sótti Heimir það fast að fá O‘Shea sem aðstoðarþjálfara, sem gekk eftir. Englendingar mæta til leiks á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir úrslitaleik EM, og eftir að Gareth Southgate hætti með liðið. Þeir spila undir stjórn Lee Carsley sem var ráðinn tímabundið á meðan að leit stendur yfir að varanlegum arftaka. Heimir segir margt líkt með Írum og Englendingum: „Karakterinn er mjög svipaður. Venjulega þurfa menn bara 1-2 drykki áður en þeir byrja að syngja. Írarnir leggja hart að sér og eru stoltir, stoltir af sinni arfleifð og því sem þeir eru. Það er alltaf hægt að byggja á því þegar menn leggja hart að sér og eru stoltir.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. 30. ágúst 2024 10:33 Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Sjá meira
Óteljandi greinar voru skrifaðar í kringum Evrópumótið 2016 varðandi tannlæknastarf Heimis, sem þá stýrði ásamt Lars Lagerbäck Íslandi til sigurs á Englandi í 16-liða úrslitum. Nú ætlar hann að endurtaka leikinn sem þjálfari Írlands, eftir að hafa verið ráðinn í starfið í sumar. Í grein The Sun segir Heimir að sér hafi á sínum tíma verið sagt að halda því leyndu að hann væri tannlæknir en ekki aðeins fótboltaþjálfari. „Þegar ég var að ná mér í þjálfaragráðuna í Englandi þá var sagt við mann: „Ekki segja neinum að þú sért tannlæknir!“ En ég held að menntun geti aldrei skaðað mann. Ég er stoltur af því að vera tannlæknir,“ segir Heimir sem eftir ævintýrið með íslenska landsliðinu hefur einnig þjálfað Al Arabi og landslið Jamaíku. Rifjað upp þegar Heimir kom Rut til bjargar Grein The Sun er uppfull af orðagríni tengdu tönnum og tannlækningum, og þar er einnig rifjað upp þegar Heimir brást skjótt við á Hásteinsvelli, skömmu eftir EM 2016, þegar Fylkiskonan Rut Kristjánsdóttir missti tönn í miðjum leik. Þjálfarastarfið hefur auðvitað verið aðalstarf Heimis í mörg ár en hann segir: „Það að vinna sem tannlæknir hefur hjálpað mér mikið, því maður er stöðugt að vinna með einstaklinga. Sumir eru hræddir við tannlækna, svo maður þarf að finna réttu leiðina til að tala við hvern og einn. Maður gæti þurft að róa einn, vera skemmtilegur við annan og alvarlegur við þann þriðja. En maður verður að vera fljótur að aðlagast. Sama má segja um samskipti við fótboltamenn,“ segir Heimir. I was a DENTIST before becoming football manager - I've already humiliated England once, now I'm plotting to do it again https://t.co/D11LYbMY4I— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) September 5, 2024 England líka með nýjan þjálfara Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands 231 degi eftir að Stephen Kenny hætti sem þjálfari liðsins. Í millitíðinni stýrði John O‘Shea liðinu í nokkrum leikjum, og sótti Heimir það fast að fá O‘Shea sem aðstoðarþjálfara, sem gekk eftir. Englendingar mæta til leiks á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir úrslitaleik EM, og eftir að Gareth Southgate hætti með liðið. Þeir spila undir stjórn Lee Carsley sem var ráðinn tímabundið á meðan að leit stendur yfir að varanlegum arftaka. Heimir segir margt líkt með Írum og Englendingum: „Karakterinn er mjög svipaður. Venjulega þurfa menn bara 1-2 drykki áður en þeir byrja að syngja. Írarnir leggja hart að sér og eru stoltir, stoltir af sinni arfleifð og því sem þeir eru. Það er alltaf hægt að byggja á því þegar menn leggja hart að sér og eru stoltir.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. 30. ágúst 2024 10:33 Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Sjá meira
Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31
Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. 30. ágúst 2024 10:33
Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49