„Þurfum að þora að sýna að við eigum að vera betra liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 09:31 Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu. Getty/Malcolm Couzens Willum Þór Willumsson hefur stimplað sig vel inn með Birmingham á Englandi og mætir fullur sjálfstrausts í leikina við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni í fótbolta. Leikur Íslands og Svartfjallalands er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45, og leikurinn við Tyrkland á mánudag, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Þetta eru tveir flottir leikir og við byrjum á heimavelli, sem er mjög gaman. Það er kominn smátími síðan við spiluðum síðast [á Laugardalsvelli] og það er alltaf gaman að spila hér. Þetta er mjög spennandi,“ segir Willum sem ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í gær. „Við viljum byrja sterkt, byrja á þremur stigum. Við byrjum heima og eigum flotta möguleika á að byrja þetta vel. Síðan er það Tyrkland úti, sem verður erfiður leikur, en ég tel að við eigum fína möguleika þar líka,“ segir Willum en viðtal Stefáns Árna Pálssonar við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Willum klár í slagin við Svartfellinga En hvað þarf íslenska liðið að gera gegn Svartfellingum, eina liði riðilsins sem er fyrir neðan Íslands á heimslista FIFA (Ísland er í 71. sæti og Svartfjallaland í 73. sæti)? „Við þurfum bara að spila okkar leik og þora að sýna að við eigum að vera betra liðið. Þora að spila, og þá held ég að við ættum að vera sigurstranglegri.“ Willum var keyptur til enska C-deildarfélagsins Birmingham í sumar, fyrir fjórar milljónir evra, frá hollenska félaginu Go Ahead Eagles. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Við erum búnir að vinna þrjá leiki í röð og ég er svona búinn að festa mig aðeins inni í liðinu. Ég kem því á fínu „rönni“ og líður vel. Ég lenti í smámeiðslum rétt fyrir fyrsta leik í deildinni en síðan er ég búinn að ná fjórum leikjum í röð og spilaði tvo níutíu mínútna leiki í síðustu viku, svo ég er í mjög góðu standi.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30 Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. 4. september 2024 20:32 „Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. 4. september 2024 08:02 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45, og leikurinn við Tyrkland á mánudag, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Þetta eru tveir flottir leikir og við byrjum á heimavelli, sem er mjög gaman. Það er kominn smátími síðan við spiluðum síðast [á Laugardalsvelli] og það er alltaf gaman að spila hér. Þetta er mjög spennandi,“ segir Willum sem ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í gær. „Við viljum byrja sterkt, byrja á þremur stigum. Við byrjum heima og eigum flotta möguleika á að byrja þetta vel. Síðan er það Tyrkland úti, sem verður erfiður leikur, en ég tel að við eigum fína möguleika þar líka,“ segir Willum en viðtal Stefáns Árna Pálssonar við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Willum klár í slagin við Svartfellinga En hvað þarf íslenska liðið að gera gegn Svartfellingum, eina liði riðilsins sem er fyrir neðan Íslands á heimslista FIFA (Ísland er í 71. sæti og Svartfjallaland í 73. sæti)? „Við þurfum bara að spila okkar leik og þora að sýna að við eigum að vera betra liðið. Þora að spila, og þá held ég að við ættum að vera sigurstranglegri.“ Willum var keyptur til enska C-deildarfélagsins Birmingham í sumar, fyrir fjórar milljónir evra, frá hollenska félaginu Go Ahead Eagles. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Við erum búnir að vinna þrjá leiki í röð og ég er svona búinn að festa mig aðeins inni í liðinu. Ég kem því á fínu „rönni“ og líður vel. Ég lenti í smámeiðslum rétt fyrir fyrsta leik í deildinni en síðan er ég búinn að ná fjórum leikjum í röð og spilaði tvo níutíu mínútna leiki í síðustu viku, svo ég er í mjög góðu standi.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30 Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. 4. september 2024 20:32 „Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. 4. september 2024 08:02 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30
Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02
Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. 4. september 2024 20:32
„Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. 4. september 2024 08:02
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti