Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 08:30 Stefan Mugosa, hér með mottu, er lunkinn markaskorari. Getty/Alex Nicodim Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Svartfellski hópurinn lendir í Keflavík eftir hádegi og æfir svo á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn við Ísland sem hefst klukkan 18:45 á morgun. Í liði Svartfjallalands eru meðal annars þeir Marko Tuci, varnarmaður, og Stefan Mugosa sem skorað hefur 15 mörk fyrir landslið Svartfjallalands og er næstmarkahæstur á eftir fyrirliðanum Stevan Jovetic. Þeir Tuci og Mugosa leika báðir með suður-kóreskum félagsliðum og þurftu samkvæmt svartfellskum miðlum að ferðast í meira en sólarhring bara til þess að komast heim til Svartfjallalands. Við það bætist svo fimm klukkutíma flug til Íslands í dag. Marko Tuci til varnar gegn James Maddison í æfingaleik gegn Tottenham í Seúl í sumar.Getty/Han Myung-Gu Leikmennirnir spila svo heima í Svartfjallalandi gegn Wales á mánudaginn áður en þeir þurfa að ferðast aftur til Asíu. Allt þetta ferðalag á tíu dögum. „Eftir ferðalagið frá Kóreu þá er nú bara ekkert mál að ferðast til Íslands,“ sagði Tuci fyrir flugið til Íslands. „Þetta er svolítið erfitt ferðalag en ég vona að það komi ekki niður á undirbúningi okkar eða frammistöðu,“ bætti hann við. „Við erum svo sannarlega tilbúnir að byrja. Við erum búnir að greina íslenska liðið og sáum að þetta er mjög agað lið. Þeir nota langar sendingar en eru líka góðir á seinni boltanum. Við sáum líka gallana þeirra sem ég vona að við getum nýtt okkur,“ sagði Tuci og kvaðst ekki kvíða yfir hitamismuninum við það að spila í besta falli í tíu stiga hita í Reykjavík. Hann þæði frekar meiri kulda en meiri hita. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 á morgun, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarlega er fjallað um leiki Íslands á Vísi. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
Svartfellski hópurinn lendir í Keflavík eftir hádegi og æfir svo á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn við Ísland sem hefst klukkan 18:45 á morgun. Í liði Svartfjallalands eru meðal annars þeir Marko Tuci, varnarmaður, og Stefan Mugosa sem skorað hefur 15 mörk fyrir landslið Svartfjallalands og er næstmarkahæstur á eftir fyrirliðanum Stevan Jovetic. Þeir Tuci og Mugosa leika báðir með suður-kóreskum félagsliðum og þurftu samkvæmt svartfellskum miðlum að ferðast í meira en sólarhring bara til þess að komast heim til Svartfjallalands. Við það bætist svo fimm klukkutíma flug til Íslands í dag. Marko Tuci til varnar gegn James Maddison í æfingaleik gegn Tottenham í Seúl í sumar.Getty/Han Myung-Gu Leikmennirnir spila svo heima í Svartfjallalandi gegn Wales á mánudaginn áður en þeir þurfa að ferðast aftur til Asíu. Allt þetta ferðalag á tíu dögum. „Eftir ferðalagið frá Kóreu þá er nú bara ekkert mál að ferðast til Íslands,“ sagði Tuci fyrir flugið til Íslands. „Þetta er svolítið erfitt ferðalag en ég vona að það komi ekki niður á undirbúningi okkar eða frammistöðu,“ bætti hann við. „Við erum svo sannarlega tilbúnir að byrja. Við erum búnir að greina íslenska liðið og sáum að þetta er mjög agað lið. Þeir nota langar sendingar en eru líka góðir á seinni boltanum. Við sáum líka gallana þeirra sem ég vona að við getum nýtt okkur,“ sagði Tuci og kvaðst ekki kvíða yfir hitamismuninum við það að spila í besta falli í tíu stiga hita í Reykjavík. Hann þæði frekar meiri kulda en meiri hita. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 á morgun, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarlega er fjallað um leiki Íslands á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02