Sport

Kastaði hafna­bolta á 170 kíló­metra hraða

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ben Joyce kastar hafnabolta á alvöru hraða.
Ben Joyce kastar hafnabolta á alvöru hraða. vísir/getty

Kastari LA Angels, Ben Joyce, er búinn að skrá sig í sögubækurnar.

Hann kastaði nefnilega löglegum bolta fyrir „strikeout“ á hvorki meira né minna en á tæplega 170 kílómetra hraða. Það er alvöru kast.

„Ég leit upp á hraðann eftir kastið og sá þetta staðfest. Áhorfendur elskuðu þetta. Það er óhætt að segja að ég hafi gefið allt í kastið,“ sagði kampakátur Joyce sem er nýliði í MLB-deildinni og hefur heldur betur slegið í gegn.

Joyce telur sig eiga meira inni og verður áhhugavert að sjá hvort hann geti toppað þennan hraða. Það er enginn að fara að hitta bolta sem kemur á þessum hraða til sín.

Hraðasta kast í sögu MLB-deildarinnar á aftur á móti Aroldis Chapman hjá Pittsburgh Pirates en hann kastaði boltanum á rúmlega 17 kílómetra hraða árið 2010. Það kast var aftur á móti ólöglegt og taldi ekki sem „strike“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×