Íslenskum kylfingum fjölgaði um tvö þúsund Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 10:31 Kylfingum fjölgar á öllum aldursbilum. seth@golf.is Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú og fjölgaði þeim um 2.000 frá síðasta ári, samkvæmt nýjustu tölum golfklúbbanna. Þetta kemur fram á golf.is þar sem segir að um 9% fjölgun kylfinga sé að ræða. Golfsambandið hefur spáð fyrir um 2% fjölgun og því ljóst að fjölgunin er framar björtustu vonum. Þann 1. júlí síðastliðinn voru alls 26.349 félagsmenn skráðir í golfklúbba á Íslandi. Árið 2019 voru skráðir kylfingar um 17.900 talsins, og hefur þeim því fjölgað um 47% á aðeins fimm árum. Árið 2000 voru um 8.500 skráðir félagsmenn í golfklúbbum landsins. Ungum kylfingum er sömuleiðis að fjölga því 11% fleiri kylfingar á aldrinum 15 ára og yngri eru nú skráðir í golfklúbba, miðað við í fyrra, 16% fleiri í hópi 16-19 ára og 20% fleiri í hópi 20-29 ára. Kylfingum fjölgaði minnst á aldursbilinu 40-49 ára en þó um 4%, og í hópi 80 ára og eldri fjölgaði kylfingum um 14%. Yfir sex þúsund kylfingar undir þrítugu Fjölmennasti aldursflokkur kylfinga er á aldrinum 60-69 ára eða 5.339 manns, og næstfjölmennasti hópurinn er á aldrinum 50-59 ára eða 5.182 manns. Alls 6.061 kylfingur er yngri en 30 ára en voru 5.249 í fyrra. Golfsamband Íslands er næstfjölmennasta íþróttasambandið innan ÍSÍ en Knattspyrnusambandið er fjölmennast með um 29.000 iðkendur. Golf Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þetta kemur fram á golf.is þar sem segir að um 9% fjölgun kylfinga sé að ræða. Golfsambandið hefur spáð fyrir um 2% fjölgun og því ljóst að fjölgunin er framar björtustu vonum. Þann 1. júlí síðastliðinn voru alls 26.349 félagsmenn skráðir í golfklúbba á Íslandi. Árið 2019 voru skráðir kylfingar um 17.900 talsins, og hefur þeim því fjölgað um 47% á aðeins fimm árum. Árið 2000 voru um 8.500 skráðir félagsmenn í golfklúbbum landsins. Ungum kylfingum er sömuleiðis að fjölga því 11% fleiri kylfingar á aldrinum 15 ára og yngri eru nú skráðir í golfklúbba, miðað við í fyrra, 16% fleiri í hópi 16-19 ára og 20% fleiri í hópi 20-29 ára. Kylfingum fjölgaði minnst á aldursbilinu 40-49 ára en þó um 4%, og í hópi 80 ára og eldri fjölgaði kylfingum um 14%. Yfir sex þúsund kylfingar undir þrítugu Fjölmennasti aldursflokkur kylfinga er á aldrinum 60-69 ára eða 5.339 manns, og næstfjölmennasti hópurinn er á aldrinum 50-59 ára eða 5.182 manns. Alls 6.061 kylfingur er yngri en 30 ára en voru 5.249 í fyrra. Golfsamband Íslands er næstfjölmennasta íþróttasambandið innan ÍSÍ en Knattspyrnusambandið er fjölmennast með um 29.000 iðkendur.
Golf Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira