Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 10:13 Ferðamaðurinn var einn á ferð við gosopið og veifaði þegar hann varð var við drónann fylgjast með sér. Kevin Pagés Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. Kevin Páges, leiðsögumaður og ljósmyndari, var á ferð með hóp ferðamanna að fylgjast með eldgosinu úr fjarlægð rétt við Grindavíkurveg síðdegis í gær. Hann sendi dróna á loft til þess að skoða gosið nánar og sá þá eitthvað undarlegt. „Ég sá lítinn litaðan blett sem leit ekki út fyrir að vera hraun. Þegar ég nálgaðist með drónann var þessi náungi þarna og heilsaði mér,“ segir Kevin við Vísi. Á myndbandinu sem hann tók upp sést ferðamaðurinn veifa drónanum þegar hann verður hans var. Hann virðist standa á nýstorknuðu hrauni aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Kevin telur ljóst að maðurinn hafi gengið töluverða leið yfir hraunið til þess að komast að gígnum þar sem hann var sjálfur staddur um 3,7 kílómetra í burtu á útsýnisstaðnum við Grindavíkurveg. Kevin hafði strax samband við lögreglu en fékk þau svör að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn bæði sérstaklega um hjálp. Hann hefði bent lögreglunni á að maðurinn væri augljóslega í hættulegum aðstæðum en hún hefði enn sagt ekkert geta gert. „Sendið að minnsta kosti bíl, bíðið eftir honum og sektið hann. Þetta er geðveiki,“ segir Kevin sem er ósáttur við að ferðamaður stefni mögulega aðgangi allra annarra að gosinu í hættu með fíflagangi af þessu tagi. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki svarað spurningum um málið strax þegar eftir því var leitað í morgun. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að ganga ekki að gosinu og þá hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum varað við ósprungnum sprengjum frá bandaríska hernum á svæðinu. Ljóst er að ferðamaðurinn hefur gengið töluverða leið yfir hraun til þess að komast alla leið að þessu gosopi á Reykjanesi.Kevin Páges Datt næstum í gegnum skorpuna þegar hann hrasaði Þegar ferðamaðurinn sneri við reyndi Kevin að fylgja honum eftir með drónanum eins lengi og rafhlaða hans leyfði. Hann náði því meðal annars á mynd þegar ferðamaðurinn hrasaði og hluti af nýstorknuðu hrauni brotnaði undan honum. „Hann datt næstum því í gegn. Ég held að hann hafði meitt sig á ökkla því svo hoppaði hann um á öðrum fæti. Svo hljóp hann um í allar áttir,“ segir Kevin. Á meðan maðurinn gekk segist Kevin hafa getað séð fjölda rauðra bletta þar sem hraun rann enn allt í kringum hann. Á endanum þurfti Kevin að snúa drónanum við áður en rafhlaðan tæmdist. Hann veit því ekki hvort ferðamaðurinn komst örugglega til baka eða ekki. „Ég vona að hann hafi komist. Ég óska ekki einu sinni bjánum dauða,“ segir hann og furðar sig á hvernig maðurinn gat gengið yfir hraunið fyrir hitanum frá því. Loftmynd af gígnum sem sýnir glöggt hversu nærri ferðamaðurinn hætti sér að rennandi hrauninu.Kevin Páges Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Kevin Páges, leiðsögumaður og ljósmyndari, var á ferð með hóp ferðamanna að fylgjast með eldgosinu úr fjarlægð rétt við Grindavíkurveg síðdegis í gær. Hann sendi dróna á loft til þess að skoða gosið nánar og sá þá eitthvað undarlegt. „Ég sá lítinn litaðan blett sem leit ekki út fyrir að vera hraun. Þegar ég nálgaðist með drónann var þessi náungi þarna og heilsaði mér,“ segir Kevin við Vísi. Á myndbandinu sem hann tók upp sést ferðamaðurinn veifa drónanum þegar hann verður hans var. Hann virðist standa á nýstorknuðu hrauni aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Kevin telur ljóst að maðurinn hafi gengið töluverða leið yfir hraunið til þess að komast að gígnum þar sem hann var sjálfur staddur um 3,7 kílómetra í burtu á útsýnisstaðnum við Grindavíkurveg. Kevin hafði strax samband við lögreglu en fékk þau svör að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn bæði sérstaklega um hjálp. Hann hefði bent lögreglunni á að maðurinn væri augljóslega í hættulegum aðstæðum en hún hefði enn sagt ekkert geta gert. „Sendið að minnsta kosti bíl, bíðið eftir honum og sektið hann. Þetta er geðveiki,“ segir Kevin sem er ósáttur við að ferðamaður stefni mögulega aðgangi allra annarra að gosinu í hættu með fíflagangi af þessu tagi. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki svarað spurningum um málið strax þegar eftir því var leitað í morgun. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að ganga ekki að gosinu og þá hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum varað við ósprungnum sprengjum frá bandaríska hernum á svæðinu. Ljóst er að ferðamaðurinn hefur gengið töluverða leið yfir hraun til þess að komast alla leið að þessu gosopi á Reykjanesi.Kevin Páges Datt næstum í gegnum skorpuna þegar hann hrasaði Þegar ferðamaðurinn sneri við reyndi Kevin að fylgja honum eftir með drónanum eins lengi og rafhlaða hans leyfði. Hann náði því meðal annars á mynd þegar ferðamaðurinn hrasaði og hluti af nýstorknuðu hrauni brotnaði undan honum. „Hann datt næstum því í gegn. Ég held að hann hafði meitt sig á ökkla því svo hoppaði hann um á öðrum fæti. Svo hljóp hann um í allar áttir,“ segir Kevin. Á meðan maðurinn gekk segist Kevin hafa getað séð fjölda rauðra bletta þar sem hraun rann enn allt í kringum hann. Á endanum þurfti Kevin að snúa drónanum við áður en rafhlaðan tæmdist. Hann veit því ekki hvort ferðamaðurinn komst örugglega til baka eða ekki. „Ég vona að hann hafi komist. Ég óska ekki einu sinni bjánum dauða,“ segir hann og furðar sig á hvernig maðurinn gat gengið yfir hraunið fyrir hitanum frá því. Loftmynd af gígnum sem sýnir glöggt hversu nærri ferðamaðurinn hætti sér að rennandi hrauninu.Kevin Páges
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37