Fótbolti

Vand­ræða­legt bikar­tap hjá Ís­lendinga­liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby geta farið að einbeita sér að deildinni eftir þetta óvænta tap.
Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby geta farið að einbeita sér að deildinni eftir þetta óvænta tap. Mynd: Lyngby Boldklub

Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby er úr leik í dönsku bikarkeppninni eftir stórt tap á móti C-deildarfélaginu Frem í kvöld. Það var ekki aðeins tapið sem var vandræðalegt fyrir Íslendingaliðið heldur einnig hvernig liðið tapaði þessum leik.

BK Frem og Lyngby eru nágrannar en bæði félög eru í úthverfi Kaupmannahafnar, Lyngby fyrir norðan borgina en Frem fyrir sunnan. Lyngby er hins vegar í dönsku úrvalsdeildinni og er því tveimur deilum fyrir ofan Frem.

Frem gerði sér lítið fyrir og vann mjög óvæntan 4-1 stórsigur á nágrönnum sínum.

Það var mikil bikarstemmning á þessum leik sem fór fram á heimavelli BK Frem, Valby Idrætspark.

Sævar Atli Magnússon þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í kvöld.

Jonathan Amon kom Lyngby í 1-0 á 23. mínútu en Frem jafnaði átta mínútum síðan og staðan var 1-1 í hálfleik.

Frem tók síðan öll völd í seinni hálfleiknum þar sem liðið skoraði þrjú mörk á sautján mínútna kafla og var allt í einu komið í 4-1. Það urðu lokatölur leiksins.

Með þessum sigri þá tryggði Frem sér sæti í sextán liða úrslitum bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×