Tæki marga mánuði fyrir hraun að ná innviðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2024 12:52 Það tæki marga mánuði fyrir hraun að ná innviðum miðað við flæði þess nú. Vísir/Vilhelm Engir innviðir eru í hættu á Reykjanesskaga miðað við hraða hraunflæðis. Fastjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands segir að innflæði í kvikuhólfið undir Svartsengi sé jafn mikið og flæðir úr í eldgosinu. Hættumat verður uppfært síðar í dag. Smám saman hefur hægt á eldgosinu við Sundhnúksgíga, sem hófst 22. ágúst síðastliðinn. „Það hefur hægt verulega á hraunflæði, það er nánast ekki neitt lengur. Bara örfáir metrar á dag, tíu metrar kannski. Það er mjög lítið að frétta af gosinu sjálfu. Það sem við höfum aftur á móti séð er að það er ekki lengur sig í Svartsengi, það hefur nánast ekki verið nein aflögun í Svartsengi síðustu daga,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Ekkert landris Það sé túlkað þannig að flæði kviku inn í kvikuhólfið undir Svartsengi sé sambærilegt því sem fer út úr því í eldgosinu. „Þannig að við erum með eitthvað jafnvægi með flæði að neðan og upp á yfirborðið,“ segir Benedikt. Þannig að þið eruð ekki að mæla landris? „Nei, ekki eins og staðan er núna. Eflaust byrjar landris en við erum ekki að sjá það ennþá. Það tekur tíma að sjá hvort það er eitthvað minna landris en eins og staðan er núna er það frekar flatt. Við sjáum það kannski í næstu viku hvort það verði eins og í síðustu gosum.“ Benedikt Ófeigsson segir ekkert landris mælast nú.Vísir/Vilhelm Benedikt segir enga hættu stafa að innviðum eins og hraunflæðið er núna. „Miðað við núverandi flæði þá tekur marga mánuði fyrir hraun að ná einhverjum innviðum.“ Þá hafi jarðskjálftar nánast alveg hætt. „Skjálftavirknin hefur dottið verulega niður. Hún var svolítil í síðustu viku en hefur dottið niður og er mjög lítil núna,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni minnkað við kvikuganginn Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 2. september 2024 22:34 Of snemmt að segja til um landris Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 31. ágúst 2024 13:29 Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Smám saman hefur hægt á eldgosinu við Sundhnúksgíga, sem hófst 22. ágúst síðastliðinn. „Það hefur hægt verulega á hraunflæði, það er nánast ekki neitt lengur. Bara örfáir metrar á dag, tíu metrar kannski. Það er mjög lítið að frétta af gosinu sjálfu. Það sem við höfum aftur á móti séð er að það er ekki lengur sig í Svartsengi, það hefur nánast ekki verið nein aflögun í Svartsengi síðustu daga,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Ekkert landris Það sé túlkað þannig að flæði kviku inn í kvikuhólfið undir Svartsengi sé sambærilegt því sem fer út úr því í eldgosinu. „Þannig að við erum með eitthvað jafnvægi með flæði að neðan og upp á yfirborðið,“ segir Benedikt. Þannig að þið eruð ekki að mæla landris? „Nei, ekki eins og staðan er núna. Eflaust byrjar landris en við erum ekki að sjá það ennþá. Það tekur tíma að sjá hvort það er eitthvað minna landris en eins og staðan er núna er það frekar flatt. Við sjáum það kannski í næstu viku hvort það verði eins og í síðustu gosum.“ Benedikt Ófeigsson segir ekkert landris mælast nú.Vísir/Vilhelm Benedikt segir enga hættu stafa að innviðum eins og hraunflæðið er núna. „Miðað við núverandi flæði þá tekur marga mánuði fyrir hraun að ná einhverjum innviðum.“ Þá hafi jarðskjálftar nánast alveg hætt. „Skjálftavirknin hefur dottið verulega niður. Hún var svolítil í síðustu viku en hefur dottið niður og er mjög lítil núna,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni minnkað við kvikuganginn Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 2. september 2024 22:34 Of snemmt að segja til um landris Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 31. ágúst 2024 13:29 Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Skjálftavirkni minnkað við kvikuganginn Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 2. september 2024 22:34
Of snemmt að segja til um landris Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 31. ágúst 2024 13:29
Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00