Ekkert uppgjör frá tveimur framboðum og Halla og Katrín síðastar að skila Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 10:35 Frá kappræðum forsetaframbjóðenda 2024 á Stöð 2. Vísir/Vilhelm Allir nema tveir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa skilað til Ríkisendurskoðunar fjárhagslegu uppgjöri vegna framboðs til embættisins. Frestur til að skila inn uppgjöri rann út í gær þegar þrír mánuðir voru liðnir frá forsetakosningum. Lesa má úr skilalista á vef Ríkisendurskoðunar að allir frambjóðendur nema Viktor Traustason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa skilað inn uppgjöri. Frambjóðendum ber að skila inn uppgjöri hafi heildartekjur eða gjöld vegna framboðsins verið umfram 550 þúsund krónur. Hafi frambjóðandi ekki farið umfram þau fjárhæðarmörk þarf ekki að skila inn uppgjöri en frambjóðandi getur skrifað undir rafræna yfirlýsingu þess efnis. Eiríkur fyrstur en Halla og Katrín síðastar Samkvæmt svörum Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu frá í síðustu viku verða öll uppgjör forsetaframbjóðenda sem borist hafa birt á vef stofnunarinnar þegar þau hafa verið yfirfarin. Ætla má að það verði á næstu dögum. Síðastar til að skila inn uppgjöri sínu samkvæmt yfirliti Ríkisendurskoðunar voru Halla Tómasdóttir sem endaði uppi sem sigurvegari og Katrín Jakobsdóttir sem hlaut næst mest fylgi í kosningunum. Báðar skiluðu þær uppgjöri sínu þann 2. september sem var lokadagur skila. Fyrstur til að skila uppgjöri var hins vegar Eiríkur Ingi Jónsson. Listinn sýnir hvaða frambjóðendur hafa skilað inn fjárhagslegu uppgjöri og hvaða dag uppgjöri var skilað.Ríkisendurskoðun/skjáskot Um miðjan ágúst sendi framboðsteymi Katrínar ákall til stuðningsmanna hennar þar sem kallað var eftir aðstoð til að loka gatinu við uppgjörið. „Nú erum við á lokametrunum við að gera upp framboðið og það vantar herslumuninn til að loka gatinu. Við leitum því til ykkar - ef þið eruð aflögufær og getið hjálpað með því að leggja inn á framboðið væri það afar þakklátt. Við erum mörg hér inni og þetta er fljótt að koma þegar fjöldinn tekur sig til,” var ritað í færslu í stuðningsmannahópi Katrínar á Facebook. Katrín greindi frá því í aðdraganda kosninga að hún gerði ráð fyrir að barátta hennar myndi kosta allt að 40 milljónir. Í kosningabaráttunni voru allir frambjóðendur spurðir um hvað þau gerðu ráð fyrir að eyða í kosningabaráttunni og hvernig hygðust afla fjár. Hvorki Steinunn Ólína né Viktor Traustason sögðust gera ráð fyrir að eyða miklum peningum í baráttuna. „Nei, ég er ekki að fara að biðja neinn um pening,“ sagði Viktor Traustason meðal annars í kappræðum á Rúv í byrjun maí. Í sömu kappræðum sagði Steinun Ólína að hennar framboð hafi þá eytt um það bil 400 þúsund krónum. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Lesa má úr skilalista á vef Ríkisendurskoðunar að allir frambjóðendur nema Viktor Traustason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa skilað inn uppgjöri. Frambjóðendum ber að skila inn uppgjöri hafi heildartekjur eða gjöld vegna framboðsins verið umfram 550 þúsund krónur. Hafi frambjóðandi ekki farið umfram þau fjárhæðarmörk þarf ekki að skila inn uppgjöri en frambjóðandi getur skrifað undir rafræna yfirlýsingu þess efnis. Eiríkur fyrstur en Halla og Katrín síðastar Samkvæmt svörum Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu frá í síðustu viku verða öll uppgjör forsetaframbjóðenda sem borist hafa birt á vef stofnunarinnar þegar þau hafa verið yfirfarin. Ætla má að það verði á næstu dögum. Síðastar til að skila inn uppgjöri sínu samkvæmt yfirliti Ríkisendurskoðunar voru Halla Tómasdóttir sem endaði uppi sem sigurvegari og Katrín Jakobsdóttir sem hlaut næst mest fylgi í kosningunum. Báðar skiluðu þær uppgjöri sínu þann 2. september sem var lokadagur skila. Fyrstur til að skila uppgjöri var hins vegar Eiríkur Ingi Jónsson. Listinn sýnir hvaða frambjóðendur hafa skilað inn fjárhagslegu uppgjöri og hvaða dag uppgjöri var skilað.Ríkisendurskoðun/skjáskot Um miðjan ágúst sendi framboðsteymi Katrínar ákall til stuðningsmanna hennar þar sem kallað var eftir aðstoð til að loka gatinu við uppgjörið. „Nú erum við á lokametrunum við að gera upp framboðið og það vantar herslumuninn til að loka gatinu. Við leitum því til ykkar - ef þið eruð aflögufær og getið hjálpað með því að leggja inn á framboðið væri það afar þakklátt. Við erum mörg hér inni og þetta er fljótt að koma þegar fjöldinn tekur sig til,” var ritað í færslu í stuðningsmannahópi Katrínar á Facebook. Katrín greindi frá því í aðdraganda kosninga að hún gerði ráð fyrir að barátta hennar myndi kosta allt að 40 milljónir. Í kosningabaráttunni voru allir frambjóðendur spurðir um hvað þau gerðu ráð fyrir að eyða í kosningabaráttunni og hvernig hygðust afla fjár. Hvorki Steinunn Ólína né Viktor Traustason sögðust gera ráð fyrir að eyða miklum peningum í baráttuna. „Nei, ég er ekki að fara að biðja neinn um pening,“ sagði Viktor Traustason meðal annars í kappræðum á Rúv í byrjun maí. Í sömu kappræðum sagði Steinun Ólína að hennar framboð hafi þá eytt um það bil 400 þúsund krónum.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira